Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.04.1985, Side 23

Víkurfréttir - 26.04.1985, Side 23
VIKUR—fréttir Föstudagur 26. apríl 1985 23 Rauði krossinn, tilgangur hans og störf Rauði kiossinn er sjálf- stæð alþjóðleg stofnun með félög í nær öllum þjóðlönd- um. Hann er viðurkenndur af hálfu ríkisstjórna og alþjóðastofnana til starfa að líknarmálum. Auk þess vinna landsfélög innan sinna vébanda að margvís- legum félags- og menning- armálum í samræmi við hin sjö grundvallaratriði hreyf- ingarinnar. Þau eru þessi: 1. Mannúð: - Rauði krossinn stefnir að því að létta þjáningu fólks og koma í veg fyrir hana, að vernda líf og heilsu og tryggja einstaklingum þá virðingu sem honum ber. Rauði krossinn vinnur að gagnkvæmum skilningi, vináttu, samstarfi og friði milli allra þjóða. 2. Jafnrétti: - Rauði kross- inn gerir ekki greinarmun á mönnum eftir þjóðerni þeirra, kynþætti, trú. stétt eða stjórnmálaskoðunum. 3. Hlutleysi: - Rauði kross- inn gætir hlutleysis í ófriði og illdeilum vegna stjórn- mála, kynþáttaaðgreining- ar, trúarbragða og skoðana svo að hann hafi traust allra. 4. Sjálfstæði: - Rauði kross- inn er sjálfstæður og óháður. Landsfélög hans veita stjórnvöldum landa sinna aðstoð í mannúðar- málum og fara í hvívetna eftir landslögum. Þau skulu þegar geta hafist handa eftir grundvallarreglum Rauða krossins er þess ger- ist þörf. 5. Sjálfboðinn: - Rauði krossinn er sjálfboðinn hjálparfélagsskapur sem Sjálfboðin þjónusta: - Rauði krossinn er sjálfboðinn hjálparfélagsskapur sem lætur fjárhagsvinning í engu ráða stefnu sinni. 6. Eining: - Aðeins eitt landsfélag Rauða krossins má starfa í hverju landi og skal öllum frjálst að ganga í það. Það skal vinna að mannúðarmálum um land allt. 7. Alheimsstofnun: - Rauði krossinn er alheimsstofnun þar sem öll landsfélögin hafa sama rétt og sömu ábyrgð og skyldu til þessað hjálpa hvert öðru. Nú fyrir skemmstu voru deildir Rauða krossins í Keflavík, Njarðvík og Sandgerði formlega lagðar niður og Rauða kross deild á Suðurnesjum stofnuð í þeirra stað. Yfirtók hin nýja deild allar eignir og skuldir hinna aflögðu deilda. Meðal þeirra eigna okkar sem mest ber á eru tvær sjúkrabifreiðir, önnur mjög stórogfullkomin, sér- staklega ætluð til neyðar- flutninga, hin aftur á móti mun minni, ætluð til allra annarra og minni verkefna. Þessar bifreiðir eru reknar í samvinnu við Heilsugæslu- stöð Suðurnesja. í Njarð- víkum er rekin snyrtiað- staða fyrir aldraða. Hefur deildin nú fengið hina ágæt- ustu aðstöðu fyrirstarfsemi sína í húsi Olíusamlagsins við Víkurbraut í Keflavík. Tileini þessarar greinar er fyrst og fremst að kynna Rauða krossinn, tilgang hans og störf. Við sem stöndum að Rauða kross deildinni á Suðurnesjum viljum að Rauði krossinn verði sem öflugastur á okkar starfssvæði, sem eru Suðurnesin, að Grindavík undanskilinni. Slíku tak- marki er ekki náð nema að fá góðar hugmyndir og verkefni til að vinna að, annað hvort einir sér eða í samvinnu við aðra. Er það sennilega ágætust leiða til að ná sýnilegum árangri þar sem svo mörg félög og samstarfshópar vinna að mannúðar- og líknarstörf- um á okkar tiltölulega stóra en fámenna starfs- svæði. Með tilliti til áður sagðs býð ég fyrir hönd Rauða kross deildar á Suðurnesj- um öllum þeim einstakling- um, félagasamtökum og fyrirtækjum inngöngu og aðild að deildinni, henni til þroska, styrks og athafna, eftir því sem astæður og til- efni gefast a hverjum tíma. Arni V. Árnason form. R.k. deildar á Suðurnesjum Mikil ölvun í góða veðrinu um helgina Lögreglan í Keflavík, Njarðvík og Gullbringu- sýslu þurfti að hafa mikil afskipti af ölvuðu fólki um sL^helgi. Virtist svo sem góða veðrið um helgina hafi haft þessi áhrif, að sögn lögreglunnar. Eins var helgarfrí á bátunum og bar því nokkuð á ölvun að- komumanna sem eru á bátaflotanum. Frá föstudegi til sunnu- dags stóð lögreglan 4 öku- menn að því að vera grun- aða um ölvun við akstur í umdæmi sínu. Hefur lög- reglan tekið alls 36 slíka ökumenn það sem af er ár- inu, og er það svipuð tala og á fyrra ári. - epj. óskum félagsmönnum okkar lil hamingju með dag uerkalgðsins. Hittumst á skemmtunum dagsins. Verkalýðs- og sjómanna- félag Keflavíkur og nágrennis Óskum uerkakonum til hamingju með dag uerkalgðsins. Hittumst á skemmtunum dagsins. Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur Óskum öllum launþegum til hamingju með hátíðisdag uerkalgðsins, l. maí. Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Suðurnesjum

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.