Fréttablaðið - 26.09.2016, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.09.2016, Blaðsíða 18
„Þetta starf hófst fyrir nokkrum árum þegar kona setti saman söng- hóp til að syngja með vistfólkinu á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Ási. Þegar hún veiktist tók ég við og útvíkkaði hugmyndina dálítið,“ segir Örn Guðmundsson, fyrrver- andi formaður Hveragerðisdeild- ar Rauða krossins, sem nú syng- ur með sönghópi heimsóknarvina. „Ég fékk Bassa, Björn Þórarins- son sem var í Mánum og er tón- listar kennari hér í Hveragerði, til að vera söngstjórinn okkar og spila með okkur. Hann er burðarásinn í þessu,“ segir Örn en sönghópurinn kemur saman hálfsmánaðarlega til að syngja með og fyrir vistmenn. „Bassi er liðtækur á öll hljóðfæri og spilar oftast á harmóníku eða píanó, svo hefur dóttir hans stund- um spilað með okkur á fiðlu.“ Sönghópurinn er blandaður konum og körlum á öllum aldri, sá elsti 93 ára. „Við æfum ekki neitt enda margir úr kórnum líka í kór eldri borgara í bænum. Við syngj- um einradda og hver með sínu nefi,“ segir Örn glettinn en helst verða gömul íslensk lög fyrir val- inu. Örn segir sönghópinn ávallt fá góðar móttökur. „Fólk hefur mjög gaman af þessu, sumir syngja með, aðrir hlusta. Þetta gefur okkur líka mikla ánægju.“ Gefur okkur mikið Hjá Hveragerðisdeild Rauða krossins er starfræktur sönghópur heimsóknavina sem mætir reglulega á hjúkrunar- og dvalarheimili í bænum til að syngja fyrir og með íbúum og sjúklingum. Vestmannaeyjadeild Rauða kross- ins ásamt grunnskóla og bókasafni bæjarins hófu í upphafi árs átak- ið Heimanámsaðstoð í bókasafni. Verkefnið er aðallega ætlað þeim grunnskólabörnum sem eru af er- lendum uppruna og eiga erfitt með íslenskuna að sögn Geirs Jóns Þór- issonar, formanns Vestmannaeyja- deildar Rauða krossins. Hugmyndina að verkefninu má rekja til þess að Rauði kross Ís- lands hóf verkefnið Hvar þreng- ir að? fyrir nokkrum árum. Segir hann félaga sína í deildinni í Eyjum hafa kannað hvernig slíkt verkefni gæti komið sér best í Eyjum. „Við áttum m.a. samtal við forráðamenn grunnskóla Vest- mannaeyja og forstöðumann bóka- safns Vestmannaeyja. Í þeim sam- tölum kom fram að grunnskóla- börn af erlendum uppruna ættu mjög erfitt með íslenskuna. Var því ákveðið að þessir þrír aðilar tækju upp samstarf í að leiðbeina þessum börnum með lestur og fleira eftir atvikum. Verkefnið fór af stað í byrjun ársins og er þess- um börnum boðið að koma þrisvar í viku í rúma klukkustund í senn á bókasafnið.“ Að sögn Geirs Jóns fer aðstoð- in þannig fram að sjálfboðalið- ar setjast með hverjum og einum og fara yfir texta úr þeim bókum sem börnin eru að nota í skólanum. ,,Við látum þau lesa yfir textann, oftast tvisvar sinnum, en stundum les sjálfboðaliði einnig yfir text- ann til að auðvelda nemandanum hljóðfall íslenskunnar. Reynt er að hafa textann ekki of langan svo að viðkomandi missi ekki einbeit- inguna.“ Viðtökurnar hafa verið mjög góðar að hans sögn. ,,Það ánægju- lega hefur gerst að foreldrar flestra barnanna koma með þeim og taka þátt líka. Hefur það reynst afar jákvætt. Síðan höfum við eftir lesturinn farið í leiki sem byggja á íslenskum orðum og fáum við þá fleiri tækifæri til að útskýra fyrir þeim þýðingu þeirra og merk- ingu.“ Og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. ,,Það hefur komið í ljós að þau börn sem hafa nýtt sér þessa aðstoð hafa verið að koma betur út í íslenskunni í sínum bekk. Við höfum fengið afar já- kvæð viðbrögð kennara og for- eldra. Við finnum ekki annað en að börnin séu mjög sátt enda hjálpar þetta þeim enn betur að ná tökum á íslenskunni og gerir þeim kleift að ná betri samskiptum í sam- félaginu.“ Afar jákvæð viðbrögð Átakið Heimanámsaðstoð í bókasafni einblínir á að hjálpa grunnskólabörnum af erlendum uppruna við lestur á íslensku. Viðtökurnar hafa verið afar góðar. Allt frá árinu 2012 hefur Rauði krossinn sent hlýjan fatnað til Hvíta-Rússlands. Þar ber helst að nefna sérútbúna barnapakka sem sjálfboðaliðar félagsins útbúa. Það dýrmætasta sem finna má í þess- um pökkum er án efa prjónafatn- aðurinn. Þar á meðal eru peysur, húfur og vettlingar sem prjóna- hópar Rauða krossins töfra fram. Guðný Nielsen er verkefnisstjóri alþjóðastarfs í Austur-Evrópu og Miðausturlöndum. Hún heimsótti úkraínska flóttafjölskyldu í Hvíta- Rússlandi í byrjun september. „Hjónin eru bæði 23 ára og eiga þrjú ung börn; fjögurra mánaða, eins árs og tveggja og hálfs árs. Þau koma frá rússneskumælandi hluta Úkraínu og ástandið er þann- ig í landinu að fólk sem kemur úr þeim hluta er stimplað svikarar við heimalandið.