Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.06.2016, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 16.06.2016, Qupperneq 22
Dugar nesti strákanna? Íslenska handboltalandsliðið mætir Portúgal í Porto í kvöld í seinni leik liðanna um laust sæti á HM í Frakklandi í janúar 2017. íslenska liðið hefur þriggja marka forskot eftir 26-23 sigur í fyrri leiknum í Laugardals- höllinni á sunnudaginn. Íslenska liðið hefur nú endur- heimt fyrirliða sinn guðjón Val sigurðs- son, sem missti af fyrri leiknum vegna meiðsla. Í dag 17.00 US Open 2016 Golfstöðin 17.00 Demantamótaröð Sport 2 19.30 Valur - FH Sport 22.00 Sumarmessan Sport 01.00 NBA: Cavs-GSW Sport 01.30 Bandaríkin - Ekvador Sport 2 20.00 Valur - FH Valsvöllur Stjarna gærdagsins á EM 2016 http://www.seeklogo.net EM í dag http://www.seeklogo.net 13.00 England - Wales B-riðill 16.00 Úkraína - Norður Írland C-rið. 19.00 Þýskaland - Pólland C-riðill EM 2016 í Frakklandi í gær A-riðill Rúmenía - Sviss 1-1 1-0 Bogdan Stancu (18.), 1-1 Admir Meh- medi (57.). Frakkland - Albanía 2-0 1-0 Antoine Griezmann (90.), 2-0 Dimitri Payet (90+5) Stigin í A-riðlinum: Frakkland 6, Sviss 4, Rúmenía 1, Albanía 0. B-riðill Rússland - Slóvakía 1-2 0-1 Vladimír Weiss (32.), 0-2 Marek Hamsík (45.), 1-2 Denis Glushakov (80.). Stigin í B-riðli: Slóvakía 3, Wales 3, England 1, Rússland 1. Marek Hamsík, leikmaður Napoli á Ítalíu, var maðurinn á bak við fyrsta sigur Slóvaka á EM í Frakk- landi í gær en Slóvakar komu þá til baka eftir tap fyrir Wales og unnu 2-1 sigur á Rússum. Marek Hamsík lagði upp fyrra markið með frá- bærri sendingu inn á Vladimír Weiss á 32. mínútu og skoraði síðan seinna markið sjálfur á lokamínútu fyrri hálfleiks með frábæru skoti. Slóvakar lifðu á þessu í seinni hálfleikn- um og tókst að landa þremur stigum. Pepsi-deild karla í fótbolta ÍBV- Breiðablik 0-2 0-1 Ellert Hreinsson (3.), 0-2 Sjálfsmark (6.). Fjölnir - KR 3-1 0-1 Michael Præst (27.), 1-1 Martin Lund Pedersen (44.), 2-1 Gunnar Már Guðmunds- son (52.), 3-1 Marcus Solberg (72.), Annar tapleikur KR í röð og sá fjórði í síðustu fimm leikjum í deild og bikar. Fótbolti Þegar tilefnin eru stærst hjá íslenska landsliðinu virðast fáir njóta sín betur en Birkir Bjarnason. Það sannaðist enn og aftur í saint- Étienne í fyrradag er hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Portúgal og fyrsta mark Íslands í úrslitakeppni í stórmóti a-landsliða karla. „Það er sama hvort við erum á æfingu, í vináttulandsleik eða keppnisleik, Birkir er alltaf eins. Hann er afar einbeittur ungur maður og ekkert sem truflar hann,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar lands- liðsþjálfara Íslands, við Fréttablaðið fyrir æfingu liðsins í annecy í gær. strákarnir voru þá að jafna sig eftir leikinn gegn Portúgal kvöldið áður og var Birkir þeirra á meðal. Það er ljóst að Birkir verður áfram í lykilhlutverki í liði Íslands á eM, líkt og hann hefur verið síðan Lars Lagerbäck tók við liðinu árið 2011. Rólegur utan vallar Lagerbäck neitar því ekki að nafn Birkis hafi verið á meðal þeirra fyrstu á leikskýrslu hjá honum. „Ég held að það sé ekki röng fullyrðing enda er nóg að líta yfir leikina í undankeppninni til að sjá hvaða leikmenn spila í þeim,“ sagði Lagerbäck við Fréttablaðið í gær. Hann hefur greinilega gott álit á akureyringnum. „Hann er virkilega góð fyrirmynd fyrir íslenska liðið. andlegur styrkur hans er virkilega mikill. Hann er harður í horn að taka á vellinum og leggur mikið á sig fyrir liðið,“ segir hann. „en svo hittirðu hann utan vallar og sérð þá þennan rólega mann. Maður trúir því varla að þetta sé sama manneskjan. Já, hann er virki- lega góð fyrirmynd fyrir íslenska knattspyrnu.