Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.10.1985, Síða 20

Víkurfréttir - 03.10.1985, Síða 20
VÍKUR Fimmtudagur 3. okt. 1985 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Hafnargötu 32, II. hæö. - Simi 4717 Tveir 15 ára drengir úr Njarðvík: Unnu mikið þrekvirki er þeir björguðu 13 ára dreng - eftir að hann hafði fallið niður a.m.k. 8 metra úr hlíðum Vogastapa niður í sjó, og slasast Síðdegis laugardaginn 21. sept. sl. unnu tveir strákar úr Njarðvík mikið björg- unarafrek, er þeir björg- uðu félaga sínum er fallið Einar (tv) og Þorgeir hafði 8 metra niður í sjó undir Vogastapa og slasast. Þeir sem þetta afrek unnu heita Þorgeir Valsson, Njarðvíkurbraut 23 og Ein- ar Helgason, Hólagötu 39, báðir 15 ára, en sá sem varð fyrir slysinu heitir Jón Hall- dór Helgason, 13 ára, til heimilis að Njarðvíkur- braut 20. Allir eru þeir úr Njarðvík. Að sögn þeirra Einars og Þorgeirs ætluðu þeir að ganga fjöruna frá Innri- Njarðvík og undir Voga- stapa, að skorinni rétt innan við þann stað sem ruslinu var áður hent af Stapanum. Rétt áður en slysið varð fóru þeir að klifra í bjarginu og þegar þeir sáu að þeir kæmust ekki lengra nema eftir fjör- unni, ákváðu þeir að klifra niður aftur og var Einar kominn ofanífjöruáný,en Jón var efstur. Var Þorgeir rétt fyrir neðan hann og til hliðar, er Jón missti taks og hrapaði hann þá niður. Grjótið sem fylgdi Jóni fór þá yfir Þorgeir og skadd- aðist hann aðeins á hendi. Lenti Jón á kletti og rann út af honum í sjóinn. Telja þeir félagar að fallið hafi verið a.m.k. 8 metrar. Var Einar mjög nærri þeim stað, sem Jón féll. „Með því að klifra niður og halda mér síðan í þara o.fl., tókst mér að halda honum uppi og koma honum í land“, sagði Einar, „en Geiri var ekki kominn nið- ur þar sem hann var enn að jafna sig eftir grjótið sem hann fékk yfir sig, og því lagði ég af stað með hann. Vissi ég þá að hann gat ekki stigið í fæturna og hann vildi ekki að Geiri næði í hjálp, heldur bað okkur að koma sér heim sem fyrst“. Stuttu síðar komst Þor- geir niður og nú ákváðu þeir félagar að best væri að hann kæmi honum upp bjargið, en síðan myndu þeir hittast þar sem Einar kæmist upp. Hjálpaði Þor- geir Jóni svo upp bjargið. Er upp kom tók ég hann á_ bakið og hjálpaði honum þar til við Einar mættumst á ný“, sagði Þor- geir. Eftir þetta báru þeir hann eða studdu til skiptis þar til þeir komu niður í slétta fjöruna, þá tók Einar við og hjálpaði honum einn heim til sín. Sögðu þeir að þegar slys- ið varð hefðu þeir verið búnir að ganga í hálfa klukkustund, en sömu leið til baka hefði tekið þá Wi klst. að komast, að vísu urðu þeir oft að hvíla sig. Þá hafði blaðið samband við Astu Jónsdóttur, móð- ur Jóns, og sagði hún að þar sem erfiðlega hefði gengið að fá upp úr strákunum hvað skeð hefði og sjáanleg meiðsli hefðu ekki verið mikil, hefðu þau ekki náð strax í lækni, en fljótlega fóru þau með hann út á Sjúkrahús og eftir að læknir hafði myndað hann, hefði sjúkrabíll farið með hann inn á bæklunardeild Lands- spítalans og þar er hann nú. Kom í ljós að hann skadd- aðist á mjöðm, auk inn- vortis blæðinga og fleiri áverka. Væri ljóst að sjúkrahúslega yrði a.m.k. 3-4 vikur. Vildi Asta nota þetta tækifæri til að koma fram þakklæti til strákanna. Jafnframt vildu þeir vara aðra við að vera að klifra í Stapanum, nema með góð- an útbúnað, s.s. band o.fl., annað væri stórhættulegt. Eftir viðtalið við strák- ana skoðaði blaðamaður slysstaðinn með þeim og kom þá í ljós að aðstæður voru mjög hrikalegar og því er ljóst að þeir hafa unnið mikið þrekvirki með þessu stórkostlega björg- unarafreki. - epj. Fyrir miðri mynd má sjá strákana sýna leiðina sem Þorgeir hjálpaði Jóni upp bjargið Spumingin: Ferðu oft út_ að borða? Hanna Hafsteinsdóttir: „Já, stundum til Reykja- víkur“. María Líndal: „Nei, ég hef ekki efni á því“. Freyja Torfadóttir: „Ja, svona annað slagið, það er gott að sleppa við uppvaskið". Jón Stefánsson: „Mjög sjaldan, ég á svo góða konu“.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.