Fréttablaðið - 09.06.2016, Side 26
Það er áhyggjuefnin þegar ráðamenn segja rangt til um grundvallarstaðreyndir, aftur
og aftur. Undirritaður er fullviss um
að slíkt viðgangist ekki í nálægum
löndum þegar staðreyndirnar liggja
fyrir og eru ótvíræðar.
Fyrir 25 árum
Eftir háskólanám í Bretlandi var
undirritaður hagfræðingur á Þjóð-
hagsstofnun til ársins 1986. Þá þegar
kom í ljós að borgarstjóri Reykja-
víkur, Davíð Oddsson, sagði ósatt
til um skattbreytingar í Reykjavík,
sagðist hafa lækkað skatta, þegar í
raun var verið að hækka skatta veru-
lega. Það kom undirrituðum mjög
á óvart að slíkt viðgengist á Íslandi.
Leikurinn sem borgarstjóri lék
þá t.d. varðandi útsvar var að bera
saman álagningarprósentu útsvars
sem greitt var af tekjum fyrra árs á
miklum verðbólguárum við álagn-
ingarprósentu í staðgreiðslu. Þann-
ig sagði prósentan ein og sér ekkert
um skattbyrði. Þetta benti undir-
ritaður á í blaðagreinum fyrir rúm-
lega 25 árum.
Jafnframt að byggingarkostnaður
Ráðhúss Reykjavíkur og Perlunnar
var strax á haustdögum 1991 kom-
inn yfir 100% fram úr áætlunum þó
borgarstjóri fullyrti að hækkunin
væri aðeins 20% og raunar allt niður
í 4% þegar á hann var gengið. Þá var
bara logið dýpra þó staðreyndirnar
lægju fyrir.
Spurningum svarað hjá Nova
um forsætisráðherraárin 1991-
2004 og utanríkisráðherraárið
2004-2005.
Þann 18. maí síðastliðinn svaraði
Davíð Oddsson frambjóðandi
spurningum hjá Nova. Aðspurður
um stærstu afrek sín á stjórnmála-
ferlinum svaraði Davíð meðal ann-
ars:
„Varðandi ríkið þá er ég náttúru-
lega stoltur yfir mörgu þar – en af
löggjöf getur maður nefnt upplýs-
ingalöggjöf, stjórnsýslulöggjöf, en
jafnframt að við samfellt borguðum
niður skuldir ríkisins um leið og
við lækkuðum skatta aftur, aftur og
aftur. Það var ánægjulegt.“
Því miður er þetta með skattana
ósannindi aftur, aftur og aftur. Í
rauninni er það óhemju ófyrirleitni
að leyfa sér að fara svona rangt með
staðreyndir og mjög ljótur leikur
gagnvart almenningi.
Undirritaður skrifaði greinar um
þetta, oftast með Ólafi Ólafssyni,
fyrrverandi landlækni, formanni
FEB og Landssambands eldri borg-
ara – og oft Pétri Guðmundssyni
verkfræðingi. Þar sýndum við fram
á það sem öllum var ljóst sem til
þekktu, að skattbyrðin hafði stór-
aukist, sérstaklega á lægri tekju-
hópa.
Enn ein sönnunin. Nefnd fjár-
málaráðherra Sjálfstæðis-
flokksins.
Skýrslunni „Íslenska skattkerfið:
Samkeppnishæfni og skilvirkni“
var skilað til Árna Mathiesen,
þá fjármálaráðherra Sjálfstæðis-
flokksins, þann 11. september 2008
eða tæpum mánuði fyrir hrun. Á
blaðsíðu 90 í skýrslunni er tafla um
breytingu á skattbyrði hjá hjónum
og sambúðarfólki árin 1993-2005
sem voru ríkisstjórnarár Davíðs sem
hófust 1991. Í aftasta dálki töflunnar
kemur fram hver breyting á skatt-
byrði heildartekna eftir tekjubilum
var á þessu tímabili. Þannig jókst
skattbyrði lægstu tekjuhópanna um
10% til 13,5%, þó enn hefði verið
fullyrt að hún hefði lækkað. Skatt-
byrðin lækkaði þó í efstu tekju-
bilunum hjá tekju- og launahæsta
fólkinu.
