Fréttablaðið - 02.08.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.08.2016, Blaðsíða 2
Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Finndu okkur á facebook Gæði og g læsileiki e ndalaust ú rval af há gæða flísu m Veður Á morgun verður fremur hæg breytileg átt og víða skúrir, síst þó austast á landinu. Hiti 10 til 16 stig. Sjá Síðu 26 Heyannir á Álftanesi Guðmundur Ólafsson snýr heyi sem slegið var við Pálshús á Álftanesi í síðustu viku. Einmuna blíða hefur verið þar undanfarnar vikur eins og víðast á landinu. Fréttablaðið/Eyþór Líbía Bandaríkjaher gerði í gær loftárásir á borgina Sirte í Líbíu, þar sem liðsmenn Íslamska ríkisins hafa hreiðrað um sig. Þetta eru fyrstu árásirnar af þessu tagi í Líbíu. Þær eru gerðar að beiðni stjórnvalda. Fayez al Sar- raj forsætisráðherra sagði í sjón- varpsávarpi að árásirnar hafi valdið miklu tjóni. Peter Cook, talsmaður banda- ríska varnarmálaráðuneytisins, sagði ekkert hafa verið ákveðið um framhald á þessum árásum. Stjórnarherinn í Líbíu hefur lengi barist við liðsmenn Íslamska ríkis- ins í Sirte og hafa þau átök kostað nærri 300 stjórnarhermenn lífið. Sirte er fæðingarborg Múamm- ars Gaddafís, sem uppreisnarmenn í Líbíu steyptu af stóli fyrir bráðum fimm árum með aðstoð Bandaríkj- anna, Bretlands og fleiri Vestur- landa. – gb Loftárásir á Líbíu LögregLumáL Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns gistu í fanga- geymslum um helgina. Víða um landið var mikið að gera hjá lög- reglunni en sums staðar var nokkuð rólegt. Í Vestmannaeyjum voru um fimm- tán þúsund manns samankomin á Þjóðhátíð þegar mest var. Ellefu manns gistu þar í fangageymslu um helgina vegna mismunandi brota. Fíkniefnamál voru um þrjá- tíu í heildina. „Við vorum með fjóra hunda og sex óeinkennisklædda lögreglumenn sem sinntu fíkniefna- málunum. Í fyrra voru fleiri fíkni- efnamál og er stífa eftirlitið hjá okkur vonandi farið að skila sér,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni í Vestmanna- eyjum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu hafa minnst tvö kynferðisbrot verið tilkynnt á Þjóðhátíð. Jóhannes vildi ekki tjá sig um málið en eins og kunnugt er er það yfirlýst stefna lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að lögreglan tjái sig ekki um atvik af þessu tagi. Að sögn Jóhannesar var nokkuð um líkamsárásir en þó ekki fleiri en undanfarin ár. Enginn var tekinn vegna ölvunaraksturs. Lögreglan á Suðurlandi þurfti að hafa afskipti af fólki sem gisti á tjaldsvæðinu á Flúðum um helgina en nokkuð var um ölvun og læti þar. Alls gistu sjö í fangageymslu á Selfossi um helgina. „Á heildina litið gekk helgin vel en það var eitt- hvað um slagsmál og þó nokkuð um ölvunar- og fíkniefnaakstur,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi. Engar tilkynningar hafa borist embættinu vegna kynferðis- brota. Á Ísafirði fór mýrarbolti fram en þar gistu tveir í fangageymslu um helgina. Að sögn varðstjóra var mikið að gera hjá lögreglunni en nokkuð mikið var um ölvun og minniháttar slagsmál. Þá var mikið um hraðakstur á Vestfjörðum en alveg slysalaust. Engar tilkynningar hafa borist vegna kynferðisbrota né líkamsárása. Frá Neskaupstað fengust þær upp- lýsingar að þar hefði verið örlítill erill vegna ölvunar en engar kærur eða slagsmál. Einn aðili gisti í fanga- geymslu vegna slagsmála en hátíðin Neistaflug fór þar fram um helgina. Á Akureyri fór hátíðin Sumarleik- arnir fram en þar gistu tveir fanga- geymslu um helgina. Að sögn varð- stjóra á Akureyri gekk helgin vel og eru engar tilkynningar um kynferðis- brot né líkamsárás á borði lögreglu. Samtals gistu fimmtán manns í fangageymslu í Reykjavík um helgina. Nokkuð var um akstur undir áhrifum áfengis, vímuefna eða án ökuréttinda. Einnig var tilkynnt um eignaspjöll og innbrot í borginni. Fjögur kynferðis- brotamál komu á borð Neyðarmót- töku Landspítalans en þrjú þeirra eiga að hafa verið framin á höfuðborgar- svæðinu. nadine@frettabladid.is Fangageymslur hýstu nær fjörtíu um helgina Víða voru annir hjá lögreglu um nýliðna verslunarmannahelgi. Á Þjóðhátíð í Eyjum voru um 30 fíkniefnamál og mun hafa verið tilkynnt um minnst tvö kyn- ferðisbrotamál þar. Þá var mikið um hraðakstur á Vestfjörðum segir lögregla. Sex óeinkennisklæddir lögreglumenn sinntu fíkniefnamálunum á þjóðhátíð. Fréttablaðið/óSKar P. FriðriKSSON LögregLumáL Þrjár íslenskar konur voru handteknar á sunnudagskvöld eftir að eldur kviknaði í einbýlishúsi í Skólagerði í Kópavogi. Ein kvennanna var í gær úrskurð- uð í gæsluvarðhald vegna gruns um íkveikju en hinar tvær voru látnar lausar. Allt tiltækt slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins var kallað út en greiðlega gekk að slökkva eldinn. Talsverðar skemmdir urðu á húsinu. Allar eru konurnar á þrítugsaldri. Sú sem er í varðhaldi býr í húsinu. Gunnar Hilmarsson aðalvarð- stjóri segir rannsókn málsins vera í fullum gangi. – ngy Í haldi vegna elds í Kópavogi Nígería Fertugur Nígeríumaður hefur verið handtekinn, sakaður um að hafa staðið í stórtæku netsvindli víða um heim. Maðurinn hefur ekki verið nafn- greindur, en hann er talinn hafa stjórnað fjörutíu manna hópi sem sendi tölvupósta í gríð og erg út um allan heim, ýmist með vírusum eða ýmiss konar tilboðum til að veiða fólk í gildru. Mennirnir  eru taldir hafa haft meira en sjö milljarða króna upp úr krafsinu. – gb Nígeríusvindlari handtekinn Gruna íkveikju. Fréttablaðið/StEFÁN Hermenn við Sirte. Fréttablaðið/EPa 2 . á g ú S t 2 0 1 6 Þ r I ð j u D a g u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a b L a ð I ð 0 2 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :4 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 2 0 -1 D 2 0 1 A 2 0 -1 B E 4 1 A 2 0 -1 A A 8 1 A 2 0 -1 9 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.