Fréttablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 46
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Skaftason fyrrv. alþingismaður og sýslumaður, Sunnubraut 8, Kópavogi, lést 3. júní. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 10. júní kl. 13.00. Hólmfríður Gestsdóttir Gestur Jónsson Margrét Geirsdóttir Helga Jónsdóttir Skafti Jónsson Kristín Þorsteinsdóttir Gunnar Jónsson Kristín Þórisdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Jón Ágústsson Höfðabraut 5, Hvammstanga, lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga laugardaginn 4. júní. Útför hans fer fram frá Hvammstangakirkju föstudaginn 10. júní kl. 14.00. Ásta Þórhallsdóttir Þórhallur Jónsson Hólmfríður Ósmann Jónsd. Helga Jónsdóttir Þorbjörn Gíslason barnabörn, barnabarnabörn og langalangafabarn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Magnúsdóttir Álftamýri 42, lést mánudaginn 6. júní. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 14. júní kl. 13.00. Magnea Ingibjörg Þórarinsd. Guðmundur Borgfjörð Guðjónsson Soffía Dagmar Þórarinsdóttir Eggert Þór Sveinbjörnsson Sonja Þórarinsdóttir Pétur Kristinsson Gísli Grétar Þórarinsson Kristín Helgadóttir ömmu- og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Inga Þórarinsdóttir frá Þykkvabæ, sem andaðist þriðjudaginn 31. maí síðastliðinn, verður jarðsungin frá Prestsbakkakirkju á Síðu, laugardaginn 11. júní næstkomandi kl. 13. Einar Bjarnason Þórarinn Bjarnason Helga Jónsdóttir Arnar Bjarnason Anna María Pétursdóttir Halldóra Eyrún Bjarnadóttir Orri Guðjohnsen barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Arnbjörg Súsanna Sigurðardóttir frá Stóra-Kálfalæk, f. 8. 8. 1921, sem lést þann 21. maí, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju, mánudaginn 13. júní kl. 13. Steinunn Hjartardóttir Kristján Ásgeir Möller Anna Hjartardóttir Árni Valdemarsson Guðrún Arnbjargardóttir Sigrún Hjartardóttir Einar Steinþór Traustason og fjölskyldur. Glöggir hafa mögulega tekið eftir því að Snorri hefur ekki spilað mikið upp á síðkastið og eru tónleikarnir í kvöld þeir fyrstu sem hann kemur fram á í dágóðan tíma – en Snorri og sveit hafa lengi verið ansi tíðir gestir á Kexi og spilað þar reglulega. Snorra þarf nú vart að kynna fyrir fólki. Hann hefur sent frá sér þrjár plötur sem sólólistamaður – sú fyrsta, I’m Gonna Put My Name on Your Door, kom út árið 2009, en á þeirri þriðju, Autumn Skies, var hann kominn með band með sér. Snorri var aðalsprautan í Sprengjuhöllinni sem gaf út, eins og allir auðvitað vita, þrjár plötur og átti bandið nokkur lög sem voru spiluð í hengla í útvarpi. „Ég hef verið að taka upp plötu sem kemur út eftir sirka mánuð eða svo. Þannig að við erum bara búin að vera í því svolítið mikið, síðan hef ég verið í alls konar öðrum verkefnum, var t.d. að gera tónlist fyrir kvikmyndina Bakk í fyrra og annað. Þannig að ég setti „live“ spilamennskuna svolítið til hliðar á meðan. En við ætlum að fara á fullt núna í sumar og kynna nýju plötuna. Verðum á Solstice og á Sumarmölinni á Drangs- nesi núna um helgina og Innipúkanum líka,“ segir Snorri þegar hann er inntur eftir því hvað í ósköpunum hann hafi verið að bralla allan þennan tíma. Aðspurður segir Snorri að nýja platan fái mestöll að rúlla þarna á tónleikunum og í bland við hana muni þau taka gömul og góð lög eins og gengur svo allir fái eitthvað fyrir sinn snúð. Með Snorra verður heljarinnar band sem í eru nán- ast allir tónlistarmenn landsins. „Við erum sjö í bandinu, þannig að þetta verður svona stór „epic-band“ útgáfa af okkur. Þetta eru Valdimar Guðmundsson, Guðmundur Óskar Guð- mundsson sem er í Hjaltalín og Hjörtur Ingvi úr Hjaltalín líka. Síðan er það Silla – Mr. Silla. Þá er það Örn Eldjárn og Magnús Tryggvason Elíassen trommari.“ Aðdáendur fengu smá forskot á sæl- una í gær þegar frá Snorra kom spán- nýtt lag og myndband – það var lagið Einsemd af nýju plötunni sem varð fyrir valinu. „Á bak við þetta er leikhópur sem heitir Kriðpleir og strákur sem heitir Óskar Kristinn Ernisson. Þeir gerðu þetta fyrir mig í síðasta mánuði og við náðum að henda þessu strax saman.“ Snorri og band verða á Kexi hosteli í kvöld klukkan 21.00 og það er frítt inn. stefanthor@frettabladid.is Snýr aftur eftir langt hlé Snorri Helgason kemur fram á Kexi hosteli eftir langt hlé frá tónleikahaldi sem hann nýtti til að taka upp nýja plötu og vinna að alls kyns nýjungum. Honum til halds og trausts er stærðarinnar band sem mun spila úti um allt í sumar í tilefni af útgáfu plötunnar. Snorri verður á faraldsfæti í sumar, hann mun spila á öllum helstu hátíðunum og verður t.d. á Drangsnesi um helgina. MynD/Owen Fiene Ég hef verið að taka upp plötu sem kemur út eftir sirka mánuð eða svo. Þannig að við erum bara búin að vera í því svolítið mikið, síðan hef ég verið í alls konar öðrum verkefnum, var t.d. að gera tónlist fyrir kvikmyndina Bakk í fyrra og annað. Þannig að ég setti „live“ spilamennskuna svolítið til hliðar á meðan. Snorri Helgason Miklir jarðeldar með áköfu gosi komu upp á Síðumannaafrétti þennan dag, árið 1783. Skaftá þornaði upp en hraun- flóð vall fram árgljúfrið milli Skaftár- tungu og Síðu með ógurlegum drunum og skruðningum og ógnaði byggðinni. Þessu fylgdu miklir jarðskjálftar og öskufall. Fýlan var svo megn að fólki sló fyrir brjóst. Þannig er upphafi Skaftárelda lýst í Öldinni okkar. Þar kemur fram að undanfari gossins hafi verið snarpir jarðskjálftakippir sem færðust í aukana uns mökkur mikill hafi sést rísa yfir byggðarfjöll norðan Síðu í heiðskíru og spöku veðri um miðjan hvítasunnudag, þann 8. júní. Sá mökkur hafi breiðst um Síðuna alla og austur um Fljótshverfi og orðið hafi dimmt í húsum inni. „Í Skaftártungu ýrði úr lofti og var það svört leðja, áþekk bleki, sem lagðist yfir jörðina.“ Þ ETTA G E r ð I ST : 8 . j ú N í 1 7 8 3 Skaftáreldar blossa upp með tilheyrandi látum Lakagígar urðu til í Skaftáreldum. wiKipeDia/JuHáSz péter 9 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R34 T í M A M ó T ∙ F R É T T A B L A ð I ð tímamót 0 9 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 A F -C 1 B 8 1 9 A F -C 0 7 C 1 9 A F -B F 4 0 1 9 A F -B E 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 8 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.