“ Gerir lítið úr eigin þætti Birkir hefur reynst íslenska liðinu vel, þá sérstaklega í stærstu leikj- unum. Hann fékk til að mynda vítaspyrnurnar í báðum leikjunum gegn Hollandi í síðustu undan- keppninni og gekk frá útileiknum gegn kasakstan þar sem Ísland vann 3-0 sigur. Ég hitti Birki á hóteli íslenska landsliðsins í annecy á laugardag- inn og spurði hann þá út í hvort hann nyti sín sérstaklega vel á stóra sviðinu, fremur en í öðrum leikjum. „Okkur líður öllum vel gegn bestu liðunum. Við höfum ekki átt góða leiki gegn minni þjóðum í leikjum sem skipta minni máli. Þannig er Fyrirmynd annarra í liðinu Birkir Bjarnason virðist hvergi njóta sín betur en á stóra sviðinu, eins og sást þegar hann skoraði fyrsta mark Íslands á EM í Frakklandi. Lars Lagerbäck segir mikinn mun á honum innan vallar og utan. Birkir skýlir boltanum fyrir Raphaël Guerreiro, vinstri bakverði Portúgals, í leiknum í Saint-Étienne í fyrrakvöld. FRÉttABlAðið/VilHElm Birkir hefur skorað sjö mörk í 48 landsleikjum og vantar eitt mark til að komast í hóp tuttugu markahæstu leikmanna Íslands frá upphafi. það hjá okkur öllum í hópnum en við erum sterkari en við höfum sýnt í æfingaleikjunum,“ sagði Birkir og vildi greinilega sem minnst gera úr sínum þætti. Hann vísaði ein- göngu til þeirrar sterku liðsheildar sem hefur einkennt íslenska liðið undanfarin ár. Hans besta tímabil á ferlinum Birkir átti frábært tímabil með Basel í sviss í vetur. Hann varð svissneskur meistari og skoraði tíu mörk fyrir liðið í deildinni og þrjú til viðbótar í evrópudeild ueFa. Dvölin í sviss hefur gert honum gott og hann viðurkennir að hafa í fyrstu verið efins um að það hefði verið rétt skref að fara frá Ítalíu, þar sem hann hafði spilað síðustu ár, til sviss. „Ég var kominn með lið á Ítalíu sem ég ætlaði að semja við en breytti til á síðustu stundu. Ég er mjög ánægður með að hafa gert það,“ segir hann. „Þetta var mitt besta tímabil á ferlinum. Það segir sig sjálft að ég er orðinn betri í mörgum hlutum.“ Landsliðsþjálfararnir hafa mikið talað um þau gildi sem þeir vilji að einkenni liðið og leik þess. Heimir segir að Birkir endurspegli þau öll. „Hann er ekta leikmaður sem við viljum hafa í okkar liði. Hann á afar sjaldan dapra leiki.“ Hann er afar ein- beittir ungur maður og það er ekkert sem truflar hann. Heimir Hallgrímsson En svo hittirðu hann utan vallar og sérð þá þennan rólega mann. Maður trúi því varla að þetta sé sama manneskjan. Lars Lagerbäck EM2016 http://www.seeklogo.net Eiríkur Stefán Ásgeirsson eirikur@365.is 1 6 . j ú n í 2 0 1 6 F i M M t U D A G U R22 s P o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð sport 1 6 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :1 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 C 1 -1 1 2 0 1 9 C 1 -0 F E 4 1 9 C 1 -0 E A 8 1 9 C 1 -0 D 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.