Víkurfréttir - 03.10.1985, Síða 8
8 Fimmtudagur 3. október 1985
VÍKUR-fréttir
BINGO
ÍBK-bingóin byrja aftur næsta
fimmtudag, 3. okt. kl. 20.
Tökum í notkun nýja tölvu-
stýrða bingóvél.
Munið að bingóin verða alltaf á
þriðjudögum í vetur - í Stapa.
Í.B.K.
Innanhússknattspyrna
Firmakeppni
í innanhússknattspyrnu verður haldin
dagana 12. og 13. október n.k. í íþróttahúsi
Keflavíkur.
Keppt um eignarbikar.
Þátttökugjald fyrir hvert lið er kr. 2.500.
Tilkynnið þátttöku til Steina Bjarna í síma
2286 og 3333, og Gunnars í síma 3017 og
1450, fyrir miðvikudaginn 9. október.
UMFK
Þankar um
Úr leik ÍBK og Víðis fyrr í sumar. Víðismennirnir Daníel Einars og
Gísli Eyjólfs í baráttu við Sigurjón Kristjáns. Grétar Einars í bak-
sýn.
Árangur Suðumesjaliðanna
- í 1. deild knattspyrnunnar sl. sumar
Vertíð knattspyrnuáhuga-
manna á Suðurnesjum var
að ýmsu leyti sérstök í
suntar. I fyrsta skipti voru
työ lið af svæðinu í 1. deild.
Árangur þeirra varð
misgóður, en bæði munu þau
Ieika í 1. deild að ári, stuðn-
ingmönnum þeirra til
ómældrar ánægju.
Gefið
lífínu lit
SÓLHUSID
Nú fer hver að verða síðastur að kaupa
12 tíma sólkort á kynningarverði.
Foreldrar:
A meðan þið njótið þægilegra sólbaða dunda bömin sér í
leikhominu.
Frábær snyrti- og baðaðstaða.
Verið velkomin og lítið inn.
Avallt heitt á könnunni.
SÓLHÚSIÐ
Hafnargötu 6 - Keflavík - Sími 4227
Opið mánudaga-föstudaga kl. 8-22 og laugardaga kl. 9-19.
íþróttafélög, saumaklúbbar og
annar félagsskapur, ath:
Veitum góðan hópafslátt af 12 tíma
sólkortum.
Miklar breytingar
Keflavíkurliðinu var
ekki spáð miklum frama í
upphafi, vegna mikilla
mannabreytinga frá fyrra
ári. Allt keppnistímabilið
var og tönnlast á því að
Keflavíkurliðið væri mjög
ungt og óreynt. Staðreynd-
in var hins vegar sú, að
aðeins einn nýliði náði að
vinna sér fast sæti í liðinu.
Mikill meirhluti leikmanna
hafði öðlast mikla reynslu á
löngum tíma.
Misjafnar væntingar
Árangur Keflavíkurliðs-
ins hefur ekki verið neitt til
að hrópa húrra fyrir í rúm-
an áratug, en þó virðist sem
nokkuð sé úr að rætast. Lið-
ið náði 5. sæti í 1. deildinni
í ár, og virðast stuðnings-
menn þess nokkuð ánægðir
með árangurinn, því enginn
þeirra hefur ennþá rekið
upp harmakvein. Liðið
vann níu leiki í 1. deildinni
og gerði tvö jafntefli, sem er
nokkuð betra en árið áður.
Þá vann liðið sigur í átta
leikjum og gerði jafntefli í
þremur, og hreppti 3. sætið.
Þrátt fyrir það var enginn
ánægður það árið, að því er
virtist. Kröfurnar og vænt-
ingarnar voru því misjafnar
milli ára, en árangurinn
hinn sami.
Stöðugieikann vantaði
Það var helsta einkenni á
leik Keflavíkurliðsins í
sumar, sem og undanfarin
ár, að allan stöðugleika
vantaði. Annan daginn lék
liðið meistaralega vel, en
hinn daginn var eins og um
byrjendur væri að ræða.
Það hefur löngum þótt ein-
kenni góðra liða, að leika
alltaf á sama dampi. Lakari
liðin eiga hins vegar ójafn-
ari leiki. Takist Keflavíkur-
liðinu að ná hinum eftir-
sótta stöðugleika á næsta
ári er framtíðin björt, ekki
síst fyrir þá stuðningsmenn
liðsins sem nú eru farnir að
panta Islandsmeistaratitil-
inn.
Helsti galli á leikmönn-
um Keflavíkurliðsins í
sumar var, að þeim hætti
um of til að vanmeta þá
andstæðinga sína, sem þeir
álitu fyrirfram að væru Íak-
ari. Þetta kostaði liðið m.a.
tvö töp í upphafi mótsins,
og mikla erfiðleika í nokkr-
um leikjum til viðbótar.
Sveiflukenndur leikur
Keflavíkurliðið byrjaði
íslandsmótið ekki með
neinum glæsibrag. Liðið
átti fremur í vök að verjast,
og leikur þess var mjög
sveiflukenndur. Undir lok
júní fóru hjólin þó að
snúast. Liðið lék þá vel í
flestum leikjum sínum, og á
tveggja mánaða tímabili
vann liðið 6 af 8 leikjum í 1.
deild, auk þriggja leikja í
Bikarkeppni KSI. Liðið lék
þá léttan og skemmtilegan
bolta og skoraði mikið af
mörkum. Svo vel lék liðið á
tímabili að farið var að spá
því titlum. Endir þessa
góða tímabils var bundinn
af liði Fram, er liðin léku til
úrslita í Bikarkeppni KSÍ.
Keflavíkurliðið var þá ekki
nema svipur hjá sjón og
náði aldrei að sýna það and-
lit sem sýnt hafði verið svo
skömmu áður. Eftir tapið í
úrslitaleiknum náði liðið
sér aldrei almennilega á
strik og átti fremur slæma
daga til loka keppnistíma-
bilsins.