Aukin skattbyrði var vegna þess
að skattleysismörk lækkuðu að
raungildi þessi ár svo almenningur
var að borga skatta af stærri hluta
tekna en áður. Orðrétt segir í skýrsl-
unni (bls. 90) um þessa töflu:
„Skattbyrðin eykst um rúmlega
10% prósentustig í lægstu tekjubil-
um, en munurinn fer síðan minnk-
andi og deyr út við 90% mörkin.
Stafar það af því að lægra álagn-
ingar hlutfall hefur meira að segja
eftir því sem tekjurnar eru hærri,
auk þess sem afnám hátekjuskatts-
ins virkar efst í tekjuskalanum.“
Það var þó rétt hjá Davíð Odds-
syni að skattbyrði á hæstu en bara
hæstu heildartekjurnar og laun
lækkar, lækkar og lækkar en hjá
meginþorra fólksins hækkar hún,
hækkar og hækkar á þessu tímabili.
Það er pólitísk ákvörðun ein og sér,
að breyta skattkerfinu á þann máta
og leiðir augljóslega af sér aukinn
ójöfnuð. En að segja ósatt um þetta
er afleitt og í besta falli siðlaust.
Höfundur var áður hagfræð-
ingur Félags eldri borgara í Reykja-
vík og nágrenni og hagfræðingur
Landssambands eldri borgara og
síðar óflokksbundinn aðstoðar-
maður ráðherra.
Nú er það forsetinn, 25 ár liðin og sama steypan
Einar Árnason
hagfræðingur
Því miður er þetta með skatt-
ana ósannindi aftur, aftur
og aftur. Í rauninni er það
óhemju ófyrirleitni að leyfa
sér að fara svona rangt með
staðreyndir og mjög ljótur
leikur gagnvart almenningi.
visir.is Sjá má lengri útgáfu
greinarinnar með heimildaskrá á
Vísi.
Hans Kristjánsson, einn eig-enda Fannborgar ehf. sem rekur ferðaþjónustu og
hálendismiðstöð í Kerlingarfjöllum,
skrifaði grein í Fréttablaðið þann
26. maí sl. undir heitinu „Skrýtin
svör og starfsaðferðir Landverndar“.
Þar sem vitnað er í undirritaðan
með beinum hætti og spurt hvað
Landvernd sé að kæra er sjálfsagt
að bregðast við.
Forsagan
Forsaga málsins er að Landvernd
kærði 4. ágúst sl. ákvörðun Skipu-
lagsstofnunar um að ekki þyrfti
að meta fyrsta áfanga af þremur í
uppbyggingu 342 manna gistiað-
stöðu í Kerlingarfjöllum, þar með
stóra hótel byggingu fyrir 240
manns. Stofnunin úrskurðaði þó
að umhverfismeta skyldi seinni
áfangana tvo. Landvernd taldi þetta
sérkennilega ákvörðun sem ekki
stæðist lög um mat á umhverfis-
áhrifum og kærði því úrskurðinn.
Þegar fyrir lá að framkvæmdir væru
hafnar við fyrsta áfanga og að þær
gætu hugsanlega klárast áður en
úrskurður ÚUA lægi fyrir fór Land-
vernd annarsvegar fram á stöðvun
framkvæmda og hins vegar kærðu
samtökin byggingarleyfi það sem
Hrunamannahreppur gaf út. Þetta
kallar Hans skrýtnar starfsaðferðir.
Ástæður kæru
Kærurnar eru lögum samkvæmt,
eins og Hans raunar bendir á, og
settar fram til þess að tryggja að
hótelframkvæmdin í heild sinni
fari í mat á umhverfisáhrifum. Deili-
skipulagsbreytingin fór framhjá
okkur á sínum tíma, því miður, og
þar með möguleiki til athugasemda
á því stigi.
