Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.10.1983, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 27.10.1983, Blaðsíða 9
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 27. október 1983 9 Vetur konungur heilsar Sl. laugardag, eða fyrsta vetrardag, féllu fyrstu snjó- kornin hér á Suðurnesjum. Víða myndaðist mikil hálka en um seinni part sunnu- dagsins var allur snjór horfinn og komin rigning. En eins og alltaf vill verða eru börnin sennilega ein af þeim fáu sem fagna snjón- um og eins og sjá má á þessari mynd er hér búið að búa til snjókarl, sem er lík- lega sá fyrsti sinnar tegund- ar á þessum vetri sem nú er genginn í garð. - pket. Furðulegt sleifarlag Oft og mörgum sinnum hefur verið skrifað hér um svonefndar SÚN-skemmur 1 og 2 að undanförnu, og 3500 eintök vikulega. flestar aðrar sem staðsettar eru milli íbúðarhúsa í Heið- arbyggð. Tími á þessum skemm- um er löngu útrunninn, þó lítið sjái að við þeim sé hreyft, ef undan eru teknar SÚN-skemmurnar. Þarhef- ur verið dundað við niður- rifið án þess að sýnilegur árangur sjáist. Vitað er að bæði byggingafulltrúi og fulltrúi almannavarna- nefndar hafa ítrekað reynt að fá eigendur þeirra til að halda verkinu áfram. Enda er nú svo komið að hætta er á stórslysi af þessum skemmum, auk tjóns sem getur hlotist af skæðadrífu frá þeim ef verulega hvessir, og hver er þá ábyrgur? Má í raun sæta furðu hve þolinmæði nálægra íbúa hefur verið mikil, en hún mun nú vera á þrotum. ,,Hér er á ferðinni furðu- legt sleifarlag, menn bera því við að tæki hefðu bilað, en það er alveg haldlaust," sagði Steinar Geirdal bygg- ingafulltrúi, erblaðiðspurði hann um málið. Vonandi taka menn á sig rögg og fjarlægja draslið í einum áfanga, ellegar þá aö bærinn taki af skarið og láti fjarlægja þær á kostnað eigenda. - epj. Fitjabraut 2, Njarövík -Sími 1227 Vantar þig pústkerfi, þá leitar þú okkar. Við eigum, smíóum og setjum pústkerfi undir bilinn þinn með góðri og fljótri þjóriustu. Hárgreiðslu- og snyrti- stofa Guðrúnar og Lilju Baldursgötu 2 - Keflavík Hefjum rekstur aö nýju, laugardaginn 29. október. - Bjóöum upp á: Andlitsböð - húðhreinsun - fót- og hand- snyrtingu - Vax og hitanir. - Permanent - Litanir - Strípur - Klippingar og lagningar. Hárgreiðslumeistari Lilja Siguröardóttir Snyrtisérfræðingur Guörún Siguröardóttir Vorum að fá nýjar myndir í BETA og VHS Opið: Mánud. - miðvikud. kl. 15 - 22 Fimmtud. - sunnud. kl. 15 - 23 Hafnargötu 16 - Keflavík - Sími 3006

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.