Fréttablaðið - 02.08.2016, Page 18

Fréttablaðið - 02.08.2016, Page 18
Mannkynssagan geymir margar sögur af því hvernig þjóðir hafa sóað auðlindum sínum með óábyrgum og ósjálfbærum hætti. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að þjóðum lánist að nýta auðlindir sínar með þeim hætti að þjóðin njóti afrakst- ursins. Okkur Íslendingum hefur hlotnast að byggja upp fiskveiði- stjórnunarkerfi þar sem helst í hendur sjálfbær og ábyrg nýting auðlindarinnar sem um leið skilar íslensku þjóðinni miklum tekjum en til dæmis um það hefur greinin borgað um 100 milljarða í opinber gjöld á tímabilinu 2009-2014. Þar með er greinin einn af máttar- stólpum velferðarsamfélagsins á Íslandi. Íslendingum hefur tekist að skapa umhverfi þar sem byggst hafa upp öflug fyrirtæki um land allt sem eru burðarásar sinna byggða og tryggja starfsfólki sínu til sjós og lands öruggt og gott vinnuumhverfi allt árið – í stað þeirrar óvissu og ver- tíðarbundnu starfa sem áður ein- kenndu starfsumhverfi sjómanna og landverkafólks. Í fréttum undanfarna daga hefur verið þó nokkuð fjallað um tilraunir með uppboð á aflaheimildum í Fær- eyjum. Þeim sjónarmiðum hefur verið haldið á loft að þessa aðferð eigi Íslendingar að taka upp þar sem þjóðin muni hagnast mun meira með þeim hætti. Íslensk útgerðar- félög borga í dag veiðigjald fyrir aðgang að auðlindinni. Uppboð er einungis önnur útfærsla á að rukka fyrir aðgengi. Hins vegar er inn- byggður í uppboðsleiðina stór galli sem felur í sér að sjávarútvegsfyrir- tækin geta ekki skipulagt rekstur sinn nema eitt ár fram í tímann sökum óvissu við uppboð. Upp- boðsleiðin vinnur gegn langtíma- hugsun, dregur úr nýfjárfestingu, setur viðskiptasambönd við erlenda kaupendur sjávarafurða í uppnám og óvissa skapast fyrir sjómenn, landverkafólk og annað starfsfólk sem hefur beina og óbeina afkomu af rekstri viðkomandi fyrirtækja. Er t.d. hægt að halda því fram með sannfærandi hætti að eigendur Bláa lónsins hefðu fjárfest eins og raun ber vitni ef þeir þyrftu að bjóða í aðgang að lóninu á hverju ári? Þá yrði það líklega vannýtt auðlind eins og dæmin sanna í þeim til- vikum þar sem deilur og ósætti við auðlindastjórnun hafa einkennt rekstur og umhverfi og tækifærum til verðmætasköpunar hefur verið sóað. Mun innleiðing skammtíma- hugsunar tryggja að við skilum auðlindinni af okkur í betra horfi til komandi kynslóða? Mín skoðun er sú að langtímahugsun og ábyrg auðlindastjórnun sé nauðsynlegur grundvöllur til að tryggja íslensku þjóðinni áframhaldandi verðmæta- sköpun til framtíðar. Ísbirna álpast út á ísjaka og berst á haf út. Þegar ísjakinn svo bráðnar undan Birnu, þá syndir hún dauðasund og finnur loks land á Íslandi. Þreytt, lúin, svöng og veðruð skríður hún á land … til þess eins að mæta þar ríkisráðinni skyttu sem skýtur hana í hjartastað. Þetta er í fimmta sinn á síðustu árum. Þetta fallegasta dýr norðurhjarans er nálægt útrýmingarhættu, aðeins rúmlega 20 þúsund dýr eru eftir í heiminum. En það er ekki nóg fyrir Íslendingana. Þeir tala um umhverfið og kenna öðrum þjóðum um mengun og spillingu náttúrunnar. En hvar eru svo gjörðirnar? Umhverfisráð- herra