Landvernd krefst heildstæðs
umhverfismats af eftirfarandi
ástæðum:
l Fyrirhuguð hótelbygging er hin
fyrsta sinnar tegundar á miðhá-
lendinu að umfangi og útliti og er
því fordæmisgefandi.
l Útlitshönnun sýnir að horfið er
frá uppbyggingu í anda fjallaskála
og þjónustustig er hækkað.
l Óvíst er hvernig byggingin fellur
að markmiðum landsskipulags-
stefnu þar sem m.a. er kveðið á
um að uppbygging innviða skuli
taka mið af sérstöðu í náttúrufari
miðhálendisins (þ.m.t. víðernum).
l Ófært er að undanskilja um-
hverfis áhrif af fyrsta áfanga t.d.
hvað varðar breytt þjónustustig,
ágang ferðamanna á nærliggjandi
náttúruverndarsvæði, samspil við
vegagerð á Kili, o.s.frv.
Þetta eru meginástæður fyrir
kærum Landverndar. Við þær má
svo bæta að rannsóknir Önnu Dóru
Sæþórsdóttur, prófessors í ferða-
málafræði við HÍ, hafa sýnt að hótel
eru þau mannvirki sem 93% ferða-
manna telja síst samræmast hug-
myndum um víðerni á hálendinu.
Sams konar viðhorf koma fram í
könnun meðal ferðamanna sem
Fannborgarmenn sjálfir stóðu að í
tengslum við gerð umhverfismats-
skýrslu.
Þar með hefur þú svarið sem þú
kallar eftir, Hans. Málið snýst ekki
um það hvort Fannborg hafi gengið
vel eða illa um Kerlingarfjöll. Málið
snýst ekki í grunninn um Fannborgu
ehf., þótt vissulega geti þessar kærur
tafið fyrir áformum þess fyrirtækis.
Við bendum á að allt miðhálendið,
sem Landvernd ásamt fleirum berst
fyrir að verði gert að þjóðgarði, er
þjóðlenda í eigu allra Íslendinga og
einn okkar mikilvægasti og verð-
mætasti náttúruarfur.
Þess vegna verða þeir, sem vilja
standa í miklum framkvæmdum
á borð við hótelbyggingar á mið-
hálendinu, að þola það að samtök,
sem gæta réttar almennings og nátt-
úrunnar, grípi til allra þeirra ráða
sem tiltæk eru lögum samkvæmt til
að tryggja að umhverfisáhrif fram-
kvæmdanna séu metin í heild sinni.
Krafan er ekki stærri en það. Á sama
hátt er það alls ekki einkamál eins
sveitarfélags hvernig uppbyggingu á
miðhálendinu verður háttað.
Hvers vegna umhverfismat
hótels í Kerlingarfjöllum?
Snorri
Baldursson
formaður
Landverndar
Rannsóknir Önnu Dóru
Sæþórsdóttur, prófessors í
ferðamálafræði við Háskóla
Íslands, hafa sýnt að hótel
eru þau mannvirki sem 93%
ferðamanna telja síst sam-
ræmast hugmyndum um
víðerni á hálendinu.
Róbert Wessman gaf lesendum Markaðarins innsýn í hugar-heim sinn í gær. Að horfa á
þá mynd var eins og að svipast um í
speglasal, allt bjagað og snúið. Hann
býsnast yfir yfirtöku Pharmaco á
Delta árið 2002 og segir að hann hafi
ekki haft fjármuni til að verjast yfir-
tökunni. Staðreyndin er sú að hann
var starfsmaður félagsins og hafði
auðvitað ekkert um það að segja
hvort eigendur þess seldu hlut sinn
eða ekki. Hann kennir viðskipta-
banka félagsins um að hafa sent sig
úr landi og „á meðan plottuðu þeir
yfirtökuna“. Á mannamáli heitir
þetta að nokkrir hluthafa hafi fallist
á að selja – og þurftu auðvitað ekki
að spyrja starfsmann sinn leyfis.
Róbert starfaði áfram sem for-
stjóri næstu 6 árin og lætur eins og
það hafi hann gert tilneyddur! Hann
var forstjóri Actavis þegar félagið
var tekið af markaði, tók fullan þátt
í að semja um skuldsetningu þess
við Deutsche Bank og var þar byggt
á áætlunum hans sjálfs. Vandamál
tengd kaupum forstjórans á göll-
uðu fyrirtæki í Bandaríkjunum
ollu félaginu gríðarlegu fjártjóni.
