Víkurfréttir - 12.04.1984, Page 5
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 12. apríl 1984 5
Pulsuvagninn á nýjan stað
Á miðvikudag í síðustu
viku flutti Vilberg Skúlason
pulsuvagn sinn á nýjan stað
í Keflavík. Hann er nú stað-
settur að Tjarnargötu 9,
nánar tiltekið á móti ný-
byggingu Sparisjóðsins.
Flutningur vagnsins var
ekki leikur einn, en með
hjálp þeirra Eyjólfs og Ingi-
mundar í Skiptingu sf. og
aðstoð lyftara, þá tókst
flutningurinn mjög vel.
Eins og sjá má á meðfylgj-
andi myndasyrpu af flutn-
ingnum, þá kveður Einar
Júl. Vilberg nágranna sinn
og óskar honum alls besta á
nýja staðnum. Einar ætti þó
ekki að vera í vandræðum
meðaðfásépulsu íframtíð-
inni, þvð það eru ekki
nema um 100 metrar úr
Hljómval til Villa á nýja
staðnum. Einsi ætti að fara
létt með það, enda léttfætt-
ur með afbrigðum. - pket.
Stakkur safnar
fyrir
innréttingum
Björgunarsveitin Stakkur
er um þessar mundir að
safna fyrir innréttingum í
hús það sem sveitin hefur
nýlega fest kaup á við Iða-
velli. Verður því m.a. hald-
inn kökubasar þar sem á
boðstólum verðatertubotn-
ar, formkökur og kleinur.
Er sölustaður i sölutjaldi
við hliðina á Pulsuvagnin-
um á móti nýbyggingu
Sparisjóðsins við Tjarnar-
götu og stendur salan yfir
frá kl. 10 til 18 á morgun,
föstudag. - epj.
„ Blessaður, Villi minn, þetta er allt i lagi þó þú flytjir, ég er
nefnilega að fá mér reiðhjól og þá hjóla ég bara til þin",
segir Einar Júl.
„ Villi, það er allt fullt af smápeningum hérna, ég ætla að fá
eina með öllu ..."
Flutningurinn gekk eins og isögu og Eddibó ók eins og Ijón
i stil við Bjössa á mjólkurbilnum.
Pulsuvagninn kominn á áfangastað og Villi helduráfram að
selja þjóðarréttinn ofan i Suðumesjamenn.
Efri hæð:
Lokað föstudags- og laugardagskvöld.
Neðri hæð:
Bjóðum sérstakan matseðil föstudags-
og laugardagskvöld, m.a. Franskt Paté
eða blómkálssúpu - Hunangsgljáðir
kjúklingar með bananasósu, eða svína-
steik með hnetu- eða eplafyllingu,
ásamt fjölda annarra rétta.
P.S. Konur, verið góðar við eiginmanninn og bjóðið
honum út að borða, svo hann sleppi við uppvaskið.
Víkurbraut - Keflavík
Símar 1505, 2616
PARKET frá LAMELLA
og TARKET
ásamt mottum á parketið.
JÁRN & SKIP