fyrri stjórnar setti reglur um að ísbirnirr skyldu felldir ef þeir gengju á land, af því það væri of kostnaðar- samt að bjarga þeim. Þú hrokafulla þjóð sem gerir út á náttúruna, notar svo kalt fjárhags- mat, sem telur að það sé of dýrt að bjarga dýri í útrýmingarhættu. Hvað varð um mannúð, umhverfisverndar- sjónarmið, virðingu fyrir náttúrunni? Vonandi vaknar okkar þjóð og finnur lausn til að bjarga næsta ísbirni og þeim sem eiga eftir að koma. Skamm, Ísland! Við Íslendingar flokkum okkur jafnan með öðrum vestrænum þjóðum þar sem lífsgæði telj- ast hvað mest. Við gerum ríkar kröfur til samhjálpar og lítum því á gæði heilbrigðis- og velferðarþjónustu sem eina af megingrunnstoðum vel- ferðarsamfélagsins. Um það vitnar m.a. fjölmennasta undirskriftasöfnun Íslandssögunnar, þar sem samfélags- verkefni Kára Stefánssonar safnaði yfir 85 þúsund undirskriftum þar sem krafist er að Alþingi tryggi að árlega sé varið 11% af vergri landsframleiðslu til heilbrigðiskerfisins. Þegar mikilvæg mál brenna á landsmönnum, ekki síst velferðar- mál, hættir stjórnmálamönnum til að gefa yfirlýsingar um mjög háleit markmið og skapa væntingar sem þeir sem til þekkja vita að oft á tíðum er ómögulegt að standa við. Sem dæmi má nefna mikla áherslu á að aldraðir búi heima á eigin vegum eins lengi og mögulegt er. Sjónar- miðin að baki „búsetu á eigin heimili eins lengi og kostur er“ eru háleit og sú hugmyndafræði sem þar liggur að baki er góð. Hins vegar er veruleikinn sá að ef þeirri stefnu yrði framfylgt í mun ríkari mæli en nú myndi heildar- kostnaður samfélagsins af rekstri vel- ferðarþjónustunnar hækka verulega. Undanfarið hefur ríkisvaldið í auknum mæli sett fram svokallaðar kröfulýsingar um þjónustuflokka í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Kröfulýsingarnar eru skjöl þar sem taldar eru upp ýmsar lágmarkskröfur sem hið opinbera vill gera til þeirrar þjónustu sem veita skal öldruðum og þeirra aðila sem taka að sér að veita þjónustuna. Þessum auknu kröfum ber að fagna enda er mjög mikil- vægt að þjónustan sé vel skilgreind til að allir hagsmuna aðilar átti sig á til hvers sé ætlast. Það er í þágu hags- muna þeirra sem njóta þjónustunnar og aðstandenda þeirra en ekki síður þeirra sem veita þjónustuna. Með auknum kröfulýsingum fæst aukið gegnsæi og betri sýn á það hvaða þjónustu á nákvæmlega að veita og ekki síður hvaða þjónustu ekki ber að veita innan þess skilgreinda ramma sem ríkisvaldið setur. Að því sögðu verður að gera þá kröfu til yfirvalda að skilja betur á milli draumsýna og raunhæfra vænt- inga. Það er ekki hægt að uppfylla draumsýnir í velferðarmálum frekar en öðrum opinberum málaflokkum sem kostaðir eru af almannafé nema fyrir liggi kostnaðargreining á þeirri þjónustu sem veita á. Hvað velferðar- þjónustuna varðar er nauðsynlegt að setja raunhæf markmið sem byggjast á kostnaðargreiningu á einstökum þjónustuþáttum þannig að yfirvöld á hverjum tíma séu meðvituð um þær fjárhæðir sem nauðsynlegar eru til málaflokksins svo uppfylla megi þær væntingar og kröfur sem yfirvöld vilja gera. Snýst um lífsgæði fólks Því má aldrei gleyma að velferðar- þjónustan