Fréttablaðið - 26.09.2016, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 26.09.2016, Blaðsíða 19
Undanfarið hefur Katla verið að bæra á sér. Ef eldgos yrði myndi mikið mæða á neyðarvarnarhópi Rauða krossins í Vík. Sveinn Þor­ steinsson, formaður Víkurdeildar, segir virka sjálfboðaliða deildar­ innar í þess konar vá vera fimm­ tán til tuttugu manns. „Sjálfboða­ liðar fá fræðslu og þjálfun í að bregðast við þessari neyð og deild­ in tekur þátt í árlegri rýmingar­ áætlun vegna Kötlugoss. Ef gos yrði og vatn myndi flæða hér yfir þyrfti að rýma allan neðri hluta bæjarins,“ útskýrir Sveinn. Um sex hundruð manns búa í Vík og eru haldnar skrár yfir alla íbúa sem eru uppfærðar árlega. Skýr aðgerðaáætlun er til ef til­ kynnt er um að Katla sé að fara að gjósa og von sé á flóði. Talið er að það taki vatnið um tvo klukkutíma að fara frá Kötlu og niður á þjóð­ veg. „Á þeim tíma ættum við að ná að rýma neðri hluta þorpsins. Um leið og tilkynning um Kötlu­ gos kemur fer björgunarsveitin af stað og hlaupa sex hlauparar hús úr húsi í þessum hluta þorps­ ins því ekki er vitað hvort símar muni virka. Allir íbúar eiga að hafa í sínum fórum spjald til að setja út í glugga eða á áberandi stað sem sýnir að húsið sé yfir­ gefið og mæta til skráningar upp í fjöldahjálparstöð. Hlaupararn­ ir banka þar sem skiltin eru ekki komin upp. Þegar þeir hafa farið í öll húsin sín þá koma þeir upp í fjöldahjálparstöð til okkar með sín gögn um hvert þeir hafa farið og hvar ekki var svarað. Ef viðkom­ andi manneskja er ekki búin að gefa sig fram í fjöldahjálparstöð­ inni fara björgunarsveitarmenn­ irnir aftur þangað og kanna af hverju ekki var svarað.“ Hlutverk sjálfboðaliða Rauða krossins í slíku ástandi er að opna fjöldahjálparstöð. „Þar tökum við á móti fólki, skráum alla íbúana og segjum þeim í hvaða hús þeir eigi að leita eftir húsaskjóli. Við þurf­ um einnig að sinna ferðamönn­ um en ekki er endanlega ákveðið hvernig þeir verða skráðir,“ segir Sveinn og bætir við að sá mikli fjöldi ferðamanna sem er á svæð­ inu verði helsta vandamálið ef til goss kæmi. „Starfssvæði Víkurdeildar er stórt, það nær frá Múlakvísl að Steinum undir Austur­Eyjafjöllum og á þessu svæði er mikið af vin­ sælum ferðamannastöðum, meðal annars Skógar, Vík og Reynis­ fjara. Engin skrá er yfir alla þessa ferðamenn en ef Katla byrjar að gjósa þá eru sms­skilaboð send í alla síma sem eru á svæðinu sam­ kvæmt staðsetningarbúnaði. Einn­ ig ferðast björgunarsveita­ og lög­ reglumenn um svæðið og koma boðum til ferðamanna og vara þá við hættunni.“ Sveinn segir að komi til þess að Katla gjósi muni fyrstu tveir tím­ arnir skera úr um hvernig ástand­ ið verður. „Það fer allt eftir því hvernig þetta hagar sér, hvort við getum sent ferðamennina út úr bænum, áleiðis til Reykjavíkur. Annars verðum við að finna bíla­ stæði fyrir fólk sem er á bílum og koma þeim sem ekki eru á bílum í hús, þá erum við að horfa til kirkj­ unnar,“ útskýrir hann. Rýmingaráætlanir eru æfðar reglulega í bænum og að sögn Sveins vita flestir íbúar hvern­ ig á að haga sér ef þetta gerist. „Fólk hér hefur alltaf áhyggjur af Kötlugosi og þetta er alltaf í und­ irmeðvitundinni hjá fólki. Þegar hún er að rumska eins og hún hefur gert að undanförnu verð­ ur umræðan meiri en maður finn­ ur þó ekki fyrir hræðslu hjá fólki því það veit upp á hár hvert það á að fara. Mestar áhyggjur í þessu sambandi höfum við af erlendum íbúum okkar. Þeir vita ekki alveg hvernig þetta virkar hjá okkur. Það er fyrirhugað að fara á næst­ unni og heimsækja þá íbúa og er verið að vinna í því hvernig það verður framkvæmt.