Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1983, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 14.04.1983, Blaðsíða 9
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 14. apríl 1983 Félagsmálaráð Keflavíkur: Niðurgreiðslur á dagvistunargjöldum Á fundi félagsmálaráðs Keflavíkur 7. marz sl. var lögð fram eftirfarandi til- laga: ,,Félagsmálaráð leggurtil að greitt verði niður gjald vegna barna einstæðra for- eldra í dagvistun á einka- Áhrif videos á börn Foreldra- og kennarafé- lög Barna- og Gagnfræða- skólanna í Keflavík héldu Staðniraðverki við að rjúfa þakið Um páskahelginavarinn- brotsþjófur handtekinn uppi á þaki Víkurbæjar, þar sem hann var með rifjárn við að taka þakplötur af gamla húsinu. Þá voru strákar teknir, sem brutust inn í kaffistofu hjá Keflavík hf. og stálu flöskum. - epj. AUGLÝSENDUR athugið! Síöasti skilafrestur auglýsinga er á mánudaginn kl. 16. fjölmennan fund 15. marz sl. i Gagnfræðaskólanum við Sunnubraut. Fundarefni var: Video og áhrif þess á skólabarnið. Frummælandi var Hugó S. Þórisson, sálfræðingur. Aðloknuerindi hansvoru kaffiveitingar og urðu um- ræður fjörugar um þessi mál. Voru fundarmenn sammála um að vanda beri val á öllu því efni sem börn og unglingar horfa á af myndsegulböndum. Einnig kom fram á þess- um fundi, að ungum börnum stafar viss hætta af því að horfa mikið á sjón- varp. Komið hefur fram við rannsóknir, að fínhreyfing- ar augna í ungum börnum skaðast verulega og þessi börn eiga við erfiðleika að stríða er þau hefja lestrar- nám. Stjórnir forledrafélag- anna beina þeim tilmælum til myndbandaleiga, að þær setji sér ákveðnar siðaregl- ur viö útleigu á myndefni. V.M. Loðnuveiði í Keflavíkur- höfn Ast er. ¦XVI//, '5É' o . % . . aö fara saman og Kö«-r~ fjós i HÁBÆ Á annan í páskum og næstu daga þar á eftir mátti sjá loðnuveiðar í Keflavík- urhöfn. Voru þar á ferð 4 hafnarstarfsmenn með nót á trillu. Var veiðin all mis- jöfn, stundum all góð og stundum harla lítil. Var veiðin aðallega karl- síli sem fór í frystingu sem verður notuð í beitu í sumar fyrir grálúðu. - epj. heimilum að 8 ára aldri I stað 6 ára, sem gilt hefur hingað til. I. Niðurgreiðslur verði háðar þessum skilyrðum: a) Að foreldrið sé einstætt og hafi sannað það með kvittun um mæðra- laun/feðralaun. b) Dagmóðir hafi leyfi barnaverndarnefndar til daggæslu á heimili sínu. c) Foreldri eigi lögheimili í Keflavík. d) Barnið sé á aldrinum 0-8 ára, miðað við skólaár. e) Skrifstofa félagsmála- fulltrúa fer með framkvæmd þessa máls. II. Umsóknir um niður- greiðslu þarf að endurnýja árlega. III. Niöurgreiðsla skal vera 70% af mismuni á gjaldi dagvistarstofnana Keflavíkur og gjaldi dag- mæðra miðað við allt að 8 klst. gæslu á dag." Meðfylgjandi tillögu fylgdi eftirfarandi greinar- gerð: „Allmargar einstæðar mæður hafa leitað til skrif- stofu félagsmálafulltrúa og óskað eftir að greitt verði niðurgjald hjádagmæðrum fyrir börn sem farin eru út af dagvistarstofnunum vegna aldurs (6 ára). Ein af aðal ástæðum er sú, að illa gengur að náendum saman og að augljóst er að börn á þessum aldri geta ekki séð um sig sjálf á meðan for- eldrið aflar tekna. (Keflavík er skólaathvarf ekki fyrir hendi, en nauðsynlegterað börnin séu í öruggri umsjá. Á dagvistarstofnunum Keflavíkur fara út börn ein- stæðra foreldra vegna ald- urs árið 1983 13 og árið 1984 8 börn Gefur þetta nokkra hugmynd um fjölda þeirra barna sem um er að ræða. Þá má geta þess að Reykjavk greiðir niður gjald hjá einstæðum for- eldrum að 10 ára aldri, Hafnarfjörður að 9 ára aldri og Kópavogur að 8 ára aldri." Fundargerö þessi var samþykkt á fundi bæjar- stjórnar Keflavíkur 15. marz sl. með ollum greiddum at- kvæðum. - pket. TILBOÐSVEGGIRNIR komnir aftur. Kr. 6.900. - Vatnsnesvegi 12 - Keflavík Sími 3377 Tökum nýjastefnu - frá upplausn til ábyrgðar. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn AUGLÝSING FERMINGARSKEYTA AFGREIÐSLAN í Skátahúsinu er opin alla fermingardagana kl. 10 -19. Heiðabúar - Hringbraut 101

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.