Fréttablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 14
Ráð Heimilið App GOmobile Sóley Kristjánsdóttir, vörumerkja­ stjóri hjá Ölgerðinni, segist fá bestu eggin í bænum frá hænunum fjórum sem spígspora í garðinum hjá henni. „Ég varð alveg sjúk í að fá mér hænur eftir að hafa lesið viðtal við mann sem var með hænur í Reykja­ vík. Hænurnar mínar eru alltaf úti. Þær hafa aðgang að kofa með hlýju á veturna en fara samt alltaf út á daginn. Þetta eru alvörulandnáms­ hænur,“ segir Sóley sem kveðst nota úrganginn frá hænunum sem áburð á allar jurtirnar sem hún ræktar. Hæn­ urnar séu svo fóðraðar á því sem til fellur á heimilinu ásamt hænsnafóðri. „Við hendum aldrei mat og erum dugleg að nýta afganga. Ef maður á pasta afgangs má til dæmis setja ost ofan á það og hita í ofni daginn eftir. Það er nokkurs konar útgáfa af las­ anja. Það er líka hægt að búa til góða máltíð með því að setja það sem maður á í ísskápnum ofan á tortillur sem maður bakar sjálfur eða kaupir. Ég set sósu á tortillur, fullt af græn­ meti og ost yfir,“ tekur Sóley fram. Hún ræktar fjölmargar tegundir af grænmeti og kryddjurtum í garð­ inum sínum og kann góð ráð til rækt­ unar. „Basil og ýmsar aðrar krydd­ jurtir eiga það til að tréna. Þess vegna er sniðugt að klippa stöngla af þeim, setja þá í vatn og þá rótar plantan sig. Svo er plantan sett í mold og þann­ ig getur maður endurnýjað hana. Ég geri þetta líka við oregano, timjan og myntu.“ Vorlauka sem Sóley kaupir úti í búð með rótum setur hún í vatn í nokkra daga og síðan í mold. „Vor­ laukur vex hratt en þetta þarf maður að gera nokkrum sinnum. Stundum lifir hann af veturinn.“ – ibs Neytandinn Sóley Kristjánsdóttir vörumerkjastjóri Bestu eggin frá hænunum í garðinum Sóley Kristjánsdóttir fær fínan áburð á grænmetið sitt frá hænunum sem hún hefur í garðinum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Mælt er með að grillgrindur úr pott- járni séu hreinsaðar með mjúkum svampi eða mjúkum bursta en ekki bursta úr ryðfríu stáli eða messing. Áður en grillið er notað er skyn- samlegt að bera matar olíu á grindurnar með hreinni tusku til að fjarlægja strá sem mögulega hafa dottið úr grillburst- anum. Ef borin er olía á grindurnar fyrir og eftir notkun festist maturinn síður við þær auk þess sem grind- urnar ryðga síður. Ekki á að nota ólífuolíu heldur venjulega matarolíu. Grillgrindur hreinsaðar Á íslenskum smáforritamarkaði í dag eru mörg öpp sem eru neytendum sérstaklega til hagsbóta. GOmobile gerir neytendum kleift að safna inneign með viðskiptum við samstarfsfélaga appsins. Notendur tengja appið við greiðslukort og fá endurgreiðslu í formi inneignar hjá appinu fyrir viðskiptin, allt frá 1,5 prósent endurgreiðslu og að 15 pró- sentum. Sem dæmi má fá endurgreiðslu í formi inneignar af sólarlandaferðum en líka á skemmtistöðum mið- borgarinnar. Samstarfsfélagar GOmobile eru tæplega tvö hundruð talsins. Inn- eignina má nota í vefverslun GOmo- bile eða til að greiða niður reikninga hjá Símanum. Inneign safnað með viðskiptum Flugrekendur hafa ríka skyldu til að upplýsa far þega um réttindi sín. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu Flugfarþegar hafa ýmis réttindi ef til seinkana kemur, ef flug eru yfir­ bókuð eða þeim aflýst. Réttindin miðast við lengd flugs og lengd tafarinnar. Í Evrópureglugerð um réttindi flugfarþega er kveðið á um ýmis lágmarksréttindi sem flugrek­ endur eiga að virða. Að sögn Þórhildar Elínardóttur, samskiptastjóra Samgöngustofu, hefur vitneskja flugfarþega um réttindi sín farið sívaxandi. „Flug­ rekendur hafa ríka skyldu til að upplýsa farþega um réttindi sín,“ segir Þórhildur. Ef flugið sem um ræðir fellur undir EES­reglur eiga farþegar allt­ af rétt á þjónustu hjá viðkomandi flugfélagi. Það sem felst í réttinum til aðstoðar er að flugrekanda ber að bjóða farþegum endurgjaldslaust máltíðir, hressingu og hótelgistingu ef þörf er á. Farþegar geta einnig átt rétt á skaðabótum eftir atvikum. Rétt­ indin eru til staðar jafnvel þótt flugi sé frestað eða aflýst vegna orsaka sem teljast óviðráðanlegar, svo sem náttúruhamfara eða verkfalla. Ef flugi er aflýst geta farþegar átt rétt á því að fá flugfargjald sitt endur greitt eða flugmiðanum breytt. Farþegar eiga einnig rétt á endurgreiðslu ef seinkun á flugi er orðin fimm klukkustundir eða meira. Upphæð skaðabóta vegna seink­ ana er frá 17 þúsund krónum, þegar um er að ræða flug undir 1.500 km og innan við tveggja klukkustunda töf, upp í 83 þúsund krónur þegar vegalengdin er yfir 3.500 km og lengd tafarinnar er meiri en fjórar klukkustundir. Þó skal nefna að ef seinkun er ekki á ábyrgð flugfélags­ ins eru ekki líkur á því að farþegar eigi rétt á skaðabótum. „Til að kanna réttindi sín og mögulegar bætur eiga flugfarþegar að leita beint til þess flugrekanda sem þeir flugu með eða þjónustu­ aðila hans,“ segir Þórhildur og bætir við að ósáttir farþegar geti kvartað til Samgöngustofu. thordis@frettabladid.is Með ýmis réttindi þegar flugi seinkar Réttindi flugfarþega ef flugi seinkar eða er aflýst eru margvísleg. Kveðið er á um réttindin í Evrópureglugerð. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir vitneskju far- þega um réttindi sín fara vaxandi. Upphæð skaðabóta er allt frá 17.000 krónum. Flugrekendum ber að upplýsa farþega sína um réttindi þeirra ef til seinkana kemur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILheLm neytenduR 9 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R14 F R é T T I R ∙ F R é T T A B L A ð I ð 0 9 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 A F -B 7 D 8 1 9 A F -B 6 9 C 1 9 A F -B 5 6 0 1 9 A F -B 4 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 6 4 s _ 8 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.