Fréttablaðið - 09.06.2016, Side 32

Fréttablaðið - 09.06.2016, Side 32
„Við erum allir í 10. bekk í Lang- holtsskóla og þetta er lokaverkefn- ið okkar. Við ákváðum að styrkja Downs félag Íslands og hanna og prenta boli til að selja. Allur ágóð- inn rennur til félagsins,“ útskýrir Sveinn Guðnason sem ásamt þeim Andra Sævarssyni, Óla Brimari Þorleifssyni og Gunnlaugi Erni stendur í ströngu við að prenta myndir á stuttermaboli. Þeir kalla sig Dos Waffles og hafa opnað Face book-síðu með því nafni þar sem þeir taka við pöntunum. Hvernig fór þetta af stað? „Við skoðuðum myndir á netinu og svo er einn okkar mjög góður í að teikna og á teiknispjald sem hann tengir við tölvuna. Við vorum búnir að redda díl við fyrirtæki sem prentar á boli en löbbuðum svo í einni nestispásunni í skól- anum inn í Farva og hann gerði okkur frábært tilboð, að hann myndi kenna okkur allt svo við gætum gert bolina sjálfir. Við erum því komnir í hálfgert sam- starf við Farva með verkefnið,“ segir Sveinn og bætir við að bol- irnir fái góðar viðtökur. „Við vorum að kynna verkefnið fyrir áttunda og níunda bekk í gær og fengum strax slatta af pöntun- um. Þetta fer betur af stað en við bjuggumst við,“ segir Sveinn en þeir félagarnir kynntu verkefnið fyrir foreldrum í gærkvöldi á út- skriftinni. Hverslags myndir prýða bol- ina? „Þetta eru vöfflur, pönnukök- ur og maður að borða kleinuhringi. Morgunmatarþema,“ segir Sveinn en hefur engar skýringar á því af hverju matur varð fyrir valinu. „Við eiginlega vitum það ekki. Við duttum bara niður á mynd af vöfflu þegar við vorum að byrja á verkefninu. Við ætlum að gera viskustykki líka og við prófuðum að gera eitt í Farva sem kom vel út. Svo ætlum við að bæta við svunt- um og smekkjum með þessum myndum. Ef þetta gengur vel höld- um við eitthvað áfram með þetta, það á allt eftir að koma í ljós. Við erum ekkert farnir að tala við búð- irnar strax,“ segir hann sposk- ur. „Kennarinn er allavega mjög ánægður með þetta.“ Nánar má forvitnast um verk- efnið á Facebook-síðunni Dos Waffles. heida@365.is vöfflur og pönnsur á stuttermaboli Fjórir félagar úr 10. bekk í Langholtsskóla hafa sett af stað verkefni til styrktar Downs félaginu á Íslandi. Þeir hanna og prenta myndir af morgunmat á stuttermaboli og kalla sig Dos Waffles á Facebook. „Við löbbuðm svo í einni nestispásunni í skólanum inn í Farva og hann gerði okkur frábært tilboð, að hann myndi bara kenna okkur allt svo við gætum gert bolina sjálfir.“ mynd/FarVi Frá vinstri, Sveinn, Óli Brimar, Gunnlaugur Örn og andri Sævarsson, nemendur í 10. bekk í Langholtsskóla. Þeir prenta á boli til styrktar downs félaginu og kalla sig dos Waffles á Facebook. mynd/FarVi Ásta Guðmundsdóttir fatahönnuð- ur opnar sýningu í Flóru á Akur- eyri á morgun, föstudag. Sýningin ber heitið Náttúruafl en aðalefni- viður Ástu er náttúruleg efni. „Undanfarin ár hef ég snúið mér að því að gera innsetningar og listaverk. Ég nota textíl og þræði í verkin og yfirleitt náttúruleg efni, hrosshár, bómull, silki og íslenska ull og geri tilraunir. Ég bý enn þá til föt en hef víkkað út starfssviðið. Á sýningunni í Flóru verð ég ein- hvers staðar þarna mitt á milli,“ segir Ásta Vilhelmína Guðmunds- dóttir fatahönnuður en hún opnar sýninguna Náttúruafl í versluninni Flóru á Akureyri á morgun. Ásta lauk námi í fatahönnun frá Fachhochschule für Gestalt- ung Pforzheim árið 1990 og setti þá á fót eigið merki, Ásta Creative Clothes. Hún segist þó alltaf hafa verið með annan fótinn í myndlist og farið óhefðbundnar leiðir í fata- hönnun. „Ég hef alltaf verið spennt fyrir því að gera óhefðbundna hluti og tilraunir. Ég gerði engin venjuleg föt í skólanum. Eftir að ég fór að hanna eigin línu gerði ég þó venju- leg föt en undir sterkum áhrifum frá náttúrunni, „veðruð föt“, en flíkurnar voru eins og þær væru notaðar eða hefðu verið úti í nátt- úrunni. Mér finnst fallegra ef fötin eru ekki alveg slétt og felld. Nú er ég komin allan hringinn, komin aftur í tilraunirnar,“ segir Ásta en innsetninguna í Flóru vinnur hún beint inn í rýmið. „Kannski er þetta hálfgerð vera sem ég er að búa til, eitthvað úr náttúrunni.“ Sýningin verður opnuð á morgun klukkan 17 og stendur til 7. ágúst. á milli hönnunar og listar Ásta Guðmundsdóttir fatahönnuður opnar sýningu í Flóru á akureyri á morgun. mynd/eyÞÓr Yfirhafnir Laugavegi 63 • S: 551 4422 Vertu vinur á Facebook Laugavegi 63 • S: 551 4422 www.l axdal. is SUMARSALA GERRY WEBER - TAIFUN - BETTY BARCLAY 20% AFSLÁTTUR FIMMTUDAG - MÁNUDAG GÓÐIR SUNNUDAGAR Á BYLGJUNNI FÖSTUDAGSVIÐTALIÐ KL. 08:00 10:00 SPRENGISANDUR KL. 10:00 12:00 9 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R6 F ó l k ∙ k y n n I n G A R b l A ð ∙ T í s k A 0 9 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 A F -A D F 8 1 9 A F -A C B C 1 9 A F -A B 8 0 1 9 A F -A A 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 8 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.