Fréttablaðið - 02.08.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.08.2016, Blaðsíða 6
Stjórn Vina Vatnajökuls auglýsir eftir umsóknum um styrki. Vinir Vatnajökuls eru hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs. Samtökin styrkja rannsóknir, kynninga- og fræðslustarf sem stuðlar að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs. Umsóknarfrestur stendur frá 1. ágúst til 30. september 2016. Sjá nánari upplýsingar á vefsíðu samtakanna www.vinirvatnajökuls.is. Fjarskipti Sjómenn Samherja eru ósáttir við fyrirkomulag greiðslna sinna til fyrirtækisins vegna fjar- skiptakostnaðar þegar þeir eru á hafi úti. Á launaseðlum sjómannanna er settur upp kostnaður við fjarskipti án þess að þeir fái að sjá sundur- liðun notkunar sinnar. Fyrirtækið hefur neitað að svara fyrirspurn Fréttablaðsins hvernig þessum málum er háttað. Sjómenn Samherja greiða fyrir þann kostnað sem hlýst af fjarskipt- um þeirra meðan þeir eru á hafi úti. Bæði símasamband við fastalandið sem og internettengingu greiða sjó- menn sjálfir. Voru menn að greiða upp undir fjörutíu þúsund krónur í einum túr fyrir síma og net. Það sem þeir eru hins vegar ósáttir við er að þeir fá ekki að sjá sundurliðun á notkun sinni. Samherji rukkar fyrir afnotin með því að taka af launum sjómanna við útborgun. Valmundur Valmundsson, for- maður Sjómannasambands Íslands, segir sambandið hafa farið í herferð í fyrra einmitt vegna fjarskiptakostn- aðar sjómanna á hafi úti. „Sumstaðar var það þannig að kostnaði við fjarskipti skipsins var bara deilt á áhöfnina og allir greiddu sama verðið óháð því hversu mikið sjómaður nýtti sér þjónustuna. Búið er að taka fyrir svoleiðis og þetta ætti að vera komið í lag á flestum stöðum,“ segir Valmundur. „Við viljum auð- vitað og það á að vera þannig að sjó- menn eiga að geta séð notkun sína.“ Valmundur segir sum fyrirtæki hafa þann háttinn á að veita sjó- mönnum sínum þessa þjónustu þeim að kostnaðarlausu. Fréttablaðið sendi Samherja fyrir- spurn um hvernig sjómenn greiði fyrir fjarskipti sín meðan þeir eru á hafi úti, hvort þeir geti fengið að sjá útskrift af notkun sinni með launaseðlum sínum og af hvaða fjarskiptafyrirtæki Sam- herji keypti þjónustu sína. Anna María Kristinsdóttir, starfs- mannastjóri Samherja, svaraði fyrir hönd fyrirtækisins á þá leið að þessar upplýsingar væru milli fyrirtækisins og starfsmanna og því myndi Samherji ekki gefa Frétta- blaðinu umbeðnar upplýsingar. sveinn@frettabladid.is Borga net og síma en fá ekki að vita notkunina Sjómenn Samherja segjast ekki fá sundurliðun á notkun sinni á neti og síma sem fyrirtækið dregur af launum. Samherji neitar að svara fyrirspurn Frétta- blaðsins. Formaður Sjómannasambandsins segir þetta þurfa að liggja fyrir. Uppreisnar gyðinga minnst í Varsjá Þess var minnst í Varsjá í gær að 72 ár voru liðin frá því uppreisnin í gyðingahverfinu þar hófst. Hópur ungra liðsmenn í hreyfingu sem kallar sig Róttæka þjóðernishópinn gekk um með blys. Samnefnd hreyfing starfaði í Póllandi á fjórða áratugnum og stundaði þá ofsóknir á hendur gyðingum. Fréttablaðið/EPa togari Samherja við festar í akureyrarhöfn. Fréttablaðið/Sveinn sýrland Uppreisnarmenn í Sýr- landi skutu í gær niður rússneska herþyrlu af gerðinni Mi-8 skammt suður af borginni Aleppo. Um borð voru fimm manns, sem allir fórust. Rússar segja að þyrlan hafi verið nýbúin að koma hjálpargögnum til íbúa í Aleppo. Birst hafa myndir af uppreisnarmönnum, þar sem þeir sjást draga klæðlaust lík eftir jörð- inni í grennd við flak þyrlunnar. Í austurhluta borgarinnar, sem uppreisnarmenn hafa á sínu valdi,  búa enn um 250 þúsund almennir borgarar. Þeir eru þar einangraðir vegna umsáturs stjórn- arhersins, sem reglulega varpar sprengjum á borgina og hefur meðal annars eyðilagt þar öll sjúkrahús. Rússar hafa aðstoðað stjórnarher- inn með loftárásum á borgina. Reynt hefur verið að fá stjórnarherinn og Rússa til að halda opnum leiðum frá borginni svo almennir borgarar geti komist þaðan, en hörðum loftá- rásum hefur ekki linnt. – gb Rússnesk þyrla skotin niður suður af Aleppo Ban darí ki n Bandaríski öld- ungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur ekki dregið til baka stuðning sinn við Donald Trump, en fordæmir engu að síður orð Trumps í garð bandarískra múslimahjóna sem stigu á svið á landsþingi Demó- krataflokksins í síðustu viku. McCain, sem sjálfur var forseta- efni repúblikana árið 2008, segir að þótt flokkurinn hafi gert Trump að forsetaefni sínu þá veiti það honum ekki heimild til þess að niðra góðu fólki. „Ég tel mig ekkert siðferðilega yfir Trump hafinn,” sagði McCain. „En ég skora á forsetaefnið að sýna gott fordæmi um það sem land okkar getur og á að standa fyrir.” Hjónin komu fram á landsþing- inu til að minnast sonar síns, sem var í Bandaríkjaher og féll í Íraks- stríðinu. – gb Fordæmir Trump en styður hann samt áfram John McCain öldungadeildarþing- maður. Fréttablaðið/EPa Flak rússnesku þyrlunnar skammt frá aleppo. Fréttablaðið/EPa tyrkland Tyrknesk stjórnvöld segja að ekkert verði úr samkomulagi við Evrópusambandið um flótta- fólk nema ESB standi við loforð sitt um að leyfa Tyrkjum að komast til ESB-landa án vegabréfsá- ritunar. Þetta verði að gerast í október í síðasta lagi, að því er Mevlüt Cavus oglu utanríkisráðherra fullyrðir. Sigmar Gabriel, leið- togi þýska Sósíal- demókrata- f l o k k s i n s , segir að ESB megi undir e n g u m kringumstæðum láta Tyrki kúga sig til að gefa eftir. Jean-Claude Juncker, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, segir að Tyrkir verði fyrst að uppfylla þau skilyrði, sem sett voru fyrir því að aflétta vegabréfs áritunarkröfunni af Tyrkjum. Ein af þessum kröfum var sú, að málfrelsi verði virt í Tyrklandi. – gb Tyrkir kúgi ekki ESB recep tayyip Erdogan tyrklands- forseti. Frétta- blaðið/EPa Birst hafa myndir þar sem klæðlaust lík er dregið um nálægt flaki rússnesku þyrlunnar. 2 . á g ú s t 2 0 1 6 Þ r i Ð j U d a g U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a Ð i Ð 0 2 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :4 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 2 0 -4 4 A 0 1 A 2 0 -4 3 6 4 1 A 2 0 -4 2 2 8 1 A 2 0 -4 0 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.