Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.05.1983, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 05.05.1983, Blaðsíða 1
6 ÍSLENDINGAR HANDTEKNIR í ROCKVILLE MEÐ HASS Sátu að sumbli ásamt einum varnarliðsmanni í íbúð hans Sex (slendingar voru handteknir með hass í fórum sínum í Rockville s.l. föstudag. Voruþeirstaddirí íbúð eins varnarliðsmanns og sátu þar ásamt banda- ríkjamanninum við drykkju og neyslu fíkniefna. Hafði varnarliðsmaðurinn út- vegað brennivín og bjór en íslendingarnir höfðu komið með hass sem þeir keyptu í Reykjavík. Höfðu þeir komið með einkabíl snemma um morguninn þar sem þeir höfðu verið á dansleik að Hótel Borg. Komust þeir i gegnum varðhliðið sem er i Rockville en þar voru bandaríkjamenn viö gæslu og virðast þeir ekki hafa séö neitt athugavert við komu mannanna og hleyptu þeim ígegn._ _ Voru mennirnir færðir á lögreglustöðina í Keflavík þar sem þeir voru síðan yfirheyrðir en varnarliðið mun sjá um mál banda- ríkjamannsins. Þrír þessara manna hafa ekki komið viö sögu vegna fíkniefnabrota hjá lögreglunni áður. pket. SANDGERÐI: TROLLBÁTAR MEÐ UPP í 40 TONN Dauft var hljóðið í Jóni Júlíussyni á hafnarviktinni í Sandgerði þegar við spurðum hann um afla- fréttir síðasta þriðjudag. Sagði hann aö nokkrir bátar væru búnir aö taka upp, einir 4 - 5 bátar. Nokkrir af þessum smærri eru farnir að búa sig út á rækjuna eru það 20 - 40 tonna bátar, og munu þeir hefja veiðar í dag. Sagði hann að það myndi ráðast eftir aflabrögðum nú fram að helgi hvenær restin Suðurnesjamenn gangi fyrir í Helguvík Þar sem undirbúnings- framkvæmdir eru að hefjast við Helguvík leggur bæjar- ráð Keflavíkur á það áherslu að Suöurnesjamenn og verktakar af Suðurnesjum sitji fyrir vinnu og verkum þar, að þvi er kemur fram í fundargerð ráðsins 28. apríl sl. - epj. Húsagerðin áformar byggingu 100 íbúða í vestasta hluta bæjarins HiO glæsilega fjölbýlishús, sem HúsagerOin er aO byggja viO HólmgarO i Kellavik, er vel á veg komiO. Bygging eins glæsi- legasta fjölbýlishússins í Keflavík er nú vel á veg komin eins og sjá má á meðfylgjandi myndertekin var fyrir skömmu. Þetta stóra fjölbýlishús er staðsett við Hólmgarð 2 og verður þetta bæði íbúðahús og auk þess stór verslunar- miðstöð sem byggð verður í tengslum við húsið og mun opna á næsta ári. fbúðirnar verða afhendar í sumar þ.e. fyrra stigahúsið og seinni helmingurinn um áramótin. Húsagerðin mun nú innan skamms hefja byggingu 100 íbúða í vestasta hluta bæjarins þ.e. á milli ystu húsanna og grjótgryfjunnar. Það verða því ekki mörg ár liðin þartil byggðin verður komin að hesthúsunum ef framhaldið verður svona. pket. af netabátunum taka upp og eins hvenær línubátarnir hætta. Aðeins smáglæta var í aflanum s.l. mánudag en þá komust netabátarnir upp í þetta 4-13 tonn eftir tvær nætur. Er þetta mun skárra og almennara en verið hefur undanfarnar vikur. Trollbátarnir hafa aftur á mótí verið að fiska ágætlega, af blönduöum ö. ö. ö.. Eiríkur ráðinn Fjórar umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra SSS. Óskuðu tveir umsækj- enda nafnleyndar, en hinir voru Eiríkur Alexanders- son, settur framkvæmda- stjóri SSS, og Pétur Kristj- ánsson, rekstrartæknifræð- ingur, búsettur í Svíþjóð. Á fundi stjórnar SSS nú nýlega var samþykkt að ráða Eirík Alexandersson sem framkvaemdastjóra SSS. - epj. fiski, þ.e. þorski að lönduöu ýsu, karfa og litlum hluta, 4 þ e i r r a í Sandgerði á laugardag og voru þrír þeirra með frá 30 og upp í 38,5 tonn eftir fjögurra daga útivist. Er þetta mjög blandaður afli, koli, katíi, ufsi og ýsa. epj. Braust inn í fylleríi og stal fyrir 70 þús. kr. - Skilaði þýfinu daginn eftir Brotist var inn í verslun- ina SAFtR aðfaranótt 1. maí og stolið skartgripum fyrir um 70 þúsund. Var þetta ungur maður sem framdi verknaðinn í fylleríi. Er hann vaknaði morguninn eftir skilaði hann öllu þýfinu til lögregl- unnar, sem ekki hafði fengið vitneskju um inn- brotið. Voru litlarsem eng- ar skemmdir unnar í versl- uninni. Bíl varstolið við Njarðvíkur- höfn s.l. föstudagskvöld, en eigandi bílsins var skipverji á Gígjunni. Hafði þjófurinn brotist inn í skipið fyrr um kvöldið og náð lyklum og stal bílnum síöan seinna um nóttina. Var maðurinn fyrsttekinn við ölvun við akstur en þá kom í Ijós að hann var á stolnum bíl. Var þjófurinn einnig skipverji á Gígjunni og hafði ætlaö í bæinn á bílnum. Bíllinn er nokkuð skemmdur eftir þessa ökuferð skipverjans. pket. Auglýsendur athugið! Vegna uppstigningar- dags kemur næsta blaö út miövikudag- inn 11. maí. Síðasti skilafrestur á auglýsingum er til kl. 16, mánudaginn 9. maí n.k. .,;*-£< "¦>., % ;m>- ¦ 'ífi^. Dimmision í Fjölbraut. Ljósm.: pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.