Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.04.1985, Side 14

Víkurfréttir - 26.04.1985, Side 14
14 Föstudagur 26. apríl 1985 VÍKUR-fréttir „Jámkarlar eins og ég, bogna ekki fyrr en þeir brotna“ - segir Sigtryggur Arnason, yfirlögregluþjónn í Keflavík Þann 1. júlí n.k. lætur Sigtryggur Arnason af störfum sem yfirlögreglu- þjónn í Keflavík. Hann er kvæntur Eyrúnu Eiríks- dóttur og eiga þau 7 börn. Eyrún átti dóttur fyrir þeg- ar þau giftust, svo börnin eru eiginlega 8. Það hefur gengið á ýmsu í gegnum árin hjá Sigtryggi og hefur hann frá mörgu að segja. „Ég ætlaði að verða bóndi“, segir hann, „en einhvern veginn fór það’svo að í stað þess að hugsa um ferfætlingana hugsaði ég um tvífætlingana“. Sigtryggur verður 70 ára í júlí 1985 og í tilefni af þessum tímamótum ákváð- um við að spjalla lítillega við hann um störf hans í gegnum árin, og ýmislegt fleira. Hvar og hvenær ertu fæddur? „Ég er fæddur í Forsælu- dal í Vatnsdal í Austur- Húnavatnssýslu árið 1915. Það er fremsti bærinn í dalnum. Ég var þar nú stutt, eða í eitt ár, en ég er alinn upp á Kárastöðum í Svínavatnshreppi. Þar var ég fram til fermingara'durs en þá hættu foreldrar mínir búskap og ég fór frá þeim, fór að vinna fyrir mér og hef reynt að basla við það síðan". Hvenær flytur þú hingað til Keflavíkur? „Það er nú gott að segja frá því ég kom hingað á nýársdag 1940 og ég man að þegar ég steig út úr bíln- um sem flutti mig hingað leit ég á klukkuna og hún var nákvæmlega 10 að morgni. Þetta var beint fyrir framan Edinborgina gömlu. Þar var móðir mín að vinna og ég kom til að heimsækja hana“. (Edin- borg var þar sem verslunin Stapafell stendur núna, sjávar megin við Hafnar- götuna). „Nú, ég fékk lítið að gera hér svo ég fór til Reykjavíkur og var að þvælast þar, var mest í íþróttahúsi Jóns Þorsteins- sonar. Þar æfði ég glímu, lærði box og stundaði leik- fimi hjá honum. Aðurhafði ég verið í Haukadal hjá Sig- urði Greipssyni á íþrótta- skólanum. Nú, þetta gat ekki gengið lengi svona, ég varð að fara að vinna eitthvað, svo ég kom aftur til Keflavíkur í leit að atvinnu. Hér var hafnarstjóri, sem Ásgeir Daníelsson hét. Hann var Húnvetningur, frá Fremsta -Gili í Langadal. Ég þekkti hann ekki neitt, en hann tók mér vel og hjá honum fékk ég vinnu. Hann hafði umsjón með allri vinnu við höfnina og var með skipa- afgreiðsluna. Þar vann maður svo næstu mánuði og mér er það minnisstætt að fyrsta vinnan við höfn- ina var að skipa upp kolum. Við unnum í því skipi í 54 tíma í einum rykk, án þess að fá svefn. Þegar því var lokið var mér sagt að koma aftur eftir 4 tíma, það væri að koma annað skip. Það skip var með salt og í því unnum við í 56 tíma í einni lotu. Um borð í kolaskipinu var maður að nafni Baldvin Jónsson frá Hópi í Grinda- vík. Rak hann á eftir okkur er fór að líða að tveimur sól- arhringum og kallaði okkur aumingja og letingja. Við vorum orðnir svo þreyttir að ef við settumst til að hvíla okkur, þá sofn- uðum við. Nú, Baldvin hélt áfram að kalla okkur aum- ingja og úthúðaði okkur eins og hann best gat. Þetta fór í taugarnar á okkur og við reyndum að gera okkar besta. Ég áttaði mig á því síðar að til þess var leikur- inn gerður. Baldvin meinti ekkert með því sem hann sagði, hann var bara nð halda okkur vakandi. Ég vissi bara ekki hvert ég var kominn þegar þessari lotu var lokið. Ég var vanur að vinna, hafði unnið mikið um dagana, en svona törn hafði ég aldrei tckið áður. Þetta var mín fyrsta vinna í Keflavík. Eftir þetta vann ég bara við það sem til féll og þar á meðal smíðar. Ég var alltaf með hamarinn í hendinni frá því að ég var krakki og hafði gaman af smíðum. Síðan hitti ég konu mína, Eyrúnu Eiríksdóttur, og við giftum okkur 1. júní 1941, og þá tók alvara lífs- ins við. Næstu árin vann maður við ýmislegt og ég byggði húsið sem nú stendur við Framnesveg 10 í Keflavík, og þar bjuggum við. Það hjálpaði mikið að Eyrún var ákaflega dugleg, nýtin og góð búkona, svo að þetta flaut. 