Fréttablaðið - 26.09.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.09.2016, Blaðsíða 10
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 569 6900 8–16www.ils.is Óskum eftir samfélagslega sinnuðum leigusölum Kynning á stofnframlögum sem veitt verða til byggingar á hagkvæmum íbúðum með lágri leigu. Morgunverðarfundur á Grand hóteli á morgun, þriðjudaginn 27. september, kl. 9–10. Öflugt, fjölbreytt og samkeppnishæft atvinnulíf er forsenda góðra lífskjara hér á landi. Samkeppnis-hæfni íslensks iðnaðar ræðst að miklu leyti af þeirri umgjörð sem stjórnvöld á hverjum tíma skapa. Þegar kosið er til Alþingis er því í reynd verið að kjósa um samkeppnishæfni sem er forsenda góðs lífs hjá öllum landsmönnum. Í aðdraganda þingkosninga sem verða í október vilja Samtök iðnaðarins leggja sitt af mörkum til umræðunn- ar. 1.400 fyrirtæki og sjálfstæðir atvinnurekendur mynda SI og eru þar af leiðandi stærstu samtök atvinnurek- enda á Íslandi. Samtökin vinna að því að efla íslenskan iðnað og samkeppnishæfni hans. Það er mikilvægt að frambjóðendur allra flokka taki tillit til helstu málefna atvinnulífsins til að bæta samkeppnishæfni Íslands. Því viljum við að frambjóðendur setji okkar málefni á odd- inn þegar þeir sannfæra kjósendur um að setja X á réttan stað. Samtök iðnaðarins ætla að leggja fram sex málefni sem skipta atvinnulífið og þar með fólkið í landinu miklu máli. Þessi málefni snúa að efnahagslegum stöðugleika sem er nauðsynlegur sjálfbærum vexti, húsnæði sem er grunnþörf bæði yngri og eldri kynslóða, menntun sem er forsenda bættra lífskjara og aukinnar framleiðni, samgöngum og innviðum sem eru lífæð heilbrigðs samfélags, orku og umhverfi en fjölbreyttur iðnaður vill starfa í sátt við umhverfið og nýsköpun sem er drifkraftur verðmætasköpunar og gjaldeyristekna. Öll þessi málefni leggjum við inn í umræðuna á næstunni. Þegar ungt fólk velur sér menntun eða starf viljum við að Ísland bjóði upp á bestu kostina. Það skiptir máli fyrir samfélagið að það takist að halda í unga fólkið okkar á sama tíma og hugað er að þörfum eldri kynslóðanna. Til þess að svo megi verða þurfa stjórnvöld að hafa skýra framtíðarsýn og áræðni til að taka ákvarðanir sem leiða til árangurs. Það eru margar áskoranir sem bíða nýrrar ríkisstjórnar og því mikilvægt að forgangsraða með það að markmiði að á Íslandi sé boðið upp á gott líf. Við viljum eiga gott samstarf við stjórnvöld að kosningum loknum og væntum þess að þau séu reiðu- búin að hlusta. Mestu máli skiptir að ákvarðanir nýrra stjórnvalda leiði til framfara á Íslandi bæði fyrir fólk og fyrirtæki. Kjósum gott líf Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sam- taka iðnaðarins Þegar ungt fólk velur sér menntun eða starf viljum við að Ísland bjóði upp á bestu kostina. Þetta er vafasöm framsetning sem elur á óeiningu og tortryggni í samfélaginu, fremur en að leitast við að gera betur í mörgum og óskyldum málefnum. Hræðsluviðbrögðin Átakanlegt hefur verið að fylgjast með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, bregðast við fréttum af fyrirhugðu for- mannsframboði Sigurðar Inga Jóhannssonar í Framsóknar- flokknum. Viðbrögð Sigmundar hafa einkum verið þau að saka Sigurð Inga um að ganga á bak orða sinna um að bjóða sig ekki fram gegn honum. Sigurviss formaður myndi fagna mótfram- boðinu, enda væru kosningar með alvöru mótframbjóðanda lýðræðisleg leið fyrir hann til þess að endurnýja umboð sitt til að gegna formennsku. Hræðslu- viðbrögðin benda hins vegar til þess að hann geri nú þegar ráð fyrir að mótframbjóðandinn muni hafa betur. Tregðan við að hverfa á braut Annars er það merkilegt hve stjórnmálamenn eru gjarnir á að standa á stöðum sínum eins og hundar á roði. Sig- mundur Davíð, sem hefur verið staðráðinn í að