Fréttablaðið - 26.09.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.09.2016, Blaðsíða 4
Beltone Legend™ Enn snjallara heyrnartæki Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu.Bel to ne L eg en d ge ng ur m eð iP ho ne 6 s o g el dr i g er ðu m , i Pa d Ai r, iP ad (4 . k yn sl óð ), iP ad m in i m eð R et in a, iP ad m in i og iP od to uc h (5 . k yn sl óð ) m eð iO S eð a ný rr a st ýr ik er . A pp le , i Ph on e, iP ad o g iP od to uc h er u vö ru m er ki se m ti lh ey ra Ap pl e In c, sk rá ð í B an da rík ju nu m o g öð ru m lö nd um . Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN Landbúnaður „Það er bara verið að kippa undan manni fótunum og við getum ekkert gert í þessu,“ segir Ragnheiður G. Kolbeins, bóndi á Brautarholti. Greint var frá því á föstudag að riðuveiki hefði komið upp á bænum Brautarholti í Skagafirði. Þetta er í annað skipti sem ábú- endur á jörðinni lenda í þessum áföllum, síðast árið 1987. Á síðustu tíu árum hafa þret- tán staðfest riðutilfelli komið upp á landinu. Flest hafa þau komið upp í Skagafirði en einnig á Suður landi og í Húnaþingi vestra. Riðutilfellið nú á Brautarholti er fjórða tilfellið á síðasta ári sem hefur komið upp á Norðurlandi vestra en fyrir þann tíma hafði ekki greinst riða á svæðinu síðan 2010. Ragnheiður hafði grun um að ein fjögurra vetra ær hjá sér væri með riðu og hafði samband við héraðsdýralækni. Tilfellið var staðfest og því þarf að drepa allt það fé sem er á bænum; rétt tæp- lega þrjú hundruð ær auk lamba úr sauðburði vorsins. „Einnig þurfum við að taka allt timbur úr útihúsum og brenna það auk þess að jarðvegsskipta á stóru svæði utan við fjárhúsin. Svo þarf að bíða í tvö ár,“ segir Ragn- heiður. „Þetta er áfall, og í annað skiptið sem við þurfum að ganga í gegnum þessar hörmungar. Bætur sem við fáum munu aldrei ná upp í allan þann kostnað sem af hlýst. Það er bara verið að rífa frá okkur lifibrauðið.“ Nokkur svæði á landinu eru riðulaus og hefur riða aldrei greinst á þeim svæðum. Til að mynda á Ströndum, á Snæfells- nesi, í Öræfum og Þistilfirði. Takast á við riðutilfelli aftur Ragnheiður G. Kolbeins, bóndi á Brautarholti í Skagafirði, þarf að skera allt sitt fé í annað sinn eftir að riða greindist í fjögurra vetra kind á búinu. Hún segir verið að taka af henni lifibrauðið en lítið fáist í bætur. Hvað er riðuveiki? Riðuveiki er arfbundinn smitsjúkdómur í sauðfé og geitum, langvinnur og ólæknandi. Hún veldur svampkenndum hrörnunarskemmdum í heila og mænu. Flestar kindur, sem veikjast eru 1½-5 ára. Smitefnið er hvorki bakt- ería né veira heldur prótein sem hefur breytt lögun og við það orðið sjúklegt og fádæma lífseigt, þolir langa suðu og flest sótthreinsiefni nema klór. Veikin er lengi að búa um sig áður en hún uppgötvast á nýjum stað. Miklu varðar að finna hana sem fyrst. Þekking á fjárbúskap hefur minnkað, sömu- leiðis virðing fyrir reglum. Ný fljótvirk aðferð við greiningu veikinnar er fram komin og sett upp á Keldum. Hún er nákvæm en dýr, en finnur riðu fyrr en eldri aðferðir og vekur vonir. Heimild: Matvælastofnun. ✿ riðutilfelli sem komið hafa á árunum 2006-2016 Flóahreppur Gerðar 2006 Syðri-Völlur 2006 Hurðarbak 2010 Hrunamannahreppur Hrafnkelsstaðir 2007 Húnaþing vestra Kambhóll 2007 Neðra-Vatnshorn 2015 Dalvíkurbyggð Dæli 2009 Skagafjörður Vallanes 2007 Álftagerði 2008 Dæli 2009 Valagerði 2015 Víðiholt 