Fréttablaðið - 09.06.2016, Page 60

Fréttablaðið - 09.06.2016, Page 60
Söguhetja Doom hefur yfirleitt verið kölluð því frumlega nafni Doomguy. Skotleikir PS4 Doom HHHHH Mars hefur orðið fyrir innrás djöfla frá helvíti og aðeins einn maður stendur í vegi þeirra. Doom er ekkert að flækja hlutina. Skjóttu allt sem hreyfist og haltu svo áfram. Það segir sitt um Doom að það er enginn sérstakur takki til að hlaupa hratt. Spilarar hlaupa alltaf hratt. Doom er endurgerð af hinum upprunalega Doom sem kom út árið 1993 og er frá sama fyrirtæki. Þó grafíkin hafi breyst töluvert í millitíðinni er margt við leikinn sem minnir á gamla tíma. Spilari er í hlutverki hermanns sem notar stórar og kraftmiklar byssur til að ganga frá djöflum og uppvakningum í massavís. Keðjusögin fræga er komin aftur sem og BFG-byssan. Doom er stút- fullur af vísunum í gömlu leikina og aðra poppmenningu. Í stað þess að hægt sé að fara í skjól og safna lífi áður en haldið er áfram þarf að finna meira líf og brynklæði. Þá fæst líf fyrir að drepa djöfla með svokölluðum Glory Kills. Það felur í sér að skjóta djöfulinn þar til hann missir jafnvægið, hlaupa að honum og ganga frá honum á mjög ofbeldisfullan hátt. Þannig eru spil- arar hvattir til að taka sénsa þegar þeir eru að dauða komnir. Spilarar eru hvattir til þess að skoða hvern krók og kima í Doom þar sem kraftmiklar uppfærslur leynast víða og þær borga sig veru- lega þegar líður á leikinn. Það sem þetta gerir hins vegar er að draga úr hraða leiksins og oft á tíðum verja spilarar miklum tíma í að hlaupa um borð leiksins og leita að földum hlerum og öðrum leyndarmálum. Það sem gerir Doom skemmtileg- an er einmitt áðurnefndur hraði og hasar. Því er skringilegt að framleið- endur leiksins leggi á sig að hægja á framför spilara. Grafík leiksins er mjög flott. Spilunin er einföld, hröð og skemmtileg og það er eitthvað lúmskt skemmtilegt við hve ofbeld- isfullur og blóðugur þessi leikur er. samuel@365.is Helvíti á Mars: Upprisa Doom er vel heppnuð ÍSLENSKT TÍSKUTÍMARIT KOMIÐ Í ALLAR HELSTU VERSLANIR Mér finnst í alvöru að para-ferðir ættu að vera uppá-skrifaðar af lækni,“ segir Sigga Dögg kynfræðingur sem ásamt kollega sínum, Áslaugu Kristjáns- dóttur, hefur tekið til við að ferja íslensk pör til Berlínar. Hyggjast þær hefjast handa við að koma fólkinu yfir á meginlandið með haustinu. Stefnan er tekin á að leiða pör um Berlín, fara yfir kynlífssögu borgar- innar ásamt því að veita sérvalin kynlífsráð. „Við tökum á móti fólki með gjafapoka, bækur og æfingar sem það getur nýtt sér í ferðinni og svo þegar það kemur heim,“ útskýrir Sigga upprifin. Hún segir Berlín henta vel í svona ferðir, enda sé um afar áhugaverða borg að ræða sé horft til kynlífssögu borgarinnar. „Svo hefur verið sýnt fram á að það í fjölda rannsókna, að það að breyta um umhverfi hafi mjög jákvæð áhrif á sambönd. Sjálf mæli ég með að pör fari í sleikferð einu sinni á ári. Við viljum með þessu fá fólk til að hlæja svolítið, fara í sleik og aðeins að klípa hvort annað í rassinn,“ segir hún sposk og bætir við að fólk hafi gott af að gera eitt- hvað annað stöku sinnum en að eyða utanlandsferðinni í H&M verslunum. Sjálf hefur Sigga gengið lengi með þessa hugmynd í kollinum. „Ég þorði ekki að vaða í þetta fyrr en ég bar pælinguna undir Áslaugu. Við erum andstæður, á góðan hátt. Hún svona róleg og yfirveguð og ég meira eins og flugeldur.“ Spurð hvort fólk sé ekkert feimið við að skrá sig í sérlegar kynlífsferðir svarar hún því til að henni þyki það ólíklegt. „Ég held ekki. Þetta er nefnilega alls engin meðferðar-ferð. Það þarf ekkert að vera að hjá fólki. Ég veit ekki um eitt einasta par sem ekki gæti haft gott af því að rækta rómantíkina aðeins. Auk þess sem fólk þarf ekki að vera hrætt við að þetta sé ferð sem fari yfir öll vel- sæmismörk. Það eru kynlífssöfn úti um allan heim og þau eru virkilega áhugaverð í sögulegu samhengi.“ Þetta er sumsé engin perraferð. Sigga segist raunar telja megin- þorra þeirra sem fylgi þeim Áslaugu til Berlínar vera barnafólk og fólk sem komið er af léttasta skeiði og ungarnir flognir úr hreiðrinu. „Við vitum ekki til þess að svona ferðir séu í boði annars staðar í heiminum svo nú sjáum við ekki annað fyrir okkur en heimsyfirráð,“ segir hún glaðleg í lokin. gudrun@frettabladid.is Sleikferðir ættu að vera uppáskrifaðar Kynfræðingarnir Sigríður Dögg og Áslaug Kristjánsdóttir ætla sér að ferja íslensk pör til Berlínar með það fyrir augum að dusta rykið af rómantíkinni. „Þetta er engin meðferðar-ferð,“ segir Sigga Dögg. Sigga Dögg og Áslaug eru afar spenntar fyrir komandi tímum og segja þetta aðeins upphafið að heimsyfirráðum. Fréttablaðið/Hanna Hvernig á að halda lífi í glæðunum? 1. Heilsist og kveðjist alltaf með kossi. 2. Sofið nakin að minnsta kosti einu sinni í viku. Í sama rúmi. 3. Verið dugleg að segja takk hvort við annað. 9 . j ú n í 2 0 1 6 F i M M t U D A G U r48 l í F i ð ∙ F r É t t A B l A ð i ð 0 9 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 A F -C B 9 8 1 9 A F -C A 5 C 1 9 A F -C 9 2 0 1 9 A F -C 7 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 8 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.