halda áfram í formannsembætti Framsóknar- flokksins þrátt fyrir mikinn trúnaðarbrest, er þar engin undantekning. Mættu stjórn- málamennirnir gjarnan horfa til norrænna samstarfsmanna sinna, sem flestir eru fljótir að fara af póstum sínum þegar traust á þeim rýrnar. Og skilja ábyrgðarstöður eftir handa þeim sem njóta meira trausts. jonhakon@frettabladid.is Það þykir jafnan tíðindum sæta þegar Íslend-ingar eru sammála, en nánast án undan-tekninga snýst slík samheldni þjóðarinnar um eigið ágæti. Um hversu frábær við erum í íþróttum, hvað við eigum frjótt listafólk, erum harðger, vinnusöm og rosalega töff. Þess utan er hver höndin oft upp á móti annarri svona dags daglega. Þessu fylgja oft heilbrigð og hressileg skoðanaskipti þar sem hver og einn berst fyrir því sem viðkomandi telur bæði rétt og farsælt til betra lífs fyrir landsmenn og það er allt gott um það að segja. Hins vegar er það öllu raunalegra hvernig sumir stjórnmálamenn nýta sér hagsmuni stakra hópa, einkum þeirra sem minna mega sín innan samfélagsins, sem réttlætingu fyrir ýmist fordómum eða slælegri frammistöðu í stökum málaflokkum. Þessa orðræðu þekkja flestir. Hún getur til að mynda snúist um að við sem þjóð getum ekki verið að verja peningum í að bjarga sveltandi börnum úti í heimi því það eru líka fátæk börn á Íslandi. Eða að við getum ekki varið svona miklum peningum í menningarstarfsemi því að fullt af eldri borgurum á Íslandi hafi ekki til hnífs og skeiðar. Þetta er auðvitað óttalegt rugl. Þetta er vafasöm fram- setning sem elur á óeiningu og tortryggni í samfélaginu, fremur en að leitast sé við að gera betur í mörgum og óskyldum málefnum. Elur á hugmyndum á borð við þær að með því að gera sómasamlega við eldri borgara á Íslandi séum við að ganga af listalífinu dauðu eða úti- loka fjárfestingar í bættri menntum unga fólksins. Og það án þess að hafa á orði hvert eða hvernig samfélagið geti sótt sér tekjur með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Nýjasta útspilið í þessum efnum eru ummæli Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks- ins, um kostnaðinn við hælisleitendur sem hingað leita. Ásmundur sagði að fyrir fjármagnið sem gert er ráð fyrir í útlendingastofnun væri hægt að reka skurðstofur á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum og bætti svo um betur með því að benda á að dvalargjöld hælisleitenda væru hærri en lágmarksellilífeyrir. Þetta er að ala á óeiningu með fádæma smekklausum hætti og reyna að tryggja sér atkvæði þeirra fjölmörgu Íslendinga sem búa við laskað heilbrigðiskerfi og óviðunandi lífskjör. Þetta er döpur og smánarleg fordómapólitík. Ásmundur Friðriksson er þingmaður núverandi meirihluta og kjósendur í kjördæmi þingmannsins hljóta að velta því fyrir sér hvort það hafi verið honum kappsmál að bæta heilbrigðisþjónustuna í Vestmanna- eyjum eða hækka lágmarksellilífeyri. Ekki er vanþörf á. En sé ferill Ásmundar skoðaður þá er nú erfitt að sjá að þessi málefni hafi verið í forgangi hjá þingmanninum. En það virðist lækkun auðlindagjalds aftur á móti hafa verið, með meðfylgjandi tekjutapi fyrir ríkissjóð. Fyrir þá upphæð hefði ríkisstjórnin hæglega getið rekið skurðstofu í Eyjum og jafnvel splæst í að allir aldraðir á Íslandi gætu átt sómasamlegt ævikvöld. Vonandi gerir Ásmundur þau verkefni að sínum baráttumálum á komandi vetri fremur en að ala á tortryggni og óvild í garð hælisleitenda sem hingað leita í neyð sinni. Óvildarpólitík 2 6 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 m Á N U D A G U r10 s k o ð U N ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 2 6 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A A E -4 C 6 0 1 A A E -4 B 2 4 1 A A E -4 9 E 8 1 A A E -4 8 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.