Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.10.1983, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 27.10.1983, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 27. október 1983 11 5 vikna námskeið Félagsmálaráðs - fyrir þá sem starfa við barnagæslu N.k. þriöjudag hefst í Fé- lagsheimilinu Vlk, fimm vikna kvöldnámskeið sem Félagsmálaráö Keflavíkur- bæjar stendur fyrir og er ætlað dagmömmum, kon- um er starfa viö gæsluvelli og starfsstúlkum á dag- heimilum erekki hafa fóstru Vonir bundnar við loðnuveiðar Mikill hluti af fiskiskipa- flota okkar er hannaöur fyrir nótaveiöi eingöngu, þ.e. loönu- og síldarnót, þó undanfarin ár hefi verið gerðar tilraunir með ýmsar aðrar veiðar, vegna þess að þessi skip hafa legið meira og minna aögerðarlaus. Eitt þeirra skipa sem undir þetta falla er Harpa RE, og því spuröum við Jón Eyfjörð, skipstjóra, að því nýlega þegar hann var að landa síld í Njarövlk, hvað tæki við hjá þeim þegarsíld- veiöum myndi Ijúka. „Menn binda vonir við að það verði einhver loðnu- veiði, sagði Jón, „enda er ekkert vit í öðru og ekki ástæða til annars. Árni Frið- riksson lá nú þarna í brælu inni á ísafjarðardjúpi um leið og við vorum þar, og haföi hann legið þar í 3 daga, en vonandi koma niöurstööur úr þeim loðnu- leiðangri sem hann er í nú, í enda mánaðarins. Maður vonar það að þeirfinni bara nóg. Það viröast alla vega allir finna nóg af loðnu, nema þá helst fiskifræðing- arnir," sagði Jón. Viðtal þetta er hálfs mán- aöar gamalt, en skv. síðustu fréttum eru líkuráaðloönu- veiöi hefjist jafnvel í næstu viku. - epj. 59 umferðaróhöpp í september Skv. mánaðaryfirliti um- ferðarslysa, sem Umferðar- ráð hefur tekið saman fyrir septembermánuð, urðu 36 umferðaróhöpp í Keflavík, 13 á Keflavíkurflugvelli og annars staðar í Gullbringu- sýslu (Grindavík er ekki með). Samtals gerir þetta 59 óhöpp sem tilkynnt hafa verið til lögreglunnar. Einungis varð eigna- tjón 57 þessara umferðar- óhappa, en meiri háttar meiösli var í tveimur ó- happa, þ.e. einu sinni í Keflavík og jafn oft í Gull- bringusýslu. - epj. menntun. Er þetta annað námskeið sinnar tegundar sem Keflavíkurbær heldur fyrir starfsfólk sitt. Marz KE seldur til Reykjavíkur Stjórnendur námskeiðs- ins eru þær María Valdim- arsdóttir hjá félagsmála- ráöi, og Guðrún Jónsdóttir, kennari. Sagði María íviötali við blaðið, aö leiðbeinend- ur á námskeiðinu yrðu allir héðan af svæðinu, en það er sniðiö eftir námskeiðum sem Námsflokkar Reykja- víkur hafa haldið fyrir Reykjavíkurborg. - epj. Baldur hf. hefur nú geng- iö frá sölu á bát sínum Marz KE 197 til Reykjavíkur, oger kaupandi hans Umboðs-og heildverslunin Seifur hf. Báturinn, sem er 78 tonna eikarskip, byggt 1955, hefur verið mikið endurbyggður aö undanförnu og var því orðinn einn af betri bátun- um í þessum stærðarflokki. epj. Konur, athugið Við bjóðum upp á góða aðstöðu til að hressa upp á heilsuna. NUDDKONA með sænskt vöðvanudd, partanudd og fótsnyrtingu. NUDD-KÚRAR 7 tímar í 60 mín. eða 14 tímar í 30 mín. Innifalin fótsnyrting og gufa. Einnig Vatnsnuddbaðkar, gufa og Ijósa- lampar. - Nýtt vetrarverð á Ijósum: 10 skipti á 400 kr. (nýjar perur). Verið velkomin. Upplýsingar í síma 2232. Baðstofan DÖGG Hálaleiti 38 - Keflavík Stráði rottueitri umhverfis skemmuna íbúar er búa í nágrenni viö þær skemmur sem eftir eru í Heiöarbyggðinni, höfðu samband við blaðið nú nýverið vegna tveggja skemma sem eru beint upp af Heiðarhvamminum, en þar hafði eigandi annarrar þeirra stráð rottueitri við loftræstiop. Sögðu þeir sem við blað- ið töluðu, að slíkt væri ekki forsvaranlegt inni í miðju íbúðahverfi, því eitrið er óvarið fyrir krökkum sem þarna eru að leik. Undir þetta tökum við svo sannarlega, jafnframt því sem við bendum þeim aðilum á, sem enn eiga þarna skemmur, að ganga Ullarkanínubú í Kefiavík Bæjarráð Keflavíkur hef u r tekið fy ri r ósk 1 rá Arn- oddi Tyrfingssyni, þar sem hann óskar eftir heimild til að stofnsetja bú meö ullar- kanínum. Á fundi 6. okt. sl. varsam- þykkt að verða við erindinu, enda fáist önnur tilskilin leyfi. - epj. öryggi ógnað Umferðardeild lögregl- unnar hefur sent bæjarráöi Njarövíkur bréf þar sem fram kemuraðöryggigang- sómasamlega um þær, þannlg aö þær valdi ekki hættu, nægjanleg er mæðan aö þurfa aö horfa á skemmurnar alla daga milli nýrra íbúðahúsa þar sem þær eiga svo sannarlega ekki heima. Sumar þessar skemmur eru algjörlega að falli komnar og því þarf ekki mikið rok til að úr þeim fjúki járn og annaö lauslegt, sem getur bæöi valdið slysi og tjóni í næsta nágrenni. Því hlýtur það að vera lág- markskrafa íbúanna aö vel sé um þær gengið, því eins og margir vita er tími þeirra löngu útrunninn. - epj. andi vegfarenda um gang- stíg sem liggur frá Vallar- braut að Flugvallarvegi, sé verulega ógnað þar sem ekkert f ramhald sé á göngu- stígnum við Flugvallarveg. Samþykkti bæjarráð á fundi sínum aö vísa erind- inu til umferöarnefndar. epj Stærsti spari- sjóður landsins Sparisjóöurinn í Keflavík er talinn vera stærsti spari- sjóöurinn á landinu nú. ( ööru sæti er Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Sparisjóöur Hafnafjarðar í þriðja sæti og í því fjóröa er Sparisjóður vélstjóra. - epj. PUJSIAN ÞU SAFNAR OG BANKINN BÆTIR VIÐ Þú getur haft þrefalt til fjórfalt fé í höndum eftir umsaminn sparnaö. Öllum er frjálst aö opna Plúslánsreikning, hvort sem þeir hafa skipt viö Útvegsbankann hingaö til eöa ekki. Er ekki Útvegsbankinn einmitt bankinn fyrir þig. ÚTVEGSBAMKINN HAFNARGÖTU 60 KEFLAVÍK SÍM11199

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.