Fréttablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 32
„Við erum allir í 10. bekk í Lang- holtsskóla og þetta er lokaverkefn- ið okkar. Við ákváðum að styrkja Downs félag Íslands og hanna og prenta boli til að selja. Allur ágóð- inn rennur til félagsins,“ útskýrir Sveinn Guðnason sem ásamt þeim Andra Sævarssyni, Óla Brimari Þorleifssyni og Gunnlaugi Erni stendur í ströngu við að prenta myndir á stuttermaboli. Þeir kalla sig Dos Waffles og hafa opnað Face book-síðu með því nafni þar sem þeir taka við pöntunum. Hvernig fór þetta af stað? „Við skoðuðum myndir á netinu og svo er einn okkar mjög góður í að teikna og á teiknispjald sem hann tengir við tölvuna. Við vorum búnir að redda díl við fyrirtæki sem prentar á boli en löbbuðum svo í einni nestispásunni í skól- anum inn í Farva og hann gerði okkur frábært tilboð, að hann myndi kenna okkur allt svo við gætum gert bolina sjálfir. Við erum því komnir í hálfgert sam- starf við Farva með verkefnið,“ segir Sveinn og bætir við að bol- irnir fái góðar viðtökur. „Við vorum að kynna verkefnið fyrir áttunda og níunda bekk í gær og fengum strax slatta af pöntun- um. Þetta fer betur af stað en við bjuggumst við,“ segir Sveinn en þeir félagarnir kynntu verkefnið fyrir foreldrum í gærkvöldi á út- skriftinni. Hverslags myndir prýða bol- ina? „Þetta eru vöfflur, pönnukök- ur og maður að borða kleinuhringi. Morgunmatarþema,“ segir Sveinn en hefur engar skýringar á því af hverju matur varð fyrir valinu. „Við eiginlega vitum það ekki. Við duttum bara niður á mynd af vöfflu þegar við vorum að byrja á verkefninu. Við ætlum að gera viskustykki líka og við prófuðum að gera eitt í Farva sem kom vel út. Svo ætlum við að bæta við svunt- um og smekkjum með þessum myndum. Ef þetta gengur vel höld- um við eitthvað áfram með þetta, það á allt eftir að koma í ljós. Við erum ekkert farnir að tala við búð- irnar strax,“ segir hann sposk- ur. „Kennarinn er allavega mjög ánægður með þetta.“ Nánar má forvitnast um verk- efnið á Facebook-síðunni Dos Waffles. heida@365.is vöfflur og pönnsur á stuttermaboli Fjórir félagar úr 10. bekk í Langholtsskóla hafa sett af stað verkefni til styrktar Downs félaginu á Íslandi. Þeir hanna og prenta myndir af morgunmat á stuttermaboli og kalla sig Dos Waffles á Facebook. „Við löbbuðm svo í einni nestispásunni í skólanum inn í Farva og hann gerði okkur frábært tilboð, að hann myndi bara kenna okkur allt svo við gætum gert bolina sjálfir.“ mynd/FarVi Frá vinstri, Sveinn, Óli Brimar, Gunnlaugur Örn og andri Sævarsson, nemendur í 10. bekk í Langholtsskóla. Þeir prenta á boli til styrktar downs félaginu og kalla sig dos Waffles á Facebook. mynd/FarVi Ásta Guðmundsdóttir fatahönnuð- ur opnar sýningu í Flóru á Akur- eyri á morgun, föstudag. Sýningin ber heitið Náttúruafl en aðalefni- viður Ástu er náttúruleg efni. „Undanfarin ár hef ég snúið mér að því að gera innsetningar og listaverk. Ég nota textíl og þræði í verkin og yfirleitt náttúruleg efni, hrosshár, bómull, silki og íslenska ull og geri tilraunir. Ég bý enn þá til föt en hef víkkað út starfssviðið. Á sýningunni í Flóru verð ég ein- hvers staðar þarna mitt á milli,“ segir Ásta Vilhelmína Guðmunds- dóttir fatahönnuður en hún opnar sýninguna Náttúruafl í versluninni Flóru á Akureyri á morgun. Ásta lauk námi í fatahönnun frá Fachhochschule für Gestalt- ung Pforzheim árið 1990 og setti þá á fót eigið merki, Ásta Creative Clothes. Hún segist þó alltaf hafa verið með annan fótinn í myndlist og farið óhefðbundnar leiðir í fata- hönnun. „Ég hef alltaf verið spennt fyrir því að gera óhefðbundna hluti og tilraunir. Ég gerði engin venjuleg föt í skólanum. Eftir að ég fór að hanna eigin línu gerði ég þó venju- leg föt en undir sterkum áhrifum frá náttúrunni, „veðruð föt“, en flíkurnar voru eins og þær væru notaðar eða hefðu verið úti í nátt- úrunni. Mér finnst fallegra ef fötin eru ekki alveg slétt og felld. Nú er ég komin allan hringinn, komin aftur í tilraunirnar,“ segir Ásta en innsetninguna í Flóru vinnur hún beint inn í rýmið. „Kannski er þetta hálfgerð vera sem ég er að búa til, eitthvað úr náttúrunni.“ Sýningin verður opnuð á morgun klukkan 17 og stendur til 7. ágúst. á milli hönnunar og listar Ásta Guðmundsdóttir fatahönnuður opnar sýningu í Flóru á akureyri á morgun. mynd/eyÞÓr Yfirhafnir Laugavegi 63 • S: 551 4422 Vertu vinur á Facebook Laugavegi 63 • S: 551 4422 www.l axdal. is SUMARSALA GERRY WEBER - TAIFUN - BETTY BARCLAY 20% AFSLÁTTUR FIMMTUDAG - MÁNUDAG GÓÐIR SUNNUDAGAR Á BYLGJUNNI FÖSTUDAGSVIÐTALIÐ KL. 08:00 10:00 SPRENGISANDUR KL. 10:00 12:00 9 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R6 F ó l k ∙ k y n n I n G A R b l A ð ∙ T í s k A 0 9 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 A F -A D F 8 1 9 A F -A C B C 1 9 A F -A B 8 0 1 9 A F -A A 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 8 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.