Fréttablaðið - 16.06.2016, Side 10
Reykjavík, 16. júní 2016
kvika.is
Kvika banki hf. hefur geð út sex mánaða víxla að
árhæð 2.000 milljónir króna. Um er að ræða útgáfu í
víxlaokknum KVB 16 1221 og er heildarheimild
okksins 2.000 m.kr. Fjármálaeftirlitið staðfesti
lýsingu vegna umsóknar um töku víxlanna til viðskipta
í gær, þann 15. júní 2016, og sótt hefur verið um töku
víxlanna til viðskipta í Kauphöll Íslands.
Útprentuð eintök lýsingarinnar má nálgast í 12
mánuði frá staðfestingu hennar í höfuðstöðvum
Kviku, Borgartúni 25, 105 Reykjavík.
Rafræn eintök má nálgast á vefsíðu útgefanda
www.kvika.is/um-kviku/arfestar.
Siemens kæliskápar á sumartilboði.
Gildir til 24. júní eða meðan birgðir endast.
Kæliskápur
KG 36VUW20
Hvítur, 186 sm. Útdraganleg „crisper-
Box“- skúffa sem tryggir lengur
ferskleika grænmetis og ávaxta.
LED-lýsing. „lowFrost“-tækni:
Lítil klakamyndun. Stór „bigBox“-
frystiskúffa. Hraðfrysting.
H x b x d: 186 x 60 x 65 sm.
Tilboðsverð:
Fullt verð: 94.700 kr.
74.900 kr.
Kæliskápur stál 186 sm
KG 36VVI32
Stál, 186 sm. Orkuflokkur A+.
Útdraganleg „crisperBox“-skúffa sem
tryggir lengur ferskleika grænmetis
og ávaxta. LED-lýsing. „lowFrost”-
tækni: Mjög lítil klakamyndun og
affrysting auðveld. Stór „bigBox“-
frystiskúffa. Hraðfrysting.
H x b x d: 186 x 60 x 65 sm.
Tilboðsverð:
Fullt verð: 133.900 kr.
104.900 kr.
Bretland George Osborne, fjár-
málaráðherra Bretlands, deildi í gær
sviði með fyrirrennara sínum, Alist-
air Darling, þar sem þeir vöruðu við
mögulegum afleiðingum brotthvarfs
Bretlands úr Evrópusambandinu,
svokölluðu Brexit. Gera þeir ráð fyrir
að hækka þurfi skatttekjur ríkisins
um fimmtán milljarða punda og
lækka ríkisútgjöld um svipaða upp-
hæð, að jafngildi um 2.600 milljarða
íslenskra króna. Meðal annars sagði
Osborne að skera þyrfti niður í heil-
brigðiskerfinu, menntun, varnar-
málum og löggæslu.
Tölurnar sagði Osborne byggðar á
niðurstöðum Institute for Fiscal Stu-
dies á efnahagslegum áhrifum brott-
hvarfs. Meðal annars vegna breytinga
á milliríkjaviðskiptum. Í niðurstöðu
rannsóknarinnar segir meðal annars
að ef af brotthvarfi yrði þyrfti ríkið að
ráðast í umfangsmiklar aðhaldsað-
gerðir í allt að tvö ár.
„Brotthvarf úr Evrópusambandinu
mun hafa í för með sér efnahagslegt
áfall sem myndi steypa Bretlandi í
annað hrun,“ sagði Osborne í gær.
Ummæli Osbornes féllu þó í
grýttan jarðveg hjá þeim samflokks-
mönnum hans í Íhaldsflokknum sem
aðhyllast Brexit. Þingmennirnir Iain
Duncan Smith, Liam Fox og Owen
Paterson skrifuðu undir yfirlýsingu
þar sem þeir segjast ekki geta leyft
Osborne að fara gegn stefnu ríkis-
stjórnarinnar sem samþykkt var eftir
þingkosningar í fyrra. Ríkisstjórnin
lofaði því meðal annars í stefnu sinni
að tekjuskattur og virðisaukaskattur
myndu ekki hækka á kjörtímabilinu.
„Okkur finnst ótrúlegt að fjár-
málaráðherra hóti að svíkja svo
mörg loforð,“ stóð í yfirlýsingunni.
„Það er fáránlegt að segja að ef fólk
vilji taka stjórnartaumana af Evr-
ópusambandinu muni hann refsa
því með þessum hætti,“ bættu þre-
menningarnir við. Þá segja þeir
stöðu Osbornes einkar veika yrðu
ályktanir hans að veruleika.
Samkvæmt meðaltali skoðana-
kannana sem The Financial Times
tekur saman myndu 47 prósent
Breta kjósa að yfirgefa Evrópusam-
bandið en 44 prósent áframhald-
andi veru. Kosið verður 23. júní
næstkomandi. thorgnyr@frettabladid.is
Brexit gæti þýtt 2.600
milljarða niðurskurð
Fjármálaráðherra Breta telur mögulegt brotthvarf úr Evrópusambandinu þýða
niðurskurð og skattahækkanir. Samflokksmenn, sem eru ósammála, segja álykt-
anir ráðherrans fáránlegar. Fleiri aðhyllast nú brotthvarf en áframhaldandi veru.
Brotthvarf úr
Evrópusambandinu
mun hafa í för með sér
efnahagslegt áfall sem myndi
steypa Bretlandi
í annað hrun.
George Osborne,
fjármálaráðherra
Bretlands
47%
Breta vilja ganga úr Evrópu-
sambandinu á meðan 44
prósent vilja vera þar áfram.
Bátar beggja hliða Brexit-deilunnar sigldu eftir ánni Thames fyrir utan þinghúsið í gær. Hiti var í fólki og hrópaði söngvarinn
Bob Geldof, sem er andvígur Brexit, ókvæðisorð að Nigel Farage, leiðtoga Breska sjálfstæðisflokksins. NordicpHoTos/AFp
Viðskipti Kvikmyndin Warcraft
átti stærstu opnun nokkurrar kvik-
myndar í sögu Kína. Frá því í síðustu
viku hefur hún halað inn nærri tutt-
ugu milljarða króna í miðasölu.
Til samanburðar námu tekjur af
allri miðasölu á kvikmyndina Star
Wars: The Force Awakens um fimm-
tán milljörðum króna.
Tekjurnar urðu hins vegar minni
í Bandaríkjunum um helgina en
framleiðendur vonuðust til, eða um
þrír milljarðar króna. BBC greinir frá
því að í Kína sé ört stækkandi kvik-
myndamarkaður en búist er við að
hvergi muni miðasölutekjur verða
meiri en í Kína á næsta ári. Banda-
ríkjamenn hafa vermt toppsætið
síðustu áratugi. – þea
Warcraft sló met í Kína
Frá frumsýningu Warcraft í sjanghæ.
NordicpHoTos/AFp
1 6 . j ú n í 2 0 1 6 F i M M t U d a G U r10 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð
1
6
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:1
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
C
1
-0
2
5
0
1
9
C
1
-0
1
1
4
1
9
C
0
-F
F
D
8
1
9
C
0
-F
E
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
5
6
s
_
1
5
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K