Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.06.2016, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 09.06.2016, Qupperneq 4
Frá kr. 123.895 m/allt innifalið KRÍT 16. júní í 11 nætur Netverð á mann frá kr. 123.895 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í stúdíó. Netverð á mann frá kr. 149.895 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. Porto Platanias Village Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . Allt að 60.000 kr. afsláttur á mann SPOTT PRÍS sveitarstjórnarmál Fundargerðir og umsagnir heimamanna í gögnum Skútustaðahrepps sýna að engin sátt ríkir um stækkun Hótels Reykja- hlíðar. Sveitarstjórnin er klofin í málinu og íbúar lýsa furðu sinni á því að svo virðist sem ákveðið hafi verið að ganga gegn yfirlýstri stefnu sveitarfélagsins um uppbyggingu í Reykjahlíð. Eins og Fréttablaðið greindi frá á laugardag eiga áformaðar nýbygg- ingar við Hótel Reykjahlíð á vegum Icelandair Hotels að rísa langt innan þess 200 metra verndarsvæðis sem er markað hringinn í kringum vatnið og Laxá allt til ósa Skjálf- andafljóts, samkvæmt sérlögum um vernd Mývatns og Laxár. Í fundargerð sveitarstjórnar Skútustaðahrepps 31. mars var breytingartillaga skipulagsnefndar á aðal- og deiliskipulagi sveitar- félagsins tekin fyrir og samþykkt með þremur atkvæðum af fimm manna sveitarstjórn. Þar er heim- ilað að Icelandair Hotels vinni að skipulagi viðbyggingar við Hótel Reykjahlíð á tveimur hæðum. Einn sat hjá við atkvæðagreiðsl- una, Sigurður Böðvarsson bóndi á Gautlöndum 1, en Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, hálendisfulltrúi og varaoddviti, greiddi atkvæði gegn tillögunni og lagði fram eftirfarandi bókun: „Ég leggst alfarið gegn svo auknu byggingamagni á umræddri lóð. Er það í samhengi við afstöðu mína í fyrri atkvæðagreiðslum varðandi sambærilegt mál og byggir skoðun mín á háu verndargildi og mikilvægi útsýnis yfir Mývatn á þessum stað.“ Í innsendum umsögnum íbúa kveður við sama tón, en þær eru birtar í fundargerð skipulagsnefnd- ar 17. ágúst. Í umsögn Guðrúnar M. Valgeirs- dóttur, Reykjahlíð 1, segir að stækk- un hótelsins muni skerða verulega útsýni og rýra verðgildi eignarinnar. Eins vísar Guðrún í greinargerð Aðalskipulags Skútustaðahrepps 2011-2023 þar sem segir: „Vatns- megin vegarins umhverfis Mývatn skal spornað við frekari nýbygg- ingum öðrum en þeim sem tengjast bæjar- og húsaþyrpingum sem þar eru fyrir.“ Telur Guðrún að vissulega standi gamla hótelbyggingin svo nærri vatninu „en að áætlanir skuli gera ráð fyrir 2.000 fermetra, stækk- un á þeirri byggingu 30 til 40 metra frá bakka Mývatns sætir undrun svo ekki sé fastar að orði kveðið.“ „Fyrr má nú rota en dauðrota í aukningu á byggingarmagni,“ skrifar Ólafur H. Jónsson, fyrir hönd Reykja- hlíðar 3. Hann, eins og Guðrún, segir að breyting á aðalskipulagi sé ekki í samræmi við stefnu sveitarstjórnar. Segir hann að svo stór bygging sam- rýmist varla því sem sveitarstjórn hefur sett sér sem stefnu vestan þjóð- vegar, eða vatnsmegin. Fleiri skrifa á sömu nótum, þau Elísabet Sigurðardóttir og Ragnar Davíð Baldvinsson, Reykjahlíð 4, segja því til viðbótar að þeim þyki „einkennileg sú staðhæfing“ að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Telja þau að stækk- un hótelsins hljóti, „með tilheyrandi raski og auknum gestafjölda, að hafa umtalsverð áhrif á umhverfið við vatnið vegna nálægðarinnar.“ svavar@frettabladid.is Ósáttir við stækkun hótels Áform Icelandair Hotels um að stækka Hótel Reykjahlíð margfalt mæta mikilli óánægju á meðal íbúa. Sveitarstjórnin er klofin í málinu. Gengur gegn yfirlýstri stefnu sveitarfélagsins um uppbyggingu. Íbúar í Reykjahlíð eru margir mjög ósáttir við að tapa útsýni yfir Mývatn. FRéttablaðið/VilhelM viðskipti Flugfélagið WOW air hefur samið við fyrirtækið Inter- GlobeTechnologies, alþjóðlegt fyrirtæki á Indlandi, og munu starfs- menn þar í landi sinna almennri þjónustu í gegnum síma, svara tölvupóstum og aðstoða viðskipta- vini sem hafa samband við þjón- ustuver WOW air. