Fréttablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 12
Mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins Nils Muižnieks flytur erindið:
Current Challenges to Human Rights in Europe
Fundarstjóri: Pétur Dam Leifsson, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands.
Báðir fundirnir verða í Norræna húsinu, 10. og 20. júní nk.
og verða erindin á ensku.
Boðið verður upp á hádegishressingu að loknum erindum.
Allir velkomnir.
Framkvæmdastjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, ODIHR,
Michael Georg Link flytur erindið:
Human Rights and Security
Fundarstjóri: Björg Thorarensen, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands.
Utanríkisráðuneytið í samvinnu við
Mannréttindastofnun Háskóla Íslands
efnir til tveggja funda með fulltrúum
alþjóðastofnana í Evrópu um áhrif átaka og
hryðjuverka á virðingu fyrir mannréttindum
Föstudaginn 10. júní kl. 12-13 í Norræna húsinu
Mánudaginn 20. júní kl. 12-13 í Norræna húsinu
MANNRÉTTINDASTOFNUN
Bandaríkin Hillary Clinton hvetur
stuðningsmenn Bernies Sanders til
að fylkja sér að baki henni í kosn-
ingabaráttunni fram undan. Hún
tryggði sér útnefningu Demókrata-
flokksins í forkosningum á þriðju-
dag.
„Hvort sem þið studduð mig eða
Sanders eða einhvern repúblikan-
anna, þá þurfum við að standa
saman við að gera Bandaríkin betri,
sanngjarnari og sterkari,“ sagði hún
og hrósaði jafnframt Sanders fyrir
baráttugleðina: „Kosningabarátta
hans og þær áköfu kappræður sem
við höfum átt í um það hvernig eigi
að hækka tekjur, draga úr ójöfnuði
og styrkja félagslegan hreyfanleika
upp á við hafa haft mjög góð áhrif á
Demókrataflokkinn og Bandaríkin.“
Sanders segist hins vegar enn
staðráðinn í að halda áfram barátt-
unni þangað til á landsþingi Demó-
krataflokksins í lok júlí.
„Ég er frekar góður í reikningi
og geri mér fulla grein fyrir því að
baráttan fram undan verður afar
kröpp fyrir okkur,“ sagði hann að
kvöldi þriðjudags. „En við ætlum
að halda áfram að berjast um hvern
einasta fulltrúa.“
Clinton lýsti yfir sigri á fundi
með stuðningsmönnum sínum í
fyrrakvöld, þar sem hún þakkaði
meðal annars móður sinni fyrir að
hafa gefið sér gott ráð. „Hún kenndi
mér að hopa aldrei undan ofstopa-
mönnum,“ sagði hún og uppskar
mikil fagnaðarlæti í salnum.
Hún beindi síðan spjótum sínum
að Donald Trump, forsetaefni
Repúbl ikanaflokksins, sem væntan-
lega mun keppa við hana í forseta-
kosningunum í nóvember.
Hún sagði Trump óhæfan til þess
að gegna forsetaembættinu, ein-
faldlega vegna þess hvers konar
skapferli hann væri gæddur: „Hann
vill sigra með því að ýta undir ótta
okkar og nudda salti í sárin, og
minna okkur daglega á það hversu
frábær hann er. Við teljum að við
eigum að hjálpa hvert öðru upp,
ekki rífa hvert annað niður.“
Enn eiga demókratar þó eftir að
kjósa sér forsetaefni í höfuðborg-
inni Washington. Þær forkosningar
fara fram á þriðjudaginn, 14. júní.
gudsteinn@frettabladid.is
Clinton hrósar Sanders fyrir baráttuna
Tryggði sér útnefningu Demókrataflokksins í forkosningum á þriðjudag. Segir Donald Trump ekkert erindi eiga í forsetaembættið.
Sanders segist staðráðinn í að halda áfram baráttunni þangað til á landsþingi Demókrataflokksins sem fram fer í næsta mánuði.
Hillary Clinton verður forsetaefni Demókrataflokksins í kosningunum í nóvember.
Fréttablaðið/EPa
danmörk Hæstiréttur Danmerkur
hefur svipt Said Mansour ríkis-
borgararétti. Þetta er í fyrsta sinn
sem dómur af þessu tagi er felldur
í Danmörku.
Mansour hefur tvisvar verið
dæmdur til refsingar fyrir að hvetja
til hryðjuverka.
Hann er 56 ára gamall, fimm
barna faðir og eru öll börnin dansk-
ir ríkisborgarar. Mansour er hins
vegar einnig með ríkisborgararétt
í Marokkó.
Ekki er þó víst að honum verði
vísað úr landi eða hann framseldur
til Marokkó, sem hefur óskað eftir
framsali hans. Danska ríkinu er
nefnilega óheimilt að senda fólk til
landa þar sem hætta er á að það eigi
yfir höfði sér pyntingar eða dauða-
dóm. – gb
Sviptur dönskum
ríkisborgararétti
Said Mansour hefur tvisvar hlotið dóm
fyrir að hvetja til hryðjuverka.
Fréttablaðið/EPa
StjórnSýSla „Öll þessi Panamamál
eru í vinnslu og ekki tímabært að
tjá sig um þau sérstaklega,“ svarar
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskatt-
stjóri þegar hann er spurður um
gang mála.
Í byrjun apríl kom fram í Frétta-
blaðinu að ríkisskattstjóri hefði kraf-
ist þess að fá Panama-skjölin afhent
frá Reykjavik Media á grundvelli 94.
greinar tekjuskattslaga. Skúli Eggert
segir gagnaopnun Reykjavik Media í
byrjun maí, þar sem hægt er að leita
í skjölunum, hafa breytt stöðunni.
„Aðgangurinn er áhugaverður
en nokkuð takmarkaður. Þau gögn
voru til fyllingar því sem til var fyrir
og að því leyti gagnleg,“ segir hann
en bætir við að hann geti ekki tjáð
sig frekar um málið. Vinnslan muni
taka nokkurn tíma, sennilega út
árið, og því ekki frekari upplýsingar
að fá að sinni. – ebg
Opinberun gagna breytti
stöðunni í rannsóknum
Fyrir mánuði var opnaður gagnagrunnur byggður á Panama-skjölunum sem Skúli
Eggert segir bæta við upplýsingar sem ríkisskattstjóri hafði fyrir. NorDiCPHotoS/aFP
Aðgangurinn er
áhugaverður en
nokkuð tak-
markaður.
Skúli Eggert
Þórðarson,
ríkisskattstjóri
Hún kenndi mér að
hopa aldrei undan
ofstopamönnum.
Hillary Clinton um móður sína
Við ætlum að halda
áfram að berjast um
hvern einasta fulltrúa.
Bernie Sanders
9 . j ú n í 2 0 1 6 F i m m t U d a G U r12 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð
0
9
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:3
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
A
F
-C
B
9
8
1
9
A
F
-C
A
5
C
1
9
A
F
-C
9
2
0
1
9
A
F
-C
7
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
6
4
s
_
8
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K