Fréttablaðið - 09.06.2016, Síða 28
Fólk er kynningarblað sem
býður auglýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í
blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Umsjónarmenn
efnis: Sólveig gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351, Vera einarsdóttir,
vera@365.is, s. 512 5357 | Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 2447,
Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434, Jóhann Waage,
johannwaage@365.is, s. 512 5439, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Berglind Ómarsdóttir klæðskera-
og kjólameistari heldur tískusýn-
ingu á Oddsson ho(s)teli í kvöld
klukkan sex þar sem hún sýnir
vörur sem hún hefur unnið að að
undanförnu. Sýningin er haldin í
tilefni útskriftar Berglindar sem
meistari í klæðskurði og kjóla-
saumi. „Ég opnaði eigin sauma-
stofu fyrir um fjórtán árum og
var þá nær eingöngu í sérsaums-
verkefnum, eins og brúðarkjólum
og öðrum samkvæmisfatnaði. Ég
flutti svo til Lúxemborgar árið
2008, var þar með saumastofu og
byrjaði þá fyrst fyrir alvöru að
hanna og framleiða mína eigin
línu. Það góða við að búa í Mið-
Evrópu er að það er svo auðvelt
að verða sér úti um alls kyns efni.
Ég flutti aftur heim til Íslands
síðasta haust og kom mér upp
vinnustofu og hef aðeins verið að
koma mér á kortið aftur,“ útskýr-
ir Berglind.
Sýningin í kvöld verður fjórða
einkasýning Berglindar á rúmum
fjórum árum en hún hefur tekið
þátt í nokkrum samsýningum í
gegnum tíðina. „Fyrstu einka-
tískusýninguna hélt ég fyrir full-
um sal af fólki í Lúxemborg 2012.
Ég fékk mjög góð viðbrögð bæði
í blöðum og sjónvarpi þar sem
aðal tískumógúll Lúxemborg-
ar hélt víst ekki vatni yfir hönn-
uninni minni og ég skildi ekkert
hvað hann var að tala um mig í
sjónvarpinu,“ segir hún og hlær.
Hún nefnir að hún sé frá Eyjum
en þar hefur hún haldið tvær sýn-
ingar, aðra í Eldheimum rétt eftir
opnun og í vetur var hún einnig
með stóra tískusýningu þar.
Berglind lýsir hönnun sinni
sem líflegri, litríkri, klæðilegri,
töff og aðeins öðruvísi. „Það sem
allar mínar flíkur eiga sameigin-
legt er að engar tvær eru eins. Ég
reyni alltaf að hafa hverja flík ein-
staka enda sauma ég og hanna allt
sjálf og engin fjöldaframleiðsla í
gangi. Í kvöld verða til sýnis föt
sem ég hef verið að vinna í síðustu
vikurnar, um er að ræða toppa,
pils, buxur, kjóla, vesti og kápur.
Klassísk hönnun í mínum stíl fyrir
konur á öllum aldri.“
Hugmyndir að hönnuninni fær
Berglind alls staðar að. Henni
finnst gott að fara út í góðan
göngutúr og pæla í alls konar
formum og litum. „Hugmyndirn-
ar poppa líka upp þegar maður fer
í efnaleiðangur. Auðvitað fylgist
ég svo með tísku og straumum
líka og fæ hugmyndir úr blöðum
og myndum. Ég hef alltaf haft
áhuga á fallegum og skemmti-
legum fötum hvort sem þau eru
í tísku eða ekki. Þannig að segja
má að ég hafi líklega alltaf pælt í
tískunni.“
Spurð að því hvernig hennar
eigin stíll sé segir hún að hann
hafi tónast aðeins niður með ár-
unum. „Ég var miklu duglegri að
nota liti hérna áður fyrr. Núna er
ég meira í dekkri litum hversdags
en skelli mér í litríka kjóla eða
toppa við betri tækifæri. Auð vitað
klæðist ég mestmegnis minni
hönnun,“ segir Berglind brosandi.
Hún segist ekki eiga neinn
einn uppáhaldshönnuð. „Það eru
svo margir að gera flotta hluti,
en þeir eru jú mannlegir og geta
verið að gera rosa flotta línu eitt
tímabilið og svo jafnvel ekkert
spennandi það næsta.“
Nánari upplýsingar um hönnun
Berglindar má finna á Facebook-
síðu hennar, Berglind Clothing.
litríkt og töFF
Hönnun Berglindar Ómarsdóttur, klæðskera- og kjólameistara, er
lífleg, litrík, töff, klæðileg og aðeins öðruvísi. Hún hefur alla tíð pælt í
tísku og heldur sína fyrstu einkatískusýningu í Reykjavík í kvöld.
Berglind segir
að það sem allar
hennar flíkur eigi
sameiginlegt sé að
engar tvær þeirra
séu eins.
Berglind Ómarsdóttir, klæðskera- og kjólameistari, heldur tískusýningu á Oddsson ho(s)teli í kvöld klukkan sex þar sem hún
sýnir vörur sem hún hefur unnið að að undanförnu. Sýningin er haldin í tilefni útskriftar Berglindar sem meistari í klæðskurði
og kjólasaumi. MYND/HANNAGréta Boða kynnir CHANEL
í Sigurboganum 9. – 11. Júní.
20% afsláttur af
CHANEL alla helgina.
Fa
rv
i.i
s
//
0
61
6
KJÓLL
4.995 kr.
SKÓR
7.995 kr.
Kemur líka í græ
nu
Endalaust
ENDALAUST
NET
1817 365.is
9 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R2 F ó l k ∙ k y n n I n G A R b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A R b l A ð ∙ T í s k A
0
9
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:3
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
A
F
-D
5
7
8
1
9
A
F
-D
4
3
C
1
9
A
F
-D
3
0
0
1
9
A
F
-D
1
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
6
4
s
_
8
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K