Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1983, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 14.04.1983, Blaðsíða 5
VIKUR-fréttir Fimmtudagur 14. apríl 1983 5 Níu netabátar staðnir að ólöglegum veiðum Einum að auki vísað í land vegna víta- verðs kæruleysis varðandi öryggisbúnað Níu netabátar, þar af 7 héöan af Suöurnesjum, voru staðnir að ólöglegum veiðum út af Reykjanesi á þriðjudagsmorgun eftir páska. Höfðu þeir „þjóf- startað" áðuren þorskveiði- banni lauk á hádegi. Þá var einum báti, Sæljóma GK 150 frá Sandgerði, vísað í Mannhæðar háar girðingar? Keflvíkingar, miklir bölv.. sóðar erum við og letingjar einnig. Alla vega er ekki hægt að hrósa okkur fyrir snyrtimennskuna þegar skoðuð er strandlengjan frá Básnum og fyrir Vatns- nesið. Þarna úir og grúir af alls kyns drasli, isskápum, þvottavélum og öllu mögu- legu, vegna þess að við nennum ekki að fara með þaö nema eitt og eitt fet í stað þess að koma því út í Sorpeyðingarstöð. Ef einhvers staðar er autt svæði meðfram bænum, þarf um leið að eyöileggja það með þessu rusli, eða þá að girða svæðið af eins og gert var við Hraðfrystihús Keflavíkur og framan við Ungó og Keflavík hf. Ekki trúum við því hér á blaðinu, að í framtíðinni verði að reisa mannhæðar háar girðingar eða jafnvel „Berlínar-múra" í krignum bæinn til þess að fólk nenni að koma sínu rusli á réttan stað. Vonandi tökum við á áður en það verður gert. epj. Dreginn í land af 3ja tonna trillu Sl. laugardagsmorgun fékk m.b. VikarÁrnason KE 121 net í skrúfuna út af Garðskaga, og við það gekk skrúfuöxullinn út þannig að skipið gat aðeins keyrtaftur á bak, og var þannig haldið af stað til Keflavíkur. En er báturinn var kominn inn undir Leiru stöðvaðist það alveg. Var þá fenginn 3ja tonna trillubátur, Þórir, til að fara út frá Keflavík og ná í Vikar Árnason. Gekkferðinallvel, þrátt fyrir að stærðarmunur hafi verið rúmlega 13-fald- ur. Voru þeir komnirafturtil baka hálfum öðrum tíma eftir að þeir fóru úr höfn. Vikar Árnason er 40 tonna eikarbátur, og án efa er þetta stærsta sjóferðin sem þeir Davíð Eyrbekk og Valdimar Axelsson hafafar- ið át/b Þóri KE71. - epj. T/b Þórlr KE 71 kemur tll hafnar me6 Vlkar Arnason, »em er rúm- legi 13 Slnnum stœrrl. land undir eftirliti Land- helgisgæslunnar vegna sama brots og einnig vegna vítaverðs kæruleysis varð- andi öryggisbúnað. Guðmundur Kjærnested hjá Landhelgisgæslunni sagöi í viðtali við blaöið í síöustu viku, að þyrla Gæsl- unnar, Rán, hefði komið þarna að bátunum um kl. 9 um morguninn og hefðu þeir þá veriö búnir að leggja, að undanskildum Sæljóma, sem vareingöngu kominn með bauju í sjó. Sagöi Guðmundur að mál bátanna hefðu verið send fyrir sl. helgi til við- komandi yfirvalda, en bátar þessir eru Sigurborg AK 375. Arnar KE 260, Kristján KE21,SigurþórGK43,Sæ- mundur Sveinsson HF 85, Hrafn Sveinbjarnarson GK 11, Sveinn Guömundsson GK 315, Jón Garðar KE1 og Þorsteinn KE 10. Varðandi aðkomuna um borð í Sæljóma þá var hún hálf ömurleg. Björgunar- bátur hafði ekki verið skoð- aður síðan 1981, talstöð var biluð, engin neyðartalstöö um borö, einvöröungu ör- bylgjustöð var nothæf. Þá voru engin slökkvitæki finn- anleg og ekkert haffæris- skírteini af framangreind- um ástæöum. - epj. Suðurnesjamótið í knattspyrnu: Víðismenn efstir Knattspyrnumenn okkar á Suöurnesjum eru nú komnir á fulla ferð með bolt- ann og Suðurnesjamótið er nú komið vel áleiðis. Þegar hafa verið leiknir 7 leikir. Auglýsið m I Víkur- fréttum Úrslit leikja: Njarðvík-Hafnir ___ Reynir S.-Grindavík Grindavík-Viðir ___ Víðir-Reynir S...... Hafnir-Víðir ....... Njarðvík-Grindavík . Grindavík-Hafnir ... 2:0 4:0 0:1 1:1 0:2 1:0 4:0 Staðan í mótinu er því þessi: Víðir ...... 3(4:1)5stig Njarðvík ... 2 (3:0) 4 stig Reynir..... 2 (5:1) 3 stig Grindavík .. 4 (4:6) 2 stig Hafnir ..... 3 (0:8) 0 stig Mótinu verður haldið áfram um helgina. - pket. SUÐURNESJAMENN GEGN ÓSTJÓRN Almennur fundur um atvinnumálin og stjórn- málaviðhorfið verður haldinn í Bergás, fimmtudagskvöld 14. apríl kl. 20.30. Frummælendur: Kjartan Jóhannsson Karl Steinar Guðnason Kristín H. Tryggvadóttir Fundarstjóri: Gunnar Eyjólfsson, leikari Betri leiðir bjóðast. ALÞÝÐUFLOKKURINN Eflum einn flokk til ábyrgðar! Kjósum Sjálfstæðisflokkinn AUGLÝSING

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.