Fréttablaðið - 26.09.2016, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 26.09.2016, Blaðsíða 11
Kæli- og frystiskápur „VitaFresh“-skúffur. „NoFrost“-tækni. Lyktarsía. H x b x d: 186 x 60 x 66 sm. Fullt verð: 159.900 kr. Tækifærisverð (hvítur): KGN 36XW35 127.900 kr. A Ryksuga Orkuflokkur B. Útblástur A. Parkett og flísar, flokkur D. Teppi, flokkur E. Fullt verð: 19.900 kr. Tækifærisverð: VS 06B120 15.900 kr. Tækifæri Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Hvað á að segja um vand-ræðaganginn sem ríkir í ferðaþjónustunni? Minnir hann ekki á söguna af fátæku hjónunum sem alls óvænt stóð til boða að fá þrjár óskir uppfylltar? Og konan, sem var svöng, óskaði sér bjúga. Við það trylltist bóndinn og í hefndarskyni óskaði hann að bjúgað hoppaði upp á nefið á konunni. Og honum varð að ósk sinni. Þá var aðeins ein ósk eftir og auðmjúk fóru þau fram á að bjúgað hyrfi af nefi kerlingar. Í sárabætur skulum við gera ráð fyrir að þau hafi fengið að éta bjúgað sem eftir stóð. Handarbakavinnan, vindhöggin og vandræðagangurinn sem ríkir í ferðamálum okkar er með hreinum ólíkindum. Staðan er þessi: vel á aðra milljón erlendra ferðamanna steypast yfir landið þessi misserin og viðbúnaður af hálfu hins opin- bera er enginn. Ég tel ekki með þegar ráðherra málaflokksins smíðaði apparat utan um flokks- gæðing á ofurlaunum sem ungaði út einni tillögu: að einkavæða náðhús hringinn í kringum landið. En vega- kerfið, til að mynda, sem á að flytja allt þetta fólk út í dásemdina er með öllu vanbúið, enda deyja erlendir ferðamenn hér eins og flugur, eða öllu heldur eins og farfuglarnir sem umferðin straujar yfir um hásumar- tímann. Þjónustugeirinn er sá eini sem þekkir sinn vitjunartíma, lunda- búðir leggja undir sig miðbæinn, veitingastaðir og barir – og hótel. Rándýrar hótelbyggingar þjóta upp eins og gorkúlur – og munu standa eftir eins og fallnir kúalubbar þegar ferðamannabylgjan hefur fjarað út – því það mun hún gera fyrr eða síðar. Ríkið aftur á móti situr uppi með smáaura í skatttekjur. Ísland hefur breyst í skemmtistað Blasir ekki við að Ísland er þjóð- garður? Innkomugjald á að inn- heimta með líkum hætti og flug- vallarskatt. „Já, en það fælir frá,“ segja ferðaskrifstofurnar, „við erum í samkeppni.“ Og hvað með það, við þurfum einmitt að fækka ferða- mönnum, talsvert. Það er ekki hægt að hleypa inn á skemmtistað löngu eftir að hann er orðinn fullur og Ísland hefur breyst í skemmtistað. En hvernig stendur á að okkur er svo fyrirmunað að njóta góðs af gæftum þessa lands? Einhver auðugustu fiskimið í heimi eru notuð til þess að rústa sjávarpláss- unum og arðurinn settur í troðna og skekna vasa örfárra sem þurfa háþróuð fjármálavísindi til að koma honum fyrir, helst í skatta- skjólum. Raforka fallvatnanna er boðin erlendum álrisum sem með gabbhreyfingu koma ofurgróð- anum í til þess gerð dótturfélög … Hvernig má þetta vera? Getur verið að svarið sé að við vorum nýlenda í sjö aldir? Við höfum ekki verið sjálfstæð nema í örfá ár. Enn er á meðal okkar fólk sem fæddist árið sem við urðum sjálfstæð, 1918. Við erum byrjendur. Aftur á móti höfum við margra alda reynslu í því að láta traðka á okkur. Og ef við missum