Sú staðreynd, auk þess sem síðar
reyndust vera fullkomlega óraun-
hæfar áætlanir forstjórans, urðu
til þess að Actavis varð ógjaldfært.
Róbert var m.a. vegna þessa rekinn
úr forstjórastóli, eins og fram hefur
komið, en hann hefur valið að
endur skrifa söguna. Það að hann
hafi ákveðið að hætta á þessum
tímapunkti eftir áralanga gremju
verður að teljast heldur ótrúverðugt,
enda eignir hans bundnar í Actavis.
Dylgjur Róberts um að ég hafi
fyllst einhverri afbrýðisemi vegna
kaupa hans í Glitni eru enn ein
bjögunin. Það sem mér féll illa voru
sífellt vaxandi umsvif forstjóra
Actavis á öðrum og óskyldum vett-
vangi sem samræmdust ekki for-
stjóraskyldum hans. Róbert rak
10 manna fjárfestingarfélag sitt,
Salt Investments, á sama tíma og
hann átti að einbeita sér að fullu
að rekstri stórfyrirtækis. Við yfir-
tökuna á Actavis fékk forstjórinn frá
mér hlut að verðmæti yfir 100 millj-
ónir evra í félaginu og þurfti aðeins
að greiða brot fyrir. Hann veðsetti
þennan eignarhlut, þrátt fyrir að
honum væri það óheimilt, og hóf
að kaupa eignir um allar trissur.
Við hrun voru skuldir Salt Invest-
ments gríðarlegar, sem og persónu-
legar skuldir Róberts. Það er ástæða
þess að „hlutir hans í Actavis [voru]
teknir af honum eftir hrun“. Eitt
félaga hans, Salt Generics, var skráð
fyrir hlutnum í Actavis. 2010 var
það félag komið í eigu GL Invest-
ments, sem aftur var í eigu Glitnis.
Þessar breytingar urðu um svipað
leyti og tilkynnt var um fjárhagslega
endurskipulagningu Actavis. Óbjög-
uð er sagan svona: Róbert skuldaði
Glitni milljarða á milljarða ofan.
Þær skuldir voru að mestu afskrif-
aðar, en bankinn leysti auðvitað til
sín þær eignir sem voru veðsettar
honum, þar á meðal eignarhlut
Róberts í Actavis. Hlut sem hann
hafði fengið að mestu gefins og varð
verðlaus undir hans stjórn. Að halda
því fram að ég hafi fengið þann hlut
gefins sýnir undarlegt innsæi stór-
forstjórans á því hvernig viðskipti
ganga fyrir sig.
Það merkilegasta í viðtalinu er
að þar viðurkennir Róbert í fyrsta
skipti opinberlega að vera stór
hluthafi í Alvogen með tugmilljarða
hlut. Hvers vegna hefur starfsmaður
hans Árni Harðarson ávallt verið
sagður eigandi þess hlutar? Ætli
það tengist samningum Róberts við
íslensku bankana um skuldir hans
og tengdra félaga, sem samkvæmt
Rannsóknarskýrslu Alþingis námu
um 30 millljörðum króna, og voru
afskrifaðar að mestu? Spyr sá sem
ekki veit.
Fastur í speglasal
Björgólfur Thor
Björgólfsson
athafnamaður
Staðreyndin er sú að hann
var starfsmaður félagsins og
hafði auðvitað ekkert um
það að segja hvort eigendur
þess seldu hlut sinn eða
ekki. Hann kennir viðskipta-
banka félagsins um að hafa
sent sig úr landi og „á meðan
plottuðu þeir yfirtökuna“.
Á mannamáli heitir þetta að
nokkrir hluthafa hafi fallist á
að selja – og þurftu auðvitað
ekki að spyrja starfsmann
sinn leyfis.
9 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R26 s k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð I ð
0
9
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:3
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
A
F
-E
9
3
8
1
9
A
F
-E
7
F
C
1
9
A
F
-E
6
C
0
1
9
A
F
-E
5
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
6
4
s
_
8
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K