Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.04.1985, Síða 24

Víkurfréttir - 26.04.1985, Síða 24
24 Föstudagur 26. apríl 1985 VÍKUR-fréttir Óskum starfsmönnum okkar og samtökum þeirra til hamingju með dag uerkaigðsins. Keflavíkurverktakar Óskum starfsmönnum okkar og samtökum þeirra til hamingju með dag uerkalgðsins. Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. Sendum öllum launþegum á Suðurnesjum hamingjuóskir í tilefni hátíðisdags uerkalgðsins, l. maí. Samvinnubankinn Hafnargötu 62 • Keflavík Eru helstu ráða- menn þjóðarinnar glæpamenn? Eftir lestur næst síðustu Víkui-frétta 11. apríl ’85, get ég ekki annað en hrip- að niður nokkrar línur. Þar stendur: ,,Stjórn Hitaveitu Sudur- nesja mótmœiir ummælum landbúnaðarráðherra sem ósönnum". Eftir lestur greinarinnar get ég ekki skilið annað en að ráðherra hafi verið full- kunnugt um alla málavexti og hafi því vitandi sagt ósatt. Þetta heitir á venju- legri íslensku að ljúga,og sá sem það gerir heitir lygari. Sem sagt, ráðherra er lyg- ari! Ljótt orð, ekki satt? Leyfist mönnum að kalla ráðherra slíku nafni? Ekki vildi ég una slíku. Ætlar ráðherra ekki að heimta rannsókn? Hvað með flokksbræður hans hér á Reykjanesi, ekki trúi ég því að óreyndu að þeir heiðar- legu framsóknarmenn sem ég þykist vita að hér finn- ast, samþykki að þeir styðji lygara? Þeir ættu að heimta rannsókn, ef ráðherra sér ekki sóma sinn í þessu máli! Annars leiðir þetta hug- ann að öðru líku, en alvar- legra máli. Ekki er langt síðan kona nokkur, Jó- hanna Tryggvadóttir að nafni, skrifaði nokkrar greinar í Reykjavíkurblöð- in, þar sem hún bar for- ráðamenn Sambands íslenskra fiskframleiðenda, ásamt ráðuneytisstjórum, þyngstu sökum. Ég gat ekki lesið út úr hennar greinum annað en að að allt að 1/3 af verði útflutts saltfisks væri á einn eða annan hátt stolið undan og skilaði sér ekki heim til eðlilegrar skipt- ingar, til verkenda, útgerð- ar og sjómanna. Þetta voru svo þungar sakir, að ég áleit að annað hvort væri konan geðveik og ætti heima á tilheyrandi hæli, eða hún segði satt og þeir sem hún ásakaði ættu þá heima á öðru hæli. Þeir voru sem sagt þjófar. En ekkert skeði, ekki var farið fram á rannsókn af einum né neinum, allir þögðu. Ríkisstjórn, sem þarna missti spón úr aski sínum, forráðamenn SÍF, sem voru kallaðir þjófar og svindlarar, steinþögðu, ásamt þessum úr ráðuneyt- unum. Forystumenn stétt- arfélaga, sjómanna og ann- arra sem áttu þarna hlut að máli, hafa líkst til ekki lesið greinarnar. Eða eru þetta hinar hefð- bundnu starfsreglur á ís- landi í dag? Að þessu sé stjórnað af lygurum og þjófum og það taki því ekki að minnast á það? Rikki Algert óviljaverk sem ber að harma - segir formaður björgunarsvitarinnar Skyggnis í Vogum um rauðu ljósin á Reykjnesbrautinni í Víkur-fréttum 28. mars sl. birtist grein þar sem sagt er frá „ósæmilegu athæfi" björgunarsveitarmanna úr björgunarsveitinni Skyggni í Vogum á bíl sveitarinnar á Reykjanesbraut að kvöldi föstudagsins 22. mars sl. Ekki þótti greinarhöfundi (epj.) ástæða til að hafa samband við undirritaðan eða annan úr stjórn Skyggnis, til að kynna sér málavöxtu, né gefa okkur kost á að skýra málið í Vík- ur-fréttum 28. mars, sem hefði þó verið eðlilegt. 1 áðurnefndri grein segir að raun blikkljós á toppi bifreiðar Skyggnis hafi verið tendruð algjörlega af ástæðulausu, hugsanlega til að ná sér niðri á ökumanni sem á móti kom og lækkaði ekki ljós bifreiðar sinnar. Það er rétt, að rauð topp- ljós fóru á einhver sekúndu- brot, en það er rangt að það hafi verið gert af ásettu ráði. Hér var um algjört óviljaverk að ræða, sem ber að harma. Ætla ég ekki ágætum bílstjórum björg- unarsveitarinnar slíkt vilj- andi. Þá víkur greinarhöfund- ur að þeim hugsunarhætti björgunarsveitarmanna, ,,að taka stjórnina í sínar hendur (eins og hann segir) og hrella borgarana”. Þetta eru stór orð og ekki mak- leg. Greinarhofundur ætti manna best að vita tilgang og markmið björgunar- sveita yfirleitt, og þar er björgunarsveitin Skyggnir engin undantekning. Hallgrímur Einarsson, formaður Björgunarsv. Skyggnis, Vogum

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.