Fréttablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 10
Final_Wrangler_SS16_CLP_700x1000mm_10mmbleed.indd 1 10/03/16 15:03
Wrangler er kominn aftur í Kringluna
Samfélag „Ég hef ekki hugmynd
um hvenær ég má fara heim og sé
stundum bara svart fyrir framan
mig því ég er eirðarlaus og áhyggju-
fullur,“ segir Angelo Uijleman, 29 ára
Hollendingur sem ákærður er fyrir
stórfellt fíkniefnalagabrot.
Mál Angelo hefur vakið nokkra
athygli þar sem hann er greindar-
skertur. Hann sat í einangrun á
Litla-Hrauni í átta vikur og var sú
vist harðlega gagnrýnd. Þá var hann
færður á Kvíabryggju þar sem hann
dvaldi í nokkrar vikur. Síðustu sex
mánuði hefur Angelo dvalið á gisti-
heimili í Reykjavík og mun líklega
þurfa að dvelja þar þangað til dómur
fellur í málinu. „Nú er þetta búið að
vera eins í rosalega marga mánuði.
Ég veit núna að ég gerði rosalega stór
mistök en nú langar mig bara að fara
heim.“
Angelo fær um fjórtán þúsund
krónur á viku frá lögreglunni til að
lifa á Íslandi og segir þann pening
ekki duga fyrir lyfjakostnaði. „Mér er
mjög illt í fætinum og verð að taka
verkjalyf. Ég hef ekki haft efni á þeim
því ég þarf að borða og drekka fyrir
peninginn sem ég fæ,“ segir Angelo
en hann veit ekki hvað hrjáir hann.
Hann segist oft eiga erfitt með svefn
vegna verkja.
Niðurstaða úr geð- og sálfræði-
mati var sú að Angelo er sakhæfur
þrátt fyrir að vera verulega greindar-
skertur. Fram
kemur að
h a n n e r
með slakan
þ r o s k a ,
einkum á
tilteknum
s v i ð u m ,
sem gerir
það að verk-
um að hann
er ekki jafn fær
og aðrir um að
meðtaka og draga
rökréttar ályktanir.
Hann eigi erfitt með að setja
fram heildarmynd af aðstæðum og
tengja saman orsakir og afleiðingar
hegðunar sinnar. Geta hans til að
rifja upp er slök og geri honum
enn erfiðara fyrir að vinna úr upp-
lýsingum.
Þrátt fyrir að vera oft mjög ein-
mana á gistiheimilinu segir Angelo
að sér líði betur nú þegar sumarið sé
komið. „Ég fer oft í göngutúr og elska
að labba um Hljómskálagarðinn. Ég
elska líka að fara á Te og kaffi og sá
staður er fullkominn.“ Hann segist
oft lenda í því að fólk úti á götu heilsi
sér enda hafi það líklega séð mynd af
honum í blöðunum. „Mér finnst
það oft gaman en ég vil
bara ekki að fólk haldi
að ég sé vondur.“
Angelo eign-
aðist góða vini
á Kvíabryggju
sem hann er
enn í góðu
s a m b a n d i
við. Hann
segir blaða-
manni frá
því að síðustu
h e l g i h a f i
hann borðað
með Hreiðari
Má Sigurðssyni,
f y r r ve ra n d i f o r -
stjóra Kaupþings, en þeir
dvöldu saman á Kvíabryggju. Þá
segir hann frá því að hann sé orðinn
góður vinur vina verjanda síns. „Þeir
eru mjög skemmtilegir og við fórum
til dæmis saman á landsleikinn um
daginn. Jói sótti mig og við fórum
fyrst og fengum okkur hamborgara,“
segir Angelo en hann er að tala um
Jóhann Alfreð Kristinsson grínista.
nadine@frettabladid.is
Angelo verkjar í fótinn
og langar að fara heim
Angelo Uijleman er í farbanni og fær fjórtán þúsund krónur í vasapening á viku.
Angelo segist elska að labba um Hljómskálagarðinn. FréttAblAðið/Anton brink
Mér er mjög illt í
fætinum og ég verð
að taka verkjalyf. Ég hef ekki
haft efni á þeim því ég þarf
að borða og drekka fyrir
peninginn sem ég
fæ.
Angelo Uijleman
Samfélag Ketti var fargað af starfs-
mönnum Hafnarfjarðarbæjar, án
vitundar eiganda hans. Keyrt var á
köttinn með þeim afleiðingum að
hann drapst, örfáum húsum frá heim-
ili hennar í síðustu viku.
Ásdís Björgvinsdóttir, eigandi
kattarins, furðar sig á verklagi bæjar-
félagsins. Kötturinn var örmerktur en
ólarlaus.
Ásdís frétti af óhappinu hjá
nágranna og hafði þá samband við
lögregluna í tvígang og fékk að lokum
þær upplýsingar að farið hefði verið
með hræ kattarins í þjónustumiðstöð
bæjarins. Starfsmaður þjónustumið-
stöðvarinnar tilkynnir henni þá að
hræinu hefði verið fargað.
„Farið var með köttinn á stað fyrir
úrgang og hann grafinn þar því hann
var geymdur úti í poka á þjónustu-
miðstöðinni og krummi var farinn að
narta í hann,“ segir Ásdís og bætti við
að móðir hennar hafi fengið þau svör
hjá þjónustumiðstöðinni að ekki væri
mannskapur til þess að fara með hræ
kattarins á dýraspítalann til að lesa af
örmerkinu.
Árdísi Ármannsdóttir, samskipta-
stjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir starfs-
menn bæjarins sækja dýrahræ og fara
með á þjónustumiðstöð bæjarins í
plastpoka þar sem þau eru geymd.
„Ef dýrin eru með merki um háls-
inn með öllum viðeigandi upplýs-
ingum þá er í öllum tilfellum hringt í
eigendur,“ segir Árdís og bætir við að
bærinn hringi ekki í eigendur þeirra
dýra sem eru einungis merkt með
örmerki.
Reykjavíkurborg er með samning
við Dýraspítalann í Víðidal sem
sér um að taka við hræjum dýra
sem finnast í borginni. Ef dýrin eru
örmerkt eða merkt á annan hátt þá
eru eigendur dýranna látnir vita um
örlög þeirra.
Árdís segir að kostnaður sé falinn
í því að sækja dýrin og færa þau á
Dýraspítalann og að greitt yrði fyrir
þá þjónustu af samfélaginu í heild.
„Það er erfitt ef við leggjum mann-
skap í það að fara með dýrin, þó það
sé mjög falleg hugsun, þá fáum við
líka gagnrýni frá þeim sem eru ekki
kattaeigendur.“ thordis@frettabladid.is
Dauðum köttum fargað
án vitundar eigenda
Dýrahræ sem finnast í Hafnarfirði eru færð á þjónustumiðstöð bæjarins áður en þau
eru grafin á stað sem kallaður er „tippurinn“, fyrir ofan bæinn. norDicpHotos/Getty
Hann var geymdur
úti í poka á þjón-
ustumiðstöðinni og krummi
var farinn að
narta í hann.
Ásdís Björgvins-
dóttir, eigandi
kattarins
9 . j ú n í 2 0 1 6 f I m m T U D a g U R10 f R é T T I R ∙ f R é T T a B l a ð I ð
0
9
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:3
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
A
F
-D
F
5
8
1
9
A
F
-D
E
1
C
1
9
A
F
-D
C
E
0
1
9
A
F
-D
B
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
6
4
s
_
8
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K