Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1983, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 14.04.1983, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 14. apríl 1983 7 VÍKUR-fréttir Framtakssemi hjá ísmat hf: Starfsmannaaðstaða til Á fjölmennum vinnustöö- um þykir jafnan nauðsyn að hafa góða aðstöðu fyrir starfsfólkið þar sem það getur komiö saman og drukkið sitt kaffi og nesti með. Þó vill það oft brenna við að fyrirtæki sjái sóma Prestarnir kærðir fyrir brot á áfengis- loggjofinm í síðustu viku barst rann- sóknarlögreglunni í Kefla- vík hálf furðuleg kæra, þ.e. hinir ákærðu voru sóknar- presturinn í Njarðvík og i raun öll hin íslenska presta- stétt. Merkjasala Styrktarfélags aldraðra á Suðurnesjum Styrktarfélag aldraðra á Suðurnesjum gengst fyrir merkjasölu dagana 15.-16. apríl n.k. Merkin verða seld á kr. 20. Stefnt er að því að selja merki fyrir kr. 50.000, sem rennur til starfseni félags- ins. Suðurnesjabúar, vinsam- lega takið vel á móti merkja- sölufólki. Hljóðar kæran út á það, að prestarnir skuli veita ungmennum vín við altaris- gönguna að lokinni ferm- ingu. Snýst kæran um að það sé brot á áfengislög- gjöfinni að veita unglingum vín og eins þess, að það sé brot í opinberu starfi að segja að það sé blóð Krists sem þau séu að drekka. Óskaði kærandi að mál- inu yrði vísað til Saksókn- ara ríkisins til umfjöllunar, og sagði John Hill, rann- sóknarlögreglumaður, ívið- tali við blaðið, að hann myndi senda þetta til bæjar- fógeta, sem tæki ákvörðun um áframhald málsins. Hætt er við að ekki séu margir sem séu sammála kæranda málsins, og telja að hér séu prestarnir að vinna lögverndaðstarf sam- kvæmt stjórnarskránni. En fróðlegt verður að vita hvernig dómskerfið bregst við þessu. - epj. fyrirmyndar Gallajakkar og buxur í miklu úrvali. Nýkomnir bómullar- bolir (sweatshirts) Po/ehlon Hafnargötu 19 sinn í því að starfsfólkið fái góða aðstöðu og mörg eru þess dæmi að fólk er látið vera í einhverjum kytrum og litlum og lélegum herbergjum í kaffi- og matartímum sinum, að ekki sé talaö um einhverja fundaaðstööu fyrir starfs- fólkið. Margar undantekningar eru þó á þessu, og biaoa- maður Víkur-frétta var staddur í kjötvinnslufyrir- tækinu ísmat hf. í Njarðvík fyrirstuttu, erstórog mynd- arleg aðstaða fyrir starfs- fólkið var vígð með hátíð- legri athöfn með kökum og kræsingum. Aðstaðan eröll til fyrirmyndar, með elda- vél, ísskáp og ýmsu fleiru og getur rúmað um 30-40 manns. ,,Það hefðu einhverjirfor- stjórarnir byrjað á því að setja harðvið á skrifstofuna, en það verður örugglega með því síðasta sem ég geri hér,“ sagði Gunnar Páll Ingólfsson, framkvæmda- stjóri og einn af eigendum ísmats hf. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar kaffistof- an var vígð - pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.