Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.03.1983, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 24.03.1983, Blaðsíða 5
VIKUR-fréttir Fimmtudagur 24. marz 1983 Iðnráðgjafi og Iðnþró- unarsjóður Suðurnesja Um sl. áramót var Jón Unndórsson ráöinn sem iönráögjafi á vegur Sam- bands sveitarfélaga á Suö- urnesjum. Þar sem hér er um nýtt starf að ræöa lék blaðinu forvitni á að fræð- ast nánar um í hverju það væri fólgið, og því var tekið viðtal við Jón á skrifstofu SSS, að Brekkustíg 36 í Njarðvík. Sagði Jón að starf sitt væri fólgið í aö aöstoða fyrirtæki hér á Suðurnesj- um. „Aðstoð þessi gæti verið ýmis konar, en mér hefur virst að hún væri aðal- lega fólgin í þvi að aöstoöa menn við að sækja um lán úr lánasjóðum iðnaðarins," sagði Jón. ,,Nú, einnig get ég veitt annars konar að- Kennarar unnu Kennarar úr Grunnskóla Keflavíkur sigruðu í firma- kepþni Knattspyrnuráðs (BK sem háð var um síðustu helgi. ( kennaraliðinu voru þeir Guðni Kjartansson, Villi Ketils, Steinar Jó- hanns, Gunnar Jóns og Axel Sigurbjörns. Eins og sjá má er þetta harðsnúið lið, en í öðru sæti urðu íslenskir Aðalverk- takar og i 3. sæti Tréborg úr Garðinum. - pket. stoð, t.d. tæknilega aðstoð við að þróa nýja vöruteg- und, þ.e. kanna markaðinn áður en farið er út í að fram- leiða einhverja vöru. Ég er bæði tæknilegur ráðunaut- ur SSS auk þess sem ég að- stoöaeinstaklingasem leita hingað, varðandi atvinnu- mál iðnaðarins, þannig að ef þetta er tekið saman felst starfið í að vera tengiliður millifyrirtækjaáSuðurnesj- um og tæknistofnana í Reykjavík, þ.e. Iðntækni- stofnunar eða Rannsóknar- stofnunar byggingariðnað- arins og fleiri álíka stofnana sem hægt er að leita þjón- ustu til." Mikill hluti starfsins fer því í að aðstoða menn við að afla fjármagns til hvers konar uppbyggingar í iðn- aðinum, og pvíspurðumvið Jón hvaða sjóðir það væru sem veittu fjármagn í þetta. ,,lðnlánasjóöur veitir stofnlán tll húsbygginga og vélakaupa. Iðnþróunar- sjóður aðstoðar fyrirtæki sem eiga í samkeppni við innflutning frá EFTA-lönd- unum. Iðnrekstrarsjóður veitir styrki til að þróa nýja vöru og til að taka þátt í al- þjóðlegum sýningum. Auk þessa eru til fleiri sjóðir s.s. rekstrarsjóður og fram- leiðslusjóður, þar sem veitt eru lán fráSeðlabankanum. Þessu til viðbótar eru Byggðasjóður og Fram- kvæmdasjóður." Þeir sjóðir sem að framan eru taldir geta aðeins veitt samtals 70% af umbeðinni fjárhæð og því sagðist Jón nú vera að vinna að stofnun Iðnþróunarsjóðs Suður- nesja. Að vísu væri kominn vísir að þessum sjóði með stofnun Iðnþróunarsjóðs Keflavíkur, en æskilegt væri að þessir sjóðir yrðu sam- einaðir í einn. Að lokum sagðist Jón Unndórsson vonast til að fólk kæmi til sín þó ekki væri nematilaðtakaíhend- ina á sér og heilsa sér, því ýmislegt gæti komið í Ijós semfólkekki vissiáður. ,,Ég er hér til aö aðstoða fólk varðandi þessi atvinnumál, stofnun fyrirtækja og ráð- leggingar varöandi þau og ýmislegt annað." - epj. Borgarafundur i Vogum: Vill fá nýja sundlaug hvaö sem það kostar Z££ &otí»iíf jnðut i Vogum um fjárnagsaaetiun hreppsle- lagsms Var mjog góö þitt- ta«a a lunöinum e6a 15* mgar og w"° • naiunc- lí*"m<l .. ..jar sam- Um aora' pyimi aiyklun par sem ikor- *f *•" "löngii' tSeO ht»pp»n»lft*n» ao lo««»'*ng* « I endurskoöa afstoöu sina a '*""" jtf/tXS. i. FERMINGARSKEYTA AFGREIÐSLAN i Skátahúsinu er opín alla fermingardagana kl. 10 -19. Heiöabúar - Hringbraut 101 NYIR AVEXTIR: Leyft verð Tilboðsverð Rauð epli ............. 45,00 35,00 Græn epli ............ 35,00 26,50 Appelsínur ........... 39,90 31,90

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.