snýst um lífsgæði fólks, en ekki línulegar myndir í Excel skjali. Engu að síður er kostnaðargreining lykilhugtak í nútíma heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Eftir að íslenska efnahagskerfið fór að ná sér á strik aftur eftir hrun hafa hjólin sannarlega farið að snúast í rétta átt í efnahags- lífinu. Enn er þó mikið verk óunnið á mörgum sviðum vilji Íslendingar standa á ný jafnfætis þeim þjóðum sem landsmenn vilja helst bera sig saman við. Það á ekki síst við um velferðarþjónustuna og sjaldan hafa verið betri tækifæri til þess en nú. Rekstraraðilar heilbrigðisþjónustu þurfa oftar en ekki að sitja undir ámæli á opinberum vettvangi, eink- um samfélagsmiðlum, þar sem þeim er legið á hálsi fyrir að vera lítt hæfir í störfum sínum þegar þeir eru sam- viskusamlega að uppfylla lög, reglu- gerðir og kjarasamninga og geta af þeim sökum ekki staðist ætlaðar fjár- heimildir. Auðvitað á að gera sömu kröfur til rekstraraðila í heilbrigðis- og velferðarþjónustu um hagkvæmni, áætlunargerð og eftirfylgni eins og til annarra. Það verður bara að liggja fyrir að fjárhæðir dugi sannarlega fyrir þeirri þjónustu sem veita á með þeim réttindum og skyldum sem henni kunna að fylgja. Sem ábyrgir þjóðfélagsþegnar hljótum við að gera þá kröfu að farið sé með sameiginlega sjóði okkar með ábyrgum hætti en að sama skapi sé ekki verið að búa til væntingar um þjónustu fyrir aldraða og sjúka sem aldrei verður hægt að uppfylla með þeim fjárhæðum sem eru til skipt- anna. Það er mikilvægt að þeir sem höndla með almannafé viti hvað hlutirnir kosta. Það er líka mikilvægt að yfirvöld geri sér grein fyrir því um hvað þau biðja þegar samið er um heilbrigðis- og velferðarþjónustu og ekki síður hvernig fjármagna eigi þjónustuna. Aðeins þannig getum við hlúð betur að heilbrigðis- og vel- ferðarþjónustunni, þessari grunnstoð samfélags okkar sem landsmenn hafa gefið skýrt merki um. Kostnaðargreining velferðarþjónustu er forgangsverkefni og lykilhugtak Ég hef í nokkrum greinum hér í Fréttablaðinu vakið athygli á uppbyggingu og framþróun á sviði tónlistarmenntunar á Íslandi með áherslu á það starf sem á sér stað innan Listaháskóla Íslands á þeim sviðum þar sem ég hef kynnst starfinu af eigin raun. Innan tónlistardeildar LHÍ fer einn- ig fram mikið starf sem ég hef ekki komið inn á í skrifum mínum og vert væri að fjalla um. Það er mikil- vægt fyrir tónlistarlífið í landinu að vel sé búið að háskólamenntun á sviði tónlistar. Ennfremur er nauð- synlegt að tónlistarskólar sem sinna menntun á framhaldsstigi fái greitt úr þeim málum er snúa að fjármögnun námsins svo að tryggja megi fjölbreytt námsframboð og jafnrétti til náms. LHÍ er ekki hafinn yfir gagnrýni, langt í frá. Skólinn er ungur og námið í stöðugri þróun. Á þeim skamma tíma sem skólinn hefur starfað hefur hann orðið einn helsti styrkleiki tón- listarlífsins á Íslandi. Fjölmargir nem- endur skólans hafa fundið sér farveg á sviði tónlistar og þroskast og dafnað sem sjálfstæðir listamenn. Þrátt fyrir aðstöðuleysi og fjárskort hef ég orðið vör við mikinn metnað stjórnenda um að námið þar sé fram- sækið og kröftugt, miði að