1 janúar 1947 var mérsvo boðið starf í lögreglunni og það þáði ég. Þá var þar að- eins einn maður fyrir, Benedikt heitinn Þórarins- son, en hann hætti um vorið og þá var ég einn og var það í nokkurntíma. Reykjavík- urlögreglan sá þá um gæslu á Flugvellinum en þá var einmitt verið að stofnsetja embættið þar og móta það. Mér veitti ekki af aðstoð og fékk hana þaðan, því oft voru dansleikir í báðum húsunum, Ungó og Vei kó, sem var þar sem Félagsbíó stendur nú. Lögreglustöðin var þá staðsett þar sem Sér- leyfið (SBK) er núna, og var það herbraggi. Þann 1. júlí 1947 byrjaði svo annar maður í lögregl- unni í Keflavík og var það Jens heitinn Þórðarson. Það var sko ekki aldeilis ónýtt að fá hann. Hann var alger járnkló og óhræddur við hvað sem var. Maður gat alltaf treyst á hann. Hann hefði fylgt manni út L rauðan dauðann, ef því hefði verið að skipta. Síðan byrjaði Einar Ingimundar- son glímukappi, og 4. maður vai svo Stígur Guð- hrandsson, fyrrverandi bæjarverkstjóri. Hér var mikið líf, hér fylltist allt af fólki, mikil vinna og má segja að Keflavík hafi verið eins konar „gullgrafara- bær“ á þessum árum“. Áttir þú þér einhver áhugamál á þessum tíma fyrir utan starfið? „Nei, ekki get ég nú sagt það, alla vega ekki í þeim skilningi sem nú er lagður í það orð. Aðal áhugamálið var að eiga í sig og á og geta framfleytt fjölskyldunni, og svo vann maður bara og vann. Ef harðnaði á daln- um var bara unnið meira og minna sofið. Ég fór út í það að smíða hús í fríum og selja þau, og þetta gaf þokkalegan pening. Lífið var bara strit og vinna“. Nú, síðan starfaðir þú i lögreglunni fram til dagsins í Ef þú mólar með STEINAKRÝLI fm Mólningu hf þaif tu ekki að bíða eftir mólningaiveðri! Frábærar niðurstöður íslenskra sérfræðinga. Efnaverkfræðingar MALNINGAR h/f hafastaðiðfyrirviðtækum prófunum á STEINAKRÝLI i rúmlega þrjú ár. Niðurstöður þeirraeru m.a. þær, að STEINAKRÝLer hægt að notaáflestum árstímum og STEIN- AKRÝL er endingargóð útimálning. STEINAKRÝL er þvi einstaklega hæf fyrir islenskar aðstæður. Duftsmitandi fletir valda ekki lengur erfiðleikum. Með STEINAKRÝLI geturðu málað beint á duftsmitandi fleti án þess að eiga á hættu flögnun málning- ar, sem er óhugsandi með hefö- bundinni plastmálningu. Rigningarskur er ekkert vandamál. STEINAKRÝL er terpentínu- þynnanleg málning, sem er óvenjulega hæf fyrir islenskar aðstæður - STEINAKRÝL endist. Rigningarskúr skiptir litlu máli, þú færð þér bara kaffisopa á meðan rigningin gengur yfir - og heldur svo áfram að mála; STEINAKRÝL þolir rigningu fljótlega eftir málun. Nú geturðu málað i frosti. Yfirburðakostur nýju útimálning- arinnar frá MÁLNINGU h/f er sá, að þú þarft ekki lengur að hafa áhyggjur af veðrinu. STEINAKRÝL er akrýlbundin útimálning með sléttri áferð. Þú getur málað með STEINAKRÝLI við mjög lágt hita- stig. Jafnvel I 10 gráöu frosti (celcius) ef þú endist til að mála I svo miklum kulda. STEINAKRÝL ENDIST! STEINAKRÝL - málning sem andar Jmá/ningh/f chepÍAA HAFNARGÖTU 90 - SÍMI 2652 og 2690 Síðasta vaktin á langri starfsævi Sigtryggs í Lögreglunni í Keflavik Hjónin Sigtryggur Árnason og Eyrún Eiríksdóttir.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.