hina útlendu herra komum við okkur upp innlendum. Hvað heitir á máli sálfræðinnar þegar menn hafa nautn af því að vera kvaldir? Masókismi? Eða jafn- vel sadó-masókismi, þegar kvala- losti og sjálfspíslarhvöt fara saman. Góðir landsmenn, er ekki mál að rísa upp af gólfinu? Vandræðagangur Pétur Gunnarsson rithöfundur Það er ekki hægt að hleypa inn á skemmtistað löngu eftir að hann er orðinn fullur og Ísland hefur breyst í skemmtistað. Það er einhver búð í Eng-landi sem kallar sig Ice land og vill banna íslenskum stjórnvöldum að nota þetta „vöru- merki“ í markaðssetningu á ferða- lögum til landsins. „Hjá okkur versla milljónir, þeir eru bara 300.000!“ segja þeir drembilega eins og réttlætið sé spursmál um mannafla. Okkur er að sjálfsögðu öllum ákaflega misboðið yfir þessu. Eiginlega er það sambærilegt við að staðarhaldarar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði reyndu að setja lögbann á að samnefnd borg í Skotlandi fái að nota nafnið til að kynna menn- ingarhátíðina sína. Ekki í mínu nafni Kaupmangara-frekja. Stórþjóðar- þótti. Manni verður heitt í hamsi við það eitt að leiða hugann að þessu. Um svipað leyti hafa orðið æ rúmfrekari í þjóðfélagsumræðunni nokkrir einstaklingar sem kenna sig við íslenska þjóðfylkingu og láta sem þeir tali í nafni lands og þjóðar – okkar hinna – Íslendinga – þegar þeir boða andúð á innflytj- endum. Þessir einstaklingar finn- ast mér eiga ámóta mikið tilkall til þess að tala í nafni lands og þjóðar og ensku kaupahéðnarnir að nota einir enskt nafn landsins okkar. Mér finnst það óþægilegt sem Íslendingi að þeir skuli gera það. Þessir einstaklingar hafa að minnsta kosti ekkert umboð frá mér og mig langar að mælast til þess að þeir kenni sig ekki við þjóðina mína þegar þeir eru að viðra ótta sinn og hégiljur. Fulltrúi þeirra var í sjónvarpsumræðum á dögunum – einn af foringjum flokkanna sem bjóða nú fram til alþingis, og stóð þarna eins og hann væri húsum hæfur. Hann hélt því fram að lögreglan vogi sér ekki inn í viss hverfi í Svíþjóð og að þar gildi sjaría lög. Þetta er rangt, svipað fleipur og Donald Trump hefur farið með um London. (Annað mál er að fólki fylgir alltaf vesen og alls konar úrlausnar- efni, og í vissum hverfum í Svíþjóð, eins og um allan heim, hafa að sjálf- sögðu orðið til samfélög innflytj- enda, með kostum og ókostum sem slíku fylgja og þar hafa glæpagengi verið til vandræða og herjað á íbúa; siðir frá gamla landinu rekast á siði í nýja landinu, gamlar trúargrillur og hugmynda-usli skapar uppnám og sumir jafnvel móttækilegir fyrir hatursboðskap af svipuðu tagi og þjóðfylkingarmenn hér aðhyllast.) En þarna stóð sem sé þessi maður og hélt þessum firrum fram um hverfin í Svíþjóð – hafði heyrt þetta einhvers staðar – mundi samt ekki alveg hvernig þetta var nákvæmlega, sem ekki var von því að hann fór með fleipur. Vissi bara að hann er á móti „þeim“. Kannski tímanna tákn að slíkur maður komi að borðinu í íslenskum stjórnmála- umræðum – það gat ekki gengið endalaust að við hér gætum státað okkur af langvinnu gengisleysi rasista, eins og hefur verið fram til þessa í þessu tiltölulega frjálslynda og víðsýna samfélagi sem hér er. Hann stóð þarna sem fulltrúi