þörfum nemenda og standist alþjóðlegar kröfur um gæði náms. Listaháskólinn sinnir kerfisbundnu eftirliti með gæðum kennslu og rann- sókna á grundvelli innra mats og eftir forskrift gæðaráðs háskólanna. Óháð úttekt var gerð á tónlistardeild LHÍ árið 2012 á vegum AEC (evrópskra samtaka tónlistarháskóla). Undraverður árangur Í niðurstöðum úttektarinnar kemur fram að nefndin telur að tónlistardeild LHÍ hafi náð undra- verðum árangri á skömmum tíma, gæði kennslunnar séu mikil og námið framsækið. Námið miði að þörfum nemenda og sýni sú stað- reynd hversu stór prósenta þeirra fá atvinnu að námi loknu, að námið búi nemendur vel undir atvinnu- mennsku í tónlist. Í skýrslunni er vitaskuld komið inn á aðstöðuleysi og fjárskort en Tónlistardeild LHÍ er jafnframt hrósað fyrir útsjónar- semi og þegar kemur að nýtingu á rými og fjármunum. Þar koma einn- ig fram ábendingar um það hvernig þróa megi starf tónlistardeildar LHÍ. Síðan skýrslan kom út hefur verið unnið markvisst í að fylgja þeim ábendingum eftir. Sem dæmi um uppbyggingu náms innan LHÍ hef ég í greinarskrifum undanfarið fjallað um: námsþróun innan LHÍ í alþjóðlegri samvinnu, framsækið nám í söng og menntun tónlistarkennara. Fjölbreytt uppbygging á sér stað innan tónlistardeildar, og margt sem ég hef ekki komið inn á í skrifum mínum s.s. öflugt nám í tónsmíðum og eflingu rannsókna. Nauðsynlegt er að bæta aðstöðu LHÍ svo áfram verði hægt að hlúa að þeim vaxandi fjölda nemenda sem þangað sækir, sinna rann- sóknum og þróa framsækið og kröftugt nám. Um háskólamenntun í tónlist – gæði náms, uppbygging og framþróun Það er mikil- vægt að þeir sem höndla með almannafé viti hvað hlutirnir kosta. Það er líka mikilvægt að yfirvöld geri sér grein fyrir því um hvað þau biðja þegar samið er um heilbrigðis- og velferðarþjón- ustu og ekki síður hvernig fjármagna eigi þjónustuna. Uppboðsleiðin vinnur gegn langtíma- hugsun, dregur úr nýfjár- festingu, setur viðskiptasam- bönd við erlenda kaupendur sjávarafurða í uppnám og óvissa skapast fyrir sjómenn, landverkafólk og annað starfsfólk Uppboðsleiðin vinnur gegn langtímahugs- un, dregur úr nýfjárfestingu, setur viðskiptasambönd við erlenda kaupendur sjávar- afurða í uppnám og óvissa skapast fyrir sjómenn, landverkafólk og annað starfsfólk. Hvað varð um mannúð, umhverfis- verndarsjónarmið, virðingu fyrir náttúrunni? Pétur Magnússon forstjóri Hrafn- istuheimilanna og formaður Samtaka fyrir- tækja í velferðar- þjónustu Jonas Tryggvason Natalía Tryggvason Þóra Einarsdóttir söngkona og aðjúnkt við Tónlistardeild LHÍ Nauðsynlegt er að bæta að- stöðu LHÍ svo áfram verði hægt að hlúa að þeim vaxandi fjölda nem- enda sem þangað sækir, sinna rannsóknum og þróa framsækið og kröftugt nám. Verðmæti úr auðlind Jens Garðar Helgason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi 2 . á g ú s t 2 0 1 6 Þ R I Ð J U D A g U R18 s k o Ð U n ∙ F R É t t A B L A Ð I Ð 0 2 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :4 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 2 0 -4 E 8 0 1 A 2 0 -4 D 4 4 1 A 2 0 -4 C 0 8 1 A 2 0 -4 A C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.