Víkurfréttir - 03.10.1985, Síða 16
16 Fimmtudagur 3. október 1985
VÍKUR-fréttir
Niðjatal Ögmundar Andréssonar og
Sólveigar Guðmundsdóttur komið út
Út er komið niðjatal
hjónanna Ögmundar
Andréssonar (1855-1923)
bónda að Hellu í Beruvík á
Snæfellsnesi, og konu hans
Sólveigar Guðmundsdótt-
ur (1873-1942). Er það
Ingimundur Jóhannsson
ættfræðingur sem hefur
tekið ættfræðirit þetta sam-
an og gefur það út.
Þau hjón eignuðust 12
börn og frá þeim er kominn
stór hópur fólks. Meðal
þeirra eru Karvel Ög-
mundsson, f. 1903, skip-
stjóri og útgerðarmaður, og
Þórarinn, f. 1910, d. 1983,
vélstjóri og útgerðarmaður.
Þeir bræður gerðu út og
höfðu lengi nokkur umsvif í
Ytri-Njarðvík.
Önnur börn þeirra eru:
Guðlaug Svanfríður f.
1896, d. 1922, saumakona í
Stavanger, Sigríðurf. 1897,
húsfrú í Ytri-Njarðvík,
Einar f. 1899, d. 1974, vél-
stjóri í Ytri-Njarðvík, Krist-
björg f. 1900, húsfrú í
Bergen, Karvel Línberg f.
1902, dó sama ár, Líneik f.
1905, d.1090, Ögmunda f.
1907, húsfrú í Reykjavík,
Karl f. 1912, trésmíðameist-
ari í Ytri-Njarðvík, Daníel
f. 1915, d. 1960, skipstjóri í
Ytri-Njarðvík, Jóhannes f.
1917, vélstjóri í Ytri-Njarð-
vík.
Niðjatalið er í brotinu A-
4, fjölritað, í kjalbandi, alls
63 bls. Rúmlega 50 ljós-
myndír eru í ritinu og
kostar það 600 krónur. Þeir
sem áhuga hafa á að eignast
niðjatal þetta er bent á að
hafa samband við Ester
Karvels, Þórustíg 10,
Njarðvík, sími 1786, eða
höfundinn, Ingimar F. Jó-
hannsson, pósthólf 8684,
128 Reykjavík. - epj.
Víkingaferðir og Flugleiðir stíga sameiginlega
nýtt skref í ferðamannaþjónustu:
„Hugmyndin að kynna
Suðumes og Island sem
sjóstangaveiðiland“
- segir Pétur Jóhannsson hjá Víkingaferðum
Ögmundur Andrésson
Sólveig Guðmundsdóttir
Vilt þú verða „free-lance“
Morgunmatur
framreiddur frá kl. 7-10.
Tökum að okkur að
smyrja brauð og snittur.
Tökum að okkur
smærri veislur.
blaðamaður?
Þessi fyrirsögn er á aug-
lýsingu, sem birtist annars
staðar í þessu blaði og er frá
ritstjórn Víkur-frétta.
Með birtingu hennar vill
blaðið reyna að auka enn
frekar samskipti þess við les-
endur. Er ætlunin að gera
blaðið enn fjölbreyttara
og fá fleiri til að taka þátt í
gerð þess hverju sinni.
Með því að fá til liðs við
okkur fólk til að skrifa
greinar og fréttir, gegn
greiðslu, erum við að virkja
samstarfíð við íbúa svæðis-
ins og lesendur. Gera þannig
blaðið enn gagnlegra og
jafnframt ómissandi vett-
vang fyrir frásagnir af at-
burðum líðandi stundar.
Hjá Víkur-fréttum starfa
blaðamenn í fullu starfi auk
„free-lance“ fólks, sem
sinnir skrifum frá svæðinu
eftir bestu getu. En lengi
má gott bæta og mannlíf
VETRARSKOÐUN
• Stilltir ventlar
• Stilltur blöndungur
• Skipt um kerti
• Skipt um platínur
• Still kveikja
• Athuguð viftureim
og stillt
• Athugað frostþol á
kælikerfi.
