Fréttablaðið - 02.08.2016, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.08.2016, Blaðsíða 14
Frá degi til dags Nýr tónn Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Jafnaðarmenn vilja eitt samfélag fyrir alla, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, auðlindir í þjóðareign, betra fiskveiðistjórnunarkerfi, menntun fyrir alla, jöfnuð og samábyrgð. Eins og nú er háttað búum við Íslendingar við annan veruleika. Hér gilda ekki sömu reglur fyrir alla, spilling hefur grafið um sig og góðærið er fyrir hina ríku. Undanfarin ár höfum við orðið vitni að auðmanna- dekri og einkavinavæðingu samhliða niðurbroti mikilvægra samfélagsstoða og velferðargilda sem sem gengnar kynslóðir strituðu við að byggja upp til að skapa hér gott samfélag. Fátæktin sem við töldum okkur hafa útrýmt um miðbik síðustu aldar hefur aftur lætt sér inn í samfélag okkar eins og lúsin. Nú búa um 9 þúsund börn á heimilum undir lágtekjumörkum. Ungt fólk er fast í fátæktargildru á leigumarkaði og fátækt aldraðra hefur aukist. Fólk flytur frá landinu og skuldugur almenningur berst í bökkum. Þó fljóta milljarðarnir yfir barma ríkis- sjóðs. Sjávarútvegur og ferðaþjónusta mala gull og hafa aldrei staðið betur. Í góðæri mundu siðuð stjórnvöld jafna lífskjör og gefa öllum tækifæri til menntunar. Þess í stað er búið í haginn fyrir auðmenn en tækifærum hinna efnaminni fækkað. Verið er að skerða aðgengi fólks að námi. Velferðarkerfið er í miklum vanda og engin menntastefna sjáanleg. Nú væri lag að koma á gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu til að leysa sjúklinga undan óheyrilegum heilbrigðiskostnaði. En hægt og bítandi er verið að ýta fólki inn í einkarekin heilbrigðis- og menntakerfi með því að fjársvelta svo hið opinbera kerfi að það rís ekki undir hlutverki sínu. Nú væri lag að beita jöfnunaraðgerðum í skattkerfinu, fjölga skattþrepum og lyfta skattleysismörkum í stað þess að lækka skatta á auðmenn og hlífa stórgróðaatvinnu- vegum við eðlilegri gjaldtöku. Nú mætti rétta við og jafna stöðu byggðanna í landinu með byggðatengdum skatta- ívilnunum, grænum greiðslum, góðum samgöngum og öflugum nettengingum. Þess í stað liggur vegakerfið undir skemmdum. Nú væri lag að koma á heilbrigðum leikreglum í sjávarútvegi og afnema hið óréttláta kvóta- kerfi. Það skiptir máli hverjir stjórna. Þess vegna er lífsspurs- mál fyrir samfélag okkar að koma nýjum stjórnvöldum að í næstu kosningum. Stjórnarstefna skiptir máli Fátæktin sem við töldum okkur hafa útrýmt um miðbik síðustu aldar hefur aftur lætt sér inn í samfélag okkar eins og lúsin. Allt sem þú þar ... Gallup, apríl–júní 2016. íbúa á höfuðborgarsvæðinu á aldursbilinu 12–80 ára lesa Fréttablaðið daglega.* 57,4% Sá öldi myndi fara langt með að fylla sæti Laugardalsvallar tíu sinnum. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir alþingismaður heill forseta vorum Hr. Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti lýðveldisins Íslands. Var hann settur í embætti í gær í húsakynnum Alþingis. Í ræðu sinni af því tilefni talaði nýr forseti um mikilvægi þess að enginn hér á landi líði skort. Einnig lagði forseti þunga áherslu á að fjölmenning á Íslandi væri af hinu góða og ættum við eftir fremsta megni að leyfa fjölbreytninni að blómstra. Íslendingar væru ekki eins einsleitur hópur og hér áður fyrr. Einstaklingar legðu sitt af mörkum fyrir samfélagið hver svo sem bakgrunnur þeirra væri. Það er gott að fá forseta sem hugar að fjölmenningunni. í takt við tímann? En það er merkilegt að árið 2016 skuli vera kominn fyrsti forseti lýðveldisins sem fæddur er á lýð- veldistímanum. Það er kannski ágætis merki þess hversu ung þjóð við í raun erum. Fyrrver- andi forsetar fæddust allir undir danskri krúnu. Síðan má