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýs- ingafulltrúi WOW air, segir samn- inginn hafa verið gerðan vegna gríðarlegs álags á þjónustuver fyrir- tækisins og til að anna eftirspurn erlendra farþega félagsins eftir þjónustu í gegnum síma. Fjöldi starfsmanna verður breytilegur eftir álagstímum. „Samningurinn tók gildi í maí og hefur samstarfið gengið vonum framar. Sólarhringsaðstoð er í boði og er það markmiðið að veita bestu þjónustu sem völ er á,“ segir Svana og bætir við að eftir sem áður muni þjónustuver starfa á Íslandi til að þjóna íslenskum markaði ásamt erlendum mörkuðum á opnunar- tíma þess. Svanhvít segir InterGlobeTechno- logies vera virt fyrirtæki sem sérhæfi sig í ferðaþjónustu og starfi fyrir stór félög á borð við KLM, British Airways og Expedia. – ngy Indverjar svara í símann fyrir WOW umhverfismál Hlutfall útblásturs gróðurhúsalofttegunda vegna raf- orku- og varmaframleiðslu fer yfir 50 prósent í fjölmörgum löndum Evr- ópu. Ísland er með lægsta hlutfallið, en hér er enginn útblástur vegna þessara tveggja þátta. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Alþjóða- bankanum (World Bank) og Sam- orka vekur athygli á í frétt á heima- síðu sinni. Ísland er með lægsta hlutfall útblásturs gróðurhúsalofttegunda (CO2) vegna bruna jarðefnaelds- neytis við raforku- og varmafram- leiðslu í Evrópu. Eistland stendur verst af Evrópulöndunum, en þar eru tæplega 80 prósent af öllum útblæstri tilkomin vegna raforku- og varmaframleiðslu. Í fjölmörgum löndum eru yfir 50 prósent af heildarútblæstri vegna raforku- og varmaframleiðslu, meðal annars í Finnlandi og Póllandi. Í Danmörku er hlutfallið 49 prósent. Mikill munur er á þeim löndum sem lægsta hlutfallið hafa. Ísland og Lúxemborg skera sig úr, en Lúxem- borg er með átta prósent útblásturs vegna raforku- og varmaframleiðslu. Þar næst kemur Frakkland með sautján prósent, Svíþjóð hefur fjórða lægsta hlutfallið, eða 25 prósent, og í Belgíu er hlutfallið 27 prósent. Á Íslandi er notað jarðefnaelds- neyti við raforku- og varmafram- leiðslu í undantekningartilfellum, en magnið er það lítið að það mælist ekki í úttekt Alþjóðabankans. – shá Ísland eitt með engan útblástur vegna raforku Útblástur vegna raforku- og varmaframleiðslu er ekki mælanlegur á Íslandi. FRéttablaðið/VilhelM Nýleg airbus þota WOW air. Þegar hringt er í þjónustuver fyrirtækisins í fram- tíðinni svara indverjar. FRéttablaðið/VilhelM Ég leggst alfarið gegn svo auknu byggingamagni á umræddri lóð. Jóhanna Katrín Þór- hallsdóttir, varaodd- viti Skútustaða- hrepps Samningurinn tók gildi í maí og hefur samstarfið gengið vonum framar. Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi kosningar Tuttugu Íslendingar fóru saman að kjósa forseta Íslands utan kjörstaðar hjá ræðismanni Íslands í Benidorm á Spáni í gær. Forseta- kosningar fara fram 25. júní næst- komandi. „Það voru allir voðalega ánægðir með þessa ferð sem við skipulögð- um,“ segir Valgarð Reinhardsson, varaformaður Félags húseigenda á Spáni, en félagið skipulagði rútu- ferð frá Torrevieja á kjörstaðinn í gær. Hann segir að í Torrevieja og á svæðum þar í kring búi yfir þúsund Íslendingar. – ngy Tuttugu Íslendingar kusu á Spáni stjórnmál Ragnheiður Elín Árna- dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, fundaði með ráðamönnum í Georgíu í byrjun viku. Markmið heimsóknarinnar var að kynna íslensk fyrirtæki á sviði orkunýt- ingar og fleiri greina. Ragnheiður Elín átti meðal annars fund með Dimitry Kumsis- hvili, ráðherra efnahagsmála og sjálfbærrar þróunar. Á fundinum ræddu ráðherrarnir um samskipti landanna og möguleika á frekari samstarfi þeirra á ýmsum mála- sviðum, svo sem varðandi orkumál, sjávarútveg og ferðaþjónustu. Skrifað verður undir fríverslunar- samning EFTA-ríkjanna við Georgíu síðar í mánuðinum. – ngy Iðnaðarráðherra fór til Georgíu Skrifað verður undir fríverslunarsamn- ing við Georgíu. FRéttablaðið/GVa 9 . j ú n í 2 0 1 6 f i m m t u D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 9 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 A F -B C C 8 1 9 A F -B B 8 C 1 9 A F -B A 5 0 1 9 A F -B 9 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 8 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.