Fréttablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 4
Frá kr.
123.895
m/allt innifalið
KRÍT
16. júní í 11 nætur
Netverð á mann frá kr. 123.895 m.v. 2 fullorðna
og 1 barn í stúdíó. Netverð á mann frá kr. 149.895
m.v. 2 fullorðna í stúdíó.
Porto Platanias
Village
Bir
t m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
sl
íku
. A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fy
rir
va
ra
.
Allt að
60.000 kr.
afsláttur á mann
SPOTT
PRÍS
sveitarstjórnarmál Fundargerðir
og umsagnir heimamanna í gögnum
Skútustaðahrepps sýna að engin sátt
ríkir um stækkun Hótels Reykja-
hlíðar. Sveitarstjórnin er klofin í
málinu og íbúar lýsa furðu sinni á
því að svo virðist sem ákveðið hafi
verið að ganga gegn yfirlýstri stefnu
sveitarfélagsins um uppbyggingu í
Reykjahlíð.
Eins og Fréttablaðið greindi frá á
laugardag eiga áformaðar nýbygg-
ingar við Hótel Reykjahlíð á vegum
Icelandair Hotels að rísa langt innan
þess 200 metra verndarsvæðis sem
er markað hringinn í kringum
vatnið og Laxá allt til ósa Skjálf-
andafljóts, samkvæmt sérlögum um
vernd Mývatns og Laxár.
Í fundargerð sveitarstjórnar
Skútustaðahrepps 31. mars var
breytingartillaga skipulagsnefndar
á aðal- og deiliskipulagi sveitar-
félagsins tekin fyrir og samþykkt
með þremur atkvæðum af fimm
manna sveitarstjórn. Þar er heim-
ilað að Icelandair Hotels vinni að
skipulagi viðbyggingar við Hótel
Reykjahlíð á tveimur hæðum.
Einn sat hjá við atkvæðagreiðsl-
una, Sigurður Böðvarsson bóndi á
Gautlöndum 1, en Jóhanna Katrín
Þórhallsdóttir, hálendisfulltrúi og
varaoddviti, greiddi atkvæði gegn
tillögunni og lagði fram eftirfarandi
bókun: „Ég leggst alfarið gegn svo
auknu byggingamagni á umræddri
lóð. Er það í samhengi við afstöðu
mína í fyrri atkvæðagreiðslum
varðandi sambærilegt mál og byggir
skoðun mín á háu verndargildi og
mikilvægi útsýnis yfir Mývatn á
þessum stað.“
Í innsendum umsögnum íbúa
kveður við sama tón, en þær eru
birtar í fundargerð skipulagsnefnd-
ar 17. ágúst.
Í umsögn Guðrúnar M. Valgeirs-
dóttur, Reykjahlíð 1, segir að stækk-
un hótelsins muni skerða verulega
útsýni og rýra verðgildi eignarinnar.
Eins vísar Guðrún í greinargerð
Aðalskipulags Skútustaðahrepps
2011-2023 þar sem segir: „Vatns-
megin vegarins umhverfis Mývatn
skal spornað við frekari nýbygg-
ingum öðrum en þeim sem tengjast
bæjar- og húsaþyrpingum sem þar
eru fyrir.“ Telur Guðrún að vissulega
standi gamla hótelbyggingin svo
nærri vatninu „en að áætlanir skuli
gera ráð fyrir 2.000 fermetra, stækk-
un á þeirri byggingu 30 til 40 metra
frá bakka Mývatns sætir undrun svo
ekki sé fastar að orði kveðið.“
„Fyrr má nú rota en dauðrota í
aukningu á byggingarmagni,“ skrifar
Ólafur H. Jónsson, fyrir hönd Reykja-
hlíðar 3. Hann, eins og Guðrún, segir
að breyting á aðalskipulagi sé ekki í
samræmi við stefnu sveitarstjórnar.
Segir hann að svo stór bygging sam-
rýmist varla því sem sveitarstjórn
hefur sett sér sem stefnu vestan þjóð-
vegar, eða vatnsmegin.
Fleiri skrifa á sömu nótum, þau
Elísabet Sigurðardóttir og Ragnar
Davíð Baldvinsson, Reykjahlíð
4, segja því til viðbótar að þeim
þyki „einkennileg sú staðhæfing“
að framkvæmdin sé ekki líkleg til
að hafa í för með sér umtalsverð
umhverfisáhrif. Telja þau að stækk-
un hótelsins hljóti, „með tilheyrandi
raski og auknum gestafjölda, að hafa
umtalsverð áhrif á umhverfið við
vatnið vegna nálægðarinnar.“
svavar@frettabladid.is
Ósáttir við stækkun hótels
Áform Icelandair Hotels um að stækka Hótel Reykjahlíð margfalt mæta mikilli óánægju á meðal íbúa.
Sveitarstjórnin er klofin í málinu. Gengur gegn yfirlýstri stefnu sveitarfélagsins um uppbyggingu.
Íbúar í Reykjahlíð eru margir mjög ósáttir við að tapa útsýni yfir Mývatn. FRéttablaðið/VilhelM
viðskipti Flugfélagið WOW air
hefur samið við fyrirtækið Inter-
GlobeTechnologies, alþjóðlegt
fyrirtæki á Indlandi, og munu starfs-
menn þar í landi sinna almennri
þjónustu í gegnum síma, svara
tölvupóstum og aðstoða viðskipta-
vini sem hafa samband við þjón-
ustuver WOW air.