spyrja sig hvort þetta embætti sé ekki í raun óþarft með öllu. Hægt er með auðveldum hætti að ákveða hlutfall kosningabærra manna til að kalla fram þjóðaratkvæða- greiðslur og forseti Alþingis getur haldið kokteilboð fyrir erlenda þjóðhöfðingja á meðan. Íslensk þjóð var forsetalaus frá miðnætti í gær þar til Guðni var settur í embættið án stóráfalla. sveinn@frettabladid.is Ræða Guðna Th. Jóhannessonar, nýs for-seta lýðveldisins, við embættistökuna í gær gefur góð fyrirheit um framtíðina. Með nýjum forseta fylgir tónn samstöðu og bjartsýni í íslensku samfélagi.Á miðnætti 31. júlí lét Ólafur Ragnar Grímsson af embætti forseta Íslands eftir tuttugu ára þjónustu við fólkið í landinu. Í gær var svo Guðni Th. Jóhannesson, sjötti forseti lýðveldisins, formlega settur í embætti. Í ræðunni var rauður þráður bjart- sýni og samstöðu. Forsetinn fór líka yfir þau mál sem eru honum hugleikin. Hann sagði að góða heil- brigðis þjónustu mætti gera enn betri og tryggja að landsmenn nytu hennar jafnt, óháð búsetu eða efna- hag. Stjórnarskráin á að veita landsmönnum trygg- ingu fyrir því að þeir fái notið þessara réttinda en það er mikilvægt að forsetinn haldi því á lofti. Nýr forseti sagði að enn væri verk að vinna í baráttu fyrir jafnrétti kynjanna og innan menntakerfisins ættu allir að geta fundið sér farveg og nám við hæfi, án þess að fjár- hagur hamlaði för. Fjölmenning og alþjóðleg tengsl komu líka við sögu. „Gleymum ekki fjölmenningu landnámsaldar og þeim nánu tengslum við útlönd sem lögðu grunn að afrekum á sviði bókmennta og verklegum framförum síðar meir.“ Í ræðu sinni minntist forsetinn á mikilvægi sam- stöðu meðal þjóðarinnar. „Eitt gildir þó um allar þjóðir, þá íslensku sem aðrar: Það sem sameinar þær verður að vega þyngra en það sem sundrar. Og hér hefur þjóðhöfðinginn hlutverki að gegna. Forseta ber að stuðla að einingu frekar, bera virðingu fyrir skoðunum annarra, varast að setja sig á háan hest,“ sagði forsetinn. Hann sagði að ólík sjónarmið yrðu að heyrast og málefnalegur ágreiningur væri til vitnis um þroskað og siðað samfélag. Nýr forseti tekur við góðu búi enda er hann að taka við keflinu af yfirburðamanni. Þótt Guðni Th. Jóhannes son sé sinn eigin maður og muni setja sinn svip á embættið þarf ekki að velkjast í neinum vafa um að hann getur lært margt af Ólafi Ragnari Grímssyni. Ekki síst þegar kemur að því að treysta eigin dóm- greind og innsæi og hafa nægilega mikið sjálfstraust til að taka umdeildar og erfiðar ákvarðanir þegar þess er þörf. Guðni sagði líka í ræðu sinni í gær að hann myndi þiggja ráð og leiðsögn og vænta góðs af sam- starfi við forvera sína í embætti, þau Vigdísi Finnboga- dóttur og Ólaf Ragnar. Í Vigdísi og Ólafi Ragnari hefur Guðni góðar fyrirmyndir og í verkum þeirra má finna mikilvægan vegvísi fyrir hann í embættinu þótt hann þurfi að finna sinn eigin takt og fylgja honum. Það var viðeigandi fyrir boðskapinn í ræðu nýs for- seta að hann skyldi vitna í texta Þorsteins Valdimars- sonar sem Spilverk þjóðanna gerði ódauðlegan: „Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir, ein lítil býfluga afsannar það: Guð hjálpar þeim sem hjálpast að.“ Því það er rótgróið í samfélagsvitundina alveg síðan á þjóðveldisöld að Íslendingar styðja hverjir aðra og enginn er skilinn eftir útundan í íslensku samfélagi. Við gleymum ekki okkar minnsta bróður og þegar við hjálpumst að og vinnum saman eru okkur allir vegir færir. 2 . á g ú s t 2 0 1 6 Þ R I Ð J U D A g U R14 s k o Ð U n ∙ F R É t t A B L A Ð I Ð SKOÐUN 0 2 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :4 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 2 0 -2 7 0 0 1 A 2 0 -2 5 C 4 1 A 2 0 -2 4 8 8 1 A 2 0 -2 3 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.