• Athugaöar þurrkur og
settur ísvari
í rúðusprautu
• Athugaður stýrisbúnaður
• Athugaöar og stilltar
hjólalegur
• Mælt millibil á
framhjólum
• Athugaöir bremsuborðar
• Skoðaður undirvagn
• Boriö silicon á þéttikanta
• Athuguð öll Ijós og stillt
ef þarf
• Mæld hleðsla
Bíla- og vélaverkstæði
KRISTÓFERS ÞORGRÍMSSONAR
Iðavöllum 4B - Keflavík - Siml 1266
Verð með kertum,
platínum, ísvara og sölu-
skatti kr. 2.516
fyrir 4 cyl. bíl.
Erum einnig með
viðgerðarþjónustu fyrir
Mazda, Nissan/Datsun
Subaru, Daihatsu og
Mitsubishi-bifreiðar.
hér á Suðurnesjum er marg-
brotið og fjölskrúðugt og
því af miklu að taka.
Frá því að Víkur-fréttir
hófu göngu sína fyrir rúm-
um 6 árum, hefur það stað-
ið Suðurnesjabúum opið
hvað varðar greinaskrif,
lesendabréf og öðru er frétt-
næmt þykir. Við hvetjum
því fólk áfram til að láta í
sér heyra, hvort sem er með
því að skrifa okkur eða
hringja.
Víkur-fréttir er frjálst og
óháð fréttablað, gefið út
einu sinni í viku. Það segir
frá því sem miður fer, hvort
sem það er spilling, vald-
Framlenging holræsis
í Stokkavör:
Öll tilboðin 5
fyrir ofan
kostnaðaráætlun
Eftirfarandi tilboð
bárust í framlengingu hol-
ræsisframrásar í Stokkavör
í Keflavík:
Friðbjörn Björnsson kr.
839.500, Hjalti Guðmunds-
son kr.845.000, Húsanes sf.
kr. 1.225.000, Óskar Guð-
mundsson kr. 1.448.600,
Vilhjálmur Kr. Eyjólfsson
kr. 1.554.000.
Kostnaðaráætlun var
upp á kr. 781.000.
Tekið var lægsta tilboði.
epj-
VÍKUR-fréttir
Lesið af fjöldanum
níðsla, misrétti eða eitt-
hvað annað, - og einnig því
sem vel er gert, afrek á ein-
hverju sviði, umbætur eða
umsvif. Hér er aðeins stikl-
að á stóru, því endalaust
mætti telja upp þá mála-
flokka sem til frásagnar eru
í blaðinu.
Því skorum við nú á Suð-
urnesjamenn að taka virk-
ari þátt í skrifum blaðsins, -
annað hvort sem „free-
lance“ blaðamenn eða með
því að senda inn greinar og
frásagnir, - eða láta vita um
atburði. Vilji viðkomandi
ekki láta birta nafn sitt fyrir
ákveðinni grein eða frétt,
getur hann treyst því að
fyllsta trúnaðar verði gætt.
Tilgangurinn er fyrst og
fremst að koma frásögn-
inni til skila.
Þeir sem áhuga hafa á að
gerast ,,free-lance“ blaða-
menn, er bent á að hafa
samband við ritstjórn
blaðsins í síma 4717 eða
koma á skrifstofuna að
Hafnargötu 32 í Keflavík.
Keflavíkurkirkja
Barna- og fjölskylduguös-
þjónusta kl. 11. Barnastarf-
iö hefst. Munið skólabílinn.
Kórsöngur og kaffisala kl.
15. Fermingarbörn 1948 af-
henda lágmynd af séra
Valdimar J. Eylands. Kaffi-
sala I Kirkjulundi að lokinni
athöfn í kirkjunni. Allur
ágóði rennur í ísraelsför
kirkjukórsins.
Sóknarprestur