Svanhvít Friðriksdóttir, upplýs-
ingafulltrúi WOW air, segir samn-
inginn hafa verið gerðan vegna
gríðarlegs álags á þjónustuver fyrir-
tækisins og til að anna eftirspurn
erlendra farþega félagsins eftir
þjónustu í gegnum síma. Fjöldi
starfsmanna verður breytilegur eftir
álagstímum.
„Samningurinn tók gildi í maí
og hefur samstarfið gengið vonum
framar. Sólarhringsaðstoð er í boði
og er það markmiðið að veita bestu
þjónustu sem völ er á,“ segir Svana
og bætir við að eftir sem áður muni
þjónustuver starfa á Íslandi til að
þjóna íslenskum markaði ásamt
erlendum mörkuðum á opnunar-
tíma þess.
Svanhvít segir InterGlobeTechno-
logies vera virt fyrirtæki sem sérhæfi
sig í ferðaþjónustu og starfi fyrir
stór félög á borð við KLM, British
Airways og Expedia. – ngy
Indverjar svara í símann fyrir WOW
umhverfismál Hlutfall útblásturs
gróðurhúsalofttegunda vegna raf-
orku- og varmaframleiðslu fer yfir 50
prósent í fjölmörgum löndum Evr-
ópu. Ísland er með lægsta hlutfallið,
en hér er enginn útblástur vegna
þessara tveggja þátta. Þetta kemur
fram í nýjum tölum frá Alþjóða-
bankanum (World Bank) og Sam-
orka vekur athygli á í frétt á heima-
síðu sinni.
Ísland er með lægsta hlutfall
útblásturs gróðurhúsalofttegunda
(CO2) vegna bruna jarðefnaelds-
neytis við raforku- og varmafram-
leiðslu í Evrópu. Eistland stendur
verst af Evrópulöndunum, en þar
eru tæplega 80 prósent af öllum
útblæstri tilkomin vegna raforku- og
varmaframleiðslu.
Í fjölmörgum löndum eru yfir 50
prósent af heildarútblæstri vegna
raforku- og varmaframleiðslu, meðal
annars í Finnlandi og Póllandi. Í
Danmörku er hlutfallið 49 prósent.
Mikill munur er á þeim löndum
sem lægsta hlutfallið hafa. Ísland og
Lúxemborg skera sig úr, en Lúxem-
borg er með átta prósent útblásturs
vegna raforku- og varmaframleiðslu.
Þar næst kemur Frakkland með
sautján prósent, Svíþjóð hefur fjórða
lægsta hlutfallið, eða 25 prósent, og í
Belgíu er hlutfallið 27 prósent.
Á Íslandi er notað jarðefnaelds-
neyti við raforku- og varmafram-
leiðslu í undantekningartilfellum,
en magnið er það lítið að það mælist
ekki í úttekt Alþjóðabankans. – shá
Ísland eitt með engan útblástur vegna raforku
Útblástur vegna raforku- og varmaframleiðslu er ekki mælanlegur á Íslandi.
FRéttablaðið/VilhelM
Nýleg airbus þota WOW air. Þegar hringt er í þjónustuver fyrirtækisins í fram-
tíðinni svara indverjar. FRéttablaðið/VilhelM
Ég leggst alfarið
gegn svo auknu
byggingamagni á umræddri
lóð.
Jóhanna Katrín Þór-
hallsdóttir, varaodd-
viti Skútustaða-
hrepps
Samningurinn tók
gildi í maí og hefur
samstarfið gengið vonum
framar.
Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi
kosningar Tuttugu Íslendingar fóru
saman að kjósa forseta Íslands utan
kjörstaðar hjá ræðismanni Íslands
í Benidorm á Spáni í gær. Forseta-
kosningar fara fram 25. júní næst-
komandi.
„Það voru allir voðalega ánægðir
með þessa ferð sem við skipulögð-
um,“ segir Valgarð Reinhardsson,
varaformaður Félags húseigenda á
Spáni, en félagið skipulagði rútu-
ferð frá Torrevieja á kjörstaðinn í
gær. Hann segir að í Torrevieja og á
svæðum þar í kring búi yfir þúsund
Íslendingar. – ngy
Tuttugu
Íslendingar
kusu á Spáni
stjórnmál Ragnheiður Elín Árna-
dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, fundaði með ráðamönnum
í Georgíu í byrjun viku. Markmið
heimsóknarinnar var að kynna
íslensk fyrirtæki á sviði orkunýt-
ingar og fleiri greina.
Ragnheiður Elín átti meðal
annars fund með Dimitry Kumsis-
hvili, ráðherra efnahagsmála og
sjálfbærrar þróunar. Á fundinum
ræddu ráðherrarnir um samskipti
landanna og möguleika á frekari
samstarfi þeirra á ýmsum mála-
sviðum, svo sem varðandi orkumál,
sjávarútveg og ferðaþjónustu.
Skrifað verður undir fríverslunar-
samning EFTA-ríkjanna við Georgíu
síðar í mánuðinum. – ngy
Iðnaðarráðherra
fór til Georgíu
Skrifað verður undir fríverslunarsamn-
ing við Georgíu. FRéttablaðið/GVa
9 . j ú n í 2 0 1 6 f i m m t u D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
0
9
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:3
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
A
F
-B
C
C
8
1
9
A
F
-B
B
8
C
1
9
A
F
-B
A
5
0
1
9
A
F
-B
9
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
8
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K