þeirra sjónarmiða að ekki eigi að rétta öðru fólki hjálparhönd – ekki eigi að sýna öðru fólki umburðar- lyndi; ekki eigi að gefa öðru fólki tækifæri til að sýna sig og sanna heldur eigi að dæma fólk fyrirfram út af uppruna, klæðaburði, útliti, fasi. Fulltrúi þeirra sjónarmiða að sumt fólk eigi ekki að njóta mannréttinda; rétt sé að mismuna fólki á grundvelli uppruna, útlits og klæðaburðar. Fulltrúi þeirra sjónarmiða að samfélagið skiptist skýrt í „okkur“ og „hin“ og að „við“ séum betri en „þau“. Fulltrúi þeirra sjónarmiða að það „verði að taka umræðuna“ um það hvort annað fólk eigi skilið að lifa og starfa og anda eða hvort slíkt eigi bara að vera fyrir „okkur“. Fulltrúi þeirra sjónarmiða að mismunun sé æski- leg, óréttlæti sé nauðsyn. Og heldur þessu öllu fram – leynt og ljóst – sem einhvers konar full- trúi Íslendinga. Mætti ég fara fram á að hann, og skoðanasystkini hans, hætti því? Íslendingar eru ekki gömul þjóð; af þjóðum að vera eru þeir eins og hálfgerð Surtsey, verða til á tíundu öld eftir Krist. Og hafa skráð tilveru sína hjá sér næstum jafnharðan, alveg frá Landnámu og Íslendinga- bók. Á sínum tíma byggðist landið frá Noregi, Orkneyjum – og Írlandi. Það sýna genarannsóknir. Og víðar Umboðslaust mannhatur að – og í slíku fámenni munar vita- skuld um hvern og einn sem er „nýr og öðruvísi“. Strax við landnám verður til pottur hér, fólk af ýmsum uppruna sem býr hér saman við misjafna sátt og samlyndi – en þetta var frjó menning á meðan hún naut reglulegra siglinga. Íslensk menn- ing er í eðli sínu fjölmenning. Þetta er eymenning og verður til úr því svolítið tilviljanakennda safni sem hingað skolar á strendur. Íslands- sagan sýnir það að íslensk menn- ing nær alltaf mestum blóma þegar landið er sem opnast og siglingar eru sem greiðastar, hvort sem við- skiptin voru við Hamborgarkaup- menn eða Englendinga. Um leið og landið lokast trénast líka menning- in og hún er eins og geymd í pækli í nokkur hundruð ár, allt þar til landið tekur á ný að opnast undir lok 19. aldar. En Íslendingar eru ágætir. Sum þjóðareinkenni skemmtileg, sumt í arfinum stórmerkilegt, annað heimóttarlegur búraskapur. Eins og gengur. Við eigum okkar skömm, þar sem eru Spánverjavígin á 16. öld og framkoman við gyðinga á flótta undan nasistum á 20. öld. En við eigum líka margar sögur um skipbrotsmenn sem nutu aðhlynn- ingar á íslenskum sveitabæjum og var hjúkrað á ný til lífs af íslensku alþýðufólki. Spurningin er bara hvorum arf- inum við viljum halda á lofti. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í dag Eiginlega er það sambæri- legt við að staðarhaldarar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði reyndu að setja lögbann á að samnefnd borg í Skotlandi fái að nota nafnið til að kynna menningarhátíðina sína. NÝTT OG BETRA APP Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu blaðið í símanum eða spjaldtölvunni hvar og hvenær sem er. Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 11M Á n u d a g u R 2 6 . s e p T e M B e R 2 0 1 6 2 6 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A A E -3 D 9 0 1 A A E -3 C 5 4 1 A A E -3 B 1 8 1 A A E -3 9 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.