“ „Við hjá Rauða krossinum höfum að undanförnu lagt mikla áherslu á að koma upp neyðarvarnaráætl­ un, nauðsynlegum búnaði og að þjálfa starfsfólk og sjálfboðaliða. Nú fannst okkur kominn tími til að setja meiri kraft í almennings­ og forvarnarfræðslu og sóttum um styrk til Land Rover í Bretlandi en fyrirtækið hefur styrkt landsfélög Rauða krossins um allan heim í ýmsum verkefnum sem tengjast neyðarvörnum,“ upplýsir Hjálmar Karlsson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Verkefnin eru ólík eftir svæð­ um. Í Kanada er Rauði krossinn með skógareldaverkefni og í Ástr­ alíu þurrkaverkefni en verkefnin eru eðli málsins samkvæmt löguð að aðstæðum á hverjum stað. „Við hyggjumst ferðast um landsbyggð­ ina og fræða almenning um hvern­ ig bregðast skal við ef einhvers konar hamfarir verða. Stór hluti hinna dreifðu byggða er byggð­ ur upp í kringum svæði þar sem reglulega koma upp óveður og hlaup í ám. Þá geta sums staðar orðið jarðskjálftar, eldgos og snjó­ flóð. Með verkefninu vill Rauði krossinn undirstrika mikilvægi þess að fólk geti bjargað sér í þrjá daga ef til þess kemur að rof verði á innviðum,“ segir Hjálmar. Hann segir dæmi um að vegir lokist og að fólk sé án rafmagns, rennandi vatns, net­ og símasam­ bands í einhverja daga. „Með því að hafa vaðið fyrir neðan sig má komast hjá ýmsu tjóni auk þess sem góður undirbúningur minnk­ ar álag á viðbragðsaðilum eins og björgunarsveitum þegar mikið liggur við,“ útskýrir Hjálmar. Fræðslan hefst á Vesturlandi nú í lok mánaðar. „Við fikrum okkur svo landshluta eftir lands­ hluta allan hringinn. Við komum til með að halda fræðslufundi fyrir almenning en leggjum líka ríka áherslu á að fara inn í grunn­ skólana og kynna verkefnið fyrir börnum. Sú fræðsla verður sett upp á myndrænan og skemmti­ legan hátt enda tilgangurinn alls ekki að hræða heldur ræða málin á uppbyggilegan máta. Börnin fá svo ýmiss konar upplýsingaefni með sér heim og geta haldið umræð­ unni áfram með fjölskyldunni.“ Hugmyndin er að sögn Hjálm­ ars að fá fólk til að hugsa aðeins út í hvað ber að gera ef einhvers konar hamfarir verða en það er betra að vera búinn að því áður en eitthvað kemur upp á. Þetta snýst um hugarfarsbreytingu og er betra að gera þetta svona en að láta hlutina koma aftan að sér. Við munum hvetja fólk til að koma Hvert heimili undirbúið Verkefninu 3 Dagar var nýverið hleypt af stokkunum hjá Rauða krossinum. Því er ætlað að efla viðnám Íslendinga gagnvart rofi á innviðum. Hvert heimili er þá viðbúið hamförum og neyðarástandi með heimilisáætlun og viðlagakassa. Sjónum er aðallega beint að landsbyggðinni. Á þessari teikningu um viðbúnaðaráætlun Almannavarna ríkisins má sjá fjöldahjálparstöðvar, lokun vega, helstu hlaupaleiðir, framrás hlaups og hámarks útbreiðslusvæði hlaups. Aðaláhyggjuefnið að ná til ferðamanna Ef af Kötlugosi yrði þyrfti að rýma helming húsa í Vík í Mýrdal. Auk þess þyrfti að koma þúsundum ferðamanna á svæðinu í öruggt skjól. Mikið álag yrði því á neyðarvarnarhóp Rauða krossins í Vík en fyrstu tveir tímarnir eftir tilkynningu um gos skera úr um ástandið. sér upp heimilis áætlun um hvern­ ig eigi að bregðast við í tilteknum aðstæðum og einhvers konar íláti sem við höfum kosið að kalla við­ lagakassa. Í hann eru settir hlutir sem eru til á flestum heimilum, þó mögulega þurfi að bæta einhverju við. Það er hins vegar lagt til að öllu sé safnað saman á einn stað og kassinn geymdur á aðgengilegum stað þar sem allir vita af honum.“ Í kassanum eru kerti, eldspýt­ ur, viðgerðarlímband, fjölnota verkfæri, langbylgjuútvarp, leik­ föng og spil, teppi, matur með gott geymsluþol og vatn svo eitthvað sé nefnt en nánari útlistun er að finna á raudikrossinn.is. Með því að hafa vaðið fyrir neðan sig má komast hjá ýmsu tjóni auk þess sem góður undirbúningur minnkar álag á viðbragðsaðilum eins og björgunarsveit­ um þegar mikið liggur við. Hjálmar Karlsson verkefnastjóri Deildin tekur þátt í árlegri rýmingar­ áætlun vegna Kötlugoss. Sveinn Þorsteinsson Hjálmar Karlsson Aldur: 29 ára Áhugamál: Kvikmyndir, að spila fótbolta og ferðast Fjölskyldustaða: Ég á kærustu, mömmu, pabba og bróður. Svo passa ég stundum hund Uppáhaldsmatur: Lambalæri hjá mömmu Uppáhaldsstaður á Íslandi: Heima Hve lengi hefur þú starfað hjá Rauða krossinum? Í fimm ár, þar af rúm þrjú og hálft sem verk- efnastjóri Sveinn Þorsteinsson Aldur: 65 ára Áhugamál: Mannúðarmál og íþróttir Fjölskyldustaða: Giftur, á fjögur börn og átta barnabörn Uppáhaldsmatur: Lambakjöt Uppáhaldsstaður á Íslandi: Vík og Vestmannaeyjar Hve lengi hefur þú starfað hjá Rauða krossinum? Síðan 2006 og formaður deildar síðan 2007 Fréttablað Rauða Krossins HjÁlpin 26. september 2016 5 2 6 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A A E -4 2 8 0 1 A A E -4 1 4 4 1 A A E -4 0 0 8 1 A A E -3 E C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.