Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.10.1983, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 27.10.1983, Blaðsíða 13
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 27. október 1983 Viö sjáum sólir og „nafla“ Hér áöur fyrr héldu menn aö nafli heimsins væri þar sem þeir áttu heima og fannst allt það besta og mesta vera í sínu héraði. Enn þann dag í dag vill þetta bera viö og má benda á nokkur dæmi þess. Til dæmis er það þannig meö Bandaríkjamenn, aö þegar þeir tala um heiminn eru þeir aö tala um bandaríki Norður-Ameríku eða bara Texas, þeir tala til dæmis um heimsmeistara i þessari og hinni iþróttinni, en eru í rauninni að tala um meistara i sínu landi. Nú kanneinhveraðsegja, maður, líttu þér nær (því sumir mega aldrei heyra eöa sjá sett út á „guðs eina landiö"). Þetta er líka að mörgu leyti rétt. Við mör- landarnir erum ekki barn- anna bestir í því að monta okkur af hinu og þessu, enda teljum við okkur eina almerkustu þjóð sem til er. Það er vel að merkja engin ráðstefna með ráðstefnu úti í heimi, sem við eigum ekki eins og einn fulltrúa. Þaö hefur því þótt teljast til stór- heimsráðstefnu, sem haldin var á Indlandi um sólarorku. Þangað fóru „aðeins" átta fulltrúar frá (slandi og þar af einn frá Suðurnesjum á vegum Hitaveitunnar. Sjálf- sagt sáu þeir allir sólirnar sjö sem ku víst skína þar austur frá, og árangurinn ætti að verða góður af för- inni, - við getum alltaf bætt við sólbaösstofum og sól- bekkjum, eins og dæmin sanna. Já, þegar minnst er á sól, þá kemur upp í hugann, til hvers aö vera að fara til Ind- lands í leit að sól, þegar við höfum þá allra bestu sól sem til er, á ég þá við „höf- Húsið á horninu Höfundur: gub. Leikrit i einum þætti. Tilvalió til flutnings á opinberum fundum, fellur vel aó hreppsnefndarfundum. Persónur og leikendur: A-t.d. ibúi i verkamannabústaó i Vogunum, sem flytja átti inn i næsta sumar, en fallió var frá aó byggja vegna vesældar. B - t.d. vegfarandi i Vogunum sem ekur eftir holum, skuróum og skorningum og er á góóri leiö meó aö eyóileggja bil nr. 2 á þvi einu aö skreppa i búöina. Sviöið er þakiö áESSO skálanum, en fyrrnefnt þak er eini sæmilega slétti bletturinn i byggðarlaginu. A. Andskotinn er laus. B. Nú, hvar? A. í Vogunum. B. Jæja. A. Já. B. Hvernig veistu það? A. Ég sé það á fjárfest- ingunum. B. Hvaða fjárfestingum? A. Gettu. B. Verkamannabústöð- unum? A. Gettu betur. B. Leikskólanum? A. Ég sé ekki að hann hafi stækkað. Gettu betur. B. Skólanum? A. Gettu betur. B. Tónlistarskólanum? A. Gettu betur. B. Er hann kannski að vigta sig? A. Þú ert heitur. B. Er hann að vigta hús? A. Já, en hvað er húsið þungt? B. Ein komma sex eða ein komma sjö. A. Rétt. Þú ert helvíti skarpur, þú kemst aldrei í hreppsnefnd. (A og B klöngrast niöur af sjoppunni. B fellur ofan á skellinööru sem lagt hefur verið við sjoppuna vegna þess að ekki er þor- andi að aka um á gripnum um „göturnar"). A. Eigum við að skreppa í sund? B. Hvert? A. Niöur að höfn. B. Synda í sjónum? A. Því ekki? Það eru hvort sem er engir bát- ar við höfnina. B. Ég vil frekar fara út í Njarðvík í laugina þar. A. Við gætum kannski fengið aðstöðu í bíl- skúrnum, hann er nefnilega svolítið nið- urgrafinn. B. Ég vil bara fá sund- laug hingað á staðinn strax. A. Það vilja allir, þess vegna kemur hún ekki. B. Allt HLH-flokknum að kenna. A. Annars ætla ég næst til Brussel í sund, það hljóta að vera ágætar laugar þar. Biðskýli fyrir skóiabörn í Eyjabyggð í framhaldi af gjöf Slysa- varnadeildar kvenna í Kefla- vík til að auka umferðarör- yggi í Keflaviktelur umferð- arnefnd Keflavíkur nauð- synlegt að bæta aðstöðu fyrir skólabíl v/Barnaskól- ann með því að merkja hon- um sérstakt stæði, og einnig að merkja bifreiöa- stæði fyrir kennara. Einnig taldi skólastjóri Barnaskólans, sem mætti á fundinn, brýntaðfábiðskýli fyrir skólabörnin í Eyja- byggð (við spennistöðina). Þá samþykkti nefndin að endurskoða og bæta gang- brautamerkingar í bænum, einkum í nágrenni skól- anna. - epj. uðborgarsólina", sem þeir á útvarpinu eru alltaf aðtala um. Það hlýtur að vera með merkilegustu sólum sem þeir eru búnir að eigna sér, blessaðir. Ekki eru þeir nú ennþá búnir að eigna sér rigninguna ennþá, en hvur veit, kannski þurfum við hér suður með sjó að búa við það að hafa bara annars flokks rigningu og sól þegar fram líða stundir. Eitt taka þeir þó ekki frá okkur og það er rokið, það er alveg fyrsta flokks, eða eins og einn vinur minn úr brand- araborginni Hafnarfirði sagöi við mig: „Hér er sko alltaf rok.“ „Nei,“ sagði ég, „það er bara mismunandi mikið logn.“ P.S. Hvar annars staðar hefði það þótt frétt og verið sýnt í fréttum sjónvarpsins, þó vatn hefði veriö tekið af húsum í nokkra tíma vegna við gerðar á lögn, nema ef vera skyldi í Reykjavík? Það skyldi þó aldrei vera að „nafli heimsins" væri í Reykjavík? Ó.J. KEFLVÍKINGAR VIÐTALSTÍMI UM BÆJARMÁL í kvöld kl. 20.30 til 22 verða eftirtaldir fulltrúar Framsóknar- flokksins í bæjarstjórn og nefndum bæjarins, til viðtals um bæjarmál, í Framsóknarhúsinu, sími 1070: Guðjón Stefánsson, formaður bæjarráðs, Drífa Sigfúsdóttir, formaður félagsmálaráðs, og Jóhann Einvarðsson, formaður íþróttaráðs. Veittar verða upplýsingar um bæjarmál og tekið við ábending- um bæjarbúa varðandi málefni bæjarins. Breyting á umferðarrétti á gatnamótum Hringbrautar og Flugvallarvegar Frá og með 1. nóv. 1983 nýtur umferð um Flugvallarveg aðalbrautarréttar gagnvart umferð á Hringbraut. Breytingin ergefintil kynna með biðskyldu- merki á Hringbraut við gatnamót Flugvall- arvegar. F.h. umferðarnefndar Keflavíkurbæjar Bæjartæknifræðingur

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.