Fréttablaðið - 09.06.2016, Side 27
fólk
kynningarblað
Mér finnst konur
alltaf ele gant og
smart í síðum kjól. Það er
formlegur fatnaður og
glæsilegur. Yfirleitt er þó
léttara yfir konum í stutt-
um kjól.
Olga Soffía Einarsdóttir
9 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R
Olga Soffía segir að reglan sé sú
að klæðast ekki hvítum kjól í brúð
kaupi. „Ég hef nokkrum sinnum
verið í brúðkaupi þar sem konur
hafa verið í hvítu. Það er ekki
æskilegt nema brúðurin biðji um
það sérstaklega. Klæðnaðurinn
fer auðvitað svolítið eftir aðstæð
um, hvort brúðkaupið sé að vetri
eða sumri, í sólskini eða rigningu.
Sum brúðkaup eru haldin uppi í
sveit en þá er allt í góðu lagi að
vera í strigaskóm við sparikjólinn.
Þegar veðrið er gott að sumarlagi
er um að gera að mæta prúðbúin
en sumarleg. Konur ættu að vera
meira í litum,“ segir Olga Soffía og
bætir við að íslenskar konur gangi
of mikið í svörtu.
„Kjólarnir geta verið síðir eða
stuttir, jafnvel sparileg buxna
dragt. Stundum eru brúðhjónin
með þema og þá fylgir fólk beiðni
þeirra. Mér finnst konur alltaf ele
gant og smart í síðum kjól. Það er
formlegur fatnaður og glæsilegur.
Yfirleitt er þó léttara yfir konum í
stuttum kjól,“ segir hún.
Olga Soffía bjó lengi í Bretlandi
og segir mikinn mun á brúðkaups
tísku þar í landi eða hér. „Allar
konur koma með hatt í enskt brúð
kaup og þær eru miklu formlegri
í klæðaburði en íslenskar konur.
Hér gengur engin kona með hatt.
Þær bresku leggja til dæmis mikið
upp úr því að vera með veski í stíl
við hatt og skó. Íslenskar konur
eru frekar kasjúal og dressa sig
svolítið niður,“ segir Olga Soffía
sem heldur námskeið í fatastíl sem
sjá má á heimasíðu hennar, olga.is.
„Það er rosalega gaman að vera
fínn,“ segir hún. „Við eigum að
notfæra okkur tilefni eins og brúð
kaup, leikhúsferð eða afmæli til að
vera fín. Mér finnst líka að fallegir
litir mættu vera sjáanlegri í kjóla
tískunni hér á landi. Einu sinni fór
ég í írskt brúðkaup og þar voru
allar konur í síðum kjólum, mjög
sparilegar. Því miður er ekki mikið
úrval af flottum, síðum sparikjól
um í íslenskum verslunum. Svo
er líka allt í lagi að skoða vin
tage kjóla eða fara í skápinn henn
ar ömmu. Ef kalt er í veðri ættu
konur að taka fram loðkraga með
kjólunum eða hafa pels yfir sér,
sérstaklega að vetri. Við erum allt
of feimnar við að vera spariklædd
ar,“ segir Olga Soffía og bendir á
að gallabuxur séu nánast einkenn
isklæðnaður á Íslandi. elin@365.is
Litir ættu að sjást meira hjá
ísLenskum brúðkaupsgestum
Nú er tími brúðkaupa og flottra veislna. Það getur verið höfuðverkur að finna rétta klæðnaðinn fyrir brúðkaupsveisluna.
Olga Soffía Einarsdóttir stílisti segir konur á Íslandi of feimnar við að nota liti og klæða sig í glæsikjóla.
Gestir í konunglegu brúðkaupi í Stokkhólmi mættu
prúðbúnir. Kjóllinn er í fallegum lit. Herrann er í
kjólfötum.
Mary, krónprinsessa Danmerkur, og eiginmaður hennar, Friðrik krón-
prins, mættu í brúðkaup Karls Filipps Svíaprins og Sofiu í fyrrasumar
í sparifötunum. Mary var í ljósfjólubláum síðkjól.
Olga Soffía Einarsdóttir stílisti segir að í sumarbrúðkaupi ættu konur að vera
meira í litum.
Glerártorg verslunarmiðstöð | Akureyri | www.glerartorg.is
GLÆSILEG
GLERÁRHLAUPSTILBOÐ
Í VERSLUNUM GLERÁRTORGS
9. - 13. JÚNÍ
KOMDU OG GERÐU GÓÐ KAUP Í SKEMMTILEGUM FÉLAGSSKAP
–af lífi & sál–
TILBOÐ
SDAGA
R
GLERÁ
R-
HLAUP
0
9
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:3
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
A
F
-D
A
6
8
1
9
A
F
-D
9
2
C
1
9
A
F
-D
7
F
0
1
9
A
F
-D
6
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
6
4
s
_
8
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K