Fréttablaðið - 16.06.2016, Side 30
Hörpu Sif Eyjólfsdóttur, doktors-
nema í lýðheilsufræði, og Rósu
Björk Sigurgeirsdóttur, nema í
mastersnámi í stjórnun við Stock-
holms University og starfsmanni
hjá sprotafyrirtækinu Looklet,
fannst þörf á fötum sem væru á
góðu verði, en sömuleiðis úr end-
ingargóðu efni þegar þær áttu von
á barni. Þá fór Harpa að sauma
fyrir væntanlegt krílið og í kjöl-
farið fyrir vini og ættingja. Fljót-
lega fór það að vinda töluvert upp á
sig og við það varð Charmtrolls De-
sign til fyrir um einu ári. „Okkar
sýn er að öll föt séu fyrir öll börn
óháð kyni og við markaðssetjum
ekki stráka- eða stelpuföt, held-
ur einfaldlega barnaföt. Við saum-
um allt heima í stofu og seljum að-
eins í gegnum heimasíðuna charm-
trolls.tictail.com og höldum þannig
verðinu viðráðanlegu fyrir foreldra
ungra barna,“ útskýrir Harpa en
hún sér um hönnun fatanna og
saumaskap, en Rósa sinnir bók-
haldi fyrirtækisins.
Þægindin í fyrirrúmi
Harpa hefur saumað lengi, í raun
síðan hún var barn, en þá saumaði
hún með móður sinni. „Ég hef alltaf
látið hugmyndaflugið ráða og ekki
verið að binda mig við snið. Mörg-
um klukkustundum hefur verið
eytt síðustu tvö árin við saumavél-
arnar en Rósa er að læra óðfluga.“
Þær segjast ekki pæla mikið í
tísku og tískustraumum við hönn-
un barnafatanna heldur hanna þær
og sauma það sem þeim finnst fal-
legt hverju sinni. „Þægindi eru í
algjöru fyrirrúmi, það eru börn
sem klæðast fötunum og þau þurfa
að geta hreyft sig hindrunarlaust.
Þá handveljum við öll efni og reyn-
um að nota aðeins lífræn efni sem
hafa fengið gæðastimpil (OEKO-
TEX) á öllum stigum í framleiðsl-
unni,“ segir Harpa.
Rósa bætir við að barnið þeirra
sé vítamínsprauta fyrirtækisins
og haldi þeim á tánum. „Barnið
okkar er okkar stærsti innblást-
ur, hún er mjög sterkur og svalur
karakter og fötin bera þess merki
líka en þau eru frekar töff og kúl
að okkar mati. Barnið er mikill
orkubolti og þá verður enn þá mik-
ilvægara að fötin séu endingargóð
og þægileg,“ segir hún og brosir.
draumurinn að flytja heim
Harpa segir erfitt að segja til um
hver sé eftirlætisflíkin af þeim
sem hún hefur hannað. „Bæði Þessi bolur er í uppáhaldi hjá Hörpu.
Markmið með hönnun Hörpu og Rósu
er að fötin séu þægileg og að börnin
geti hreyft sig hindrunarlaust í þeim.
Hjá Charmtrolls eru öll föt fyrir öll börn
óháð kyni og ekki eru markaðssett sér-
stök stráka- eða stelpuföt.
Rósa Björk og Katla Margrét, dóttir hennar og Hörpu, í leggings, með hringtrefil og húfu frá Charmtrolls Design.
Harpa Sif með dóttur sinni. Harpa hefur saumað frá því hún var barn og þegar
dóttirin var væntanleg fór hún strax að sauma á hana.
Þægileg og töff
Fötin sem Harpa og Rósa hanna og sauma undir merkinu Charmtrolls
eru innblásin af barninu þeirra. Þau eru rokkaraleg, kúl og endingargóð.
stuttermabolurinn sem við gerð-
um fyrir sumarið og klofsíðu har-
em-buxurnar eru í miklu uppá-
haldi. Stuttermabolurinn er síð-
ari að aftan, með upprúlluðum
ermum og ófrágengnum endum –
rokkaralegur og flottur. Harem-
buxurnar eru með skemmtilegum
vasa að framan og ótrúlega þægi-
legar fyrir börnin.“
Spurðar út í nafnið á hönnuninni
segja þær það hafa verið í raun al-
gjöra tilviljun hvernig það kom til.
„Við rákumst á mynd þar sem undir
stóð á sænsku „lilla charmtrollen“.
Við höfðum þá verið að reyna að
finna nafn sem gæfi til kynna að
um barnamerki væri að ræða og
þetta passaði fullkomlega.“
Fjölskyldan býr í Stokkhólmi
þar sem þær Harpa og Rósa hafa
búið síðastliðin fimm ár. „Okkur
líður rosalega vel í Svíþjóð og
erum ekkert á leiðinni heim
næstu fimm árin eða svo. Draum-
urinn er þó að flytja heim til Ís-
lands á endanum.“
Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook
Stretch buxur
kr. 7.900.-
Str. 36-52
Litir: blátt, svart,
brúnt, grátt, hvítt
Laugavegi 178 | Sími 555 1516
Kíkið á myndir og verð á Facebook
Stretch - háar í mittið
Kvartbuxur á
11.900 kr.
7 litir:
hvítt, svart, beige,
sandgrátt, grátt,
teinótt, dökkblátt.
Opið virka daga kl
. 11–18
Opið laugardaga k
l. 11-15
Endalaust
ENDALAUS
GSM
1817 365.is
1 6 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R8 F ó l k ∙ k y n n I n G A R b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A R b l A ð ∙ T í s k A
1
6
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:1
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
C
0
-E
9
A
0
1
9
C
0
-E
8
6
4
1
9
C
0
-E
7
2
8
1
9
C
0
-E
5
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
1
5
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K