“ Alína, móðirin, tók á móti Guðnýju á samyrkjubúi nálægt Mogilev. Þótt aðstæður fjölskyldunnar væru lélegar, voru móttökurnar hlýjar. „Fjölskyldan hefur þurft að reiða sig á aðstoð hvítrússneska Rauða krossins um nokkurra mán- aða skeið og hafa þau meðal ann- ars þurft að þiggja matarhjálp. Þau eru afskaplega þakklát. Þegar Alína opnaði dyrnar og tók á móti okkur kom breitt bros á andlit hennar og börnin hlupu fram í for- stofuna til okkar spennt. Það var yndislegt að sjá hana opna pakk- ann með fötunum á Tímor litla sem hún gerði mjög varlega, eins og hann væri afskaplega dýrmæt- ur. Sem hann vissulega er. Alina mátaði strax fötin á Tímor og fal- lega prjónapeysan smellpassaði á hann.“ Dýrmæt gjöf til Hvíta-Rússlands Prjónahópurinn Síðasta umferðin hefur starfað í húsi Rauða krossins á Selfossi undanfarin tíu ár. Þar hittast yfir þrjá- tíu konur í hverri viku og prjóna varning sem seldur er á basar, ágóð- inn rennur í „Sjóðinn góða“ sem varðveittur er af kirkjunni á Sel- fossi, þar er úthlutað úr honum fyrir jólin til þeirra sem minna mega sín. „Fyrir tíu árum tóku sig saman nokkrar konur og fóru að hittast í húsi Rauða krossins á Selfossi og prjóna. Af- raksturinn selja þær á basar. Á hverju ári hafa safnast í kringum níu hundruð þúsund krón- ur. Ágóðinn rennur til Rauða krossins og þá er einnig þeim sem hafa lítið milli handanna út- hlutað einhverju fyrir jólin,“ útskýrir Þórunn Guðnadóttir, starfsmað- ur Árnesingadeildar Rauða kross- ins. Til að byrja með mættu átta til tíu konur einu sinni í viku. Fljót- lega fjölgaði þó í hópnum þegar orðið fór að berast og nú mæta yfir þrjátíu konur flesta mánudaga. Garn- ið útvegar Rauði kross- inn og þá fær hópurinn gjarnan gefins garn til að prjóna úr. „Hópurinn saman- stendur af eldri konum hér úr bæjarfélag- inu. Þær eru hættar að vinna og samveran og félagsskapurinn gefur þeim mikið. Þær deila uppskriftum og læra hver af annarri. Þær prjóna einnig heilmik- ið heima og gefa á bas- arinn. Þetta er afar fjölbreytt framleiðsla, sokkar, vettlingar, peysur og húfur og alls konar leikföng, einnig gera þær margs konar skraut sem tilheyrir jól- unum“ segir Þórunn. „Þetta er svo vin- sælt, að það myndast alltaf biðröð fyrir utan dyrnar þegar kemur að því að opna basarinn. Sama fólkið kemur aftur og aftur og kaupir jólagjafirnar handa barnabörnunum. Þetta verkefni hefur því lukkast afar vel og er mjög vel þegið af öllum.“ Alltaf biðröð fyrir utan basarinn Það ánægjulega hefur gerst að foreldrar flestra barnanna koma með þeim og taka þátt líka. Geir Jón Þórisson, formaður Vestmannaeyjadeildar Rauða krossins Ég fékk Bassa, sem var í Mánum og er tón- listarkennari hér í Hvera- gerði, til að vera söng- stjórinn okkar og spila með okkur. Hann er burðarásinn í þessu. Örn Guðmundsson Örn Guðmundsson Aldur: Sjötugur Hve lengi hefur þú verið í Rauða krossinum: Í ýmsum verkefnum í um 12 ár Áhugamál: Starfið hjá Rauða krossinum, að læra á harmóníku, föndra ýmislegt og veiði. Fjölskyldustaða: Giftur en börn- in sjö uppkomin og farin að heiman Uppáhaldsmatur: Lambakjöt, hryggur, læri og kjöt í karrýi. Uppáhaldsstaður á Íslandi: Hvera- gerði Kátur sönghópur heimsóknavina Rauða krossins í Hveragerði. Alína með Tímor, sem er hæstánægður með nýja peysu frá Íslandi. Þórunn Guðnadóttir Aldur: 73 Áhugamál: Margs konar handavinna og útivera Fjölskyldustaða: Gift og bý með manni mínum í eigin íbúð Uppáhaldsmatur: Kjúklingur eldaður á ótal vegu Uppáhaldsstað- ur á Íslandi: Vopna- fjörður Basarinn er gífurlega vinsæll til dæmis til jólagjafakaupa. Geir Jón Þórisson Aldur: 64 Hversu lengi hefur þú starfað með Rauða krossinum: Í Vest- mannaeyjum frá 2014 Áhugamál: Mannleg samskipti, söngur og ýmis félagsleg starf- semi Fjölskyldustaða: Giftur og við hjónin eigum fjögur börn og tólf barnabörn Uppáhalds matur: Íslenskt lambakjöt og Eyjafiskur Uppáhaldsstaður á Íslandi: Vestmannaeyjar HjÁlpin Fréttablað Rauða Krossins 26. september 20164 2 6 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A A E -3 3 B 0 1 A A E -3 2 7 4 1 A A E -3 1 3 8 1 A A E -2 F F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.