2015 Brautarholt 2016 Varnar girðingar og bann við flutningi sauðfjár og heyja hafa komið í veg fyrir að riða berist á þau svæði. Ragnheiður segir skorta vitn- eskju um sjúkdóminn. „Það kom upp riða á mörgum bæjum hér um miðjan níunda áratuginn og svo virðist sem þetta sé að blossa upp núna. Á sama tíma virðist skorta á þekkinguna, hvað það er sem nákvæmlega veldur þessu,“ segir Ragnheiður. sveinn@frettabladid.is ferðaþjónusta Skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss hefur heimilað að mikil uppbygging sem áætluð er við Skíðaskálann í Hveradölum fari áfram í lögboðið ferli. Fram kemur í fundargerð nefnd- arinnar að byggt verði allt að 210 herbergja hótel og að gert verði 8.500 fermetra baðlón í botni Stóradals ásamt baðhúsi sem verður sambyggt hótelinu. „Fyrirhugað er að nýta heitt affallsvatn sem fellur frá Hellis- heiðarvirkjun sem er skiljuvatn eða úrgangsvatn sem verður endur nýtt fyrir starfsemina,“ segir um baðlónið. Þá er sagt fyrirhugað að setja upp skíðalyftu á sama svæði og gamla lyftan var á í Hveradölum og byggja aðstöðuhús við skíðabrekk- una. Byggja eigi gróðurhús sunnan við skíðaaðstöðuna. „Gróðurhús eða þjónustuhús gæti verið um 1.000 fermetrar með fjölbreytni í ræktunarmöguleikum og verslun og veitingar.“ Áætlað er að aðalbygging hótels- ins verði þrjár hæðir með um 180 herbergjum og síðan verði annað hús með um 30 herbergjum. „Nánast öll uppbyggingin er á röskuðu svæði sem hefur verið útivistarsvæði,“ segir skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss. – gar Hótel, baðlón, skíðalyfta og gróðurhús í Hveradölum Skíðaskálinn er sagður áfram verða „sjálfstæð eining í endurbættri mynd“. Fréttablaðið/Pjetur utanríkismáL Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra gerði menntun og baráttuna fyrir bættu stjórnarfari og virðingu fyrir réttarríkinu að megin- efni ræðu sinnar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York á laugardaginn. Hún gerði fólksflutn- inga að umtalsefni og sagði að lang- tímamarkmið alþjóðasamfélagsins yrði að vera að breyta átökum í frið og skapa efnahagsleg tækifæri þar sem engin væru fyrir. – jhh Lagði áherslu á réttarríkið bretLand „Við erum með fimm millj- ónir viðskiptavina í hverri viku. Á meðan búa 300.000 manns á Íslandi,“ sagði Malcolm Walker, eigandi Iceland Food, í viðtali við Daily Mail um helg- ina. Walker segir enn fremur að Iceland eigi meiri rétt á því að nota nafnið en Ísland. „Þetta mál kemur alltaf upp á nokkurra ára fresti og það er algjör brandari. Ég held að það séu kosningar á næsta leiti hjá þeim. Þetta er einhvers konar almannatengslabrella,“ sagði Walker einnig. Fréttablaðið greindi frá því fyrir helgi að Íslandsstofa, utanríkisráðu- neytið og Samtök atvinnulífsins í samstarfi við Árnason faktor skoði möguleikann á að leggja fram kröfu um ógildingu á skráningu vörumerkis verslanakeðjunnar í ríkjum innan Evr- ópusambandsins. – þea Segist eiga meiri rétt á nafninu lilja alfreðsdóttir utanríkisráðherra Malcolm Walker, eigandi iceland. 210 herbergja hótel gæti risið við Skíðaskálann í Hveradölum. 2 6 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 m á n u d a G u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 2 6 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A A E -2 9 D 0 1 A A E -2 8 9 4 1 A A E -2 7 5 8 1 A A E -2 6 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.