Fréttabréf - 01.12.1983, Side 8

Fréttabréf - 01.12.1983, Side 8
STEFNUYFIRLÍSING LANDSFUNDAR KVENNALISTANS HALDINN 29.-30.10.83. Landsfundur Kvennalistans mótmælir harölega ráöstöfunum ríkis- stjórnarinnar, sem m.a. fela í ser afnám samningsrettar og dýrtíöarbóta án þess aö tryggja stöövun veröhækkana. Kvennalistinn krefst þess aé ríkisstjórnin skili aÖilum vinnumarkaöarins aftur samningsrétti sínum. HarÖast bitnar þetta á þeim sem hafa meöallaun og þaðan af lægri, en í þeim hópi eru konur í yfirgnæfandi meirihluta. I efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar felst mikil hætta á samdrætti í atvinnulífi þjóöarinnar. Reynslan sýnir aö atvinnuleysi bitnar fyrst á konum sem eru notaðar sem vara- vinnuafl. Dæmi um þetta eru fyrirhugaðar sparnaöaraögeröir í heilbrigöisþjónustunni, sem einkum beinast gegn láglauna- konum. Þetta dæmi undirstrikar einnig veika stööu kvenna í .íslensku þjóðfélagi þar sem þetta skerðir ekki aöeins atvinnu- öryggi okkar heldur leiöir skert heilbrigðisþjónusta til þess . aö auknar býröar eru lagðar á konur heima fyrir viö umönnun sjúkra og aldraöra. Skert þjónusta viö aldraöa og sjúka lýsir einnig því grundvallarverömætamati sem núverandi ríkisstjórn byggir aögeröir sínar á. Kvennalistinn berst fyrir bættum kjörum kvenna, þess vegna fagnar kvennalistinn að konur hafa í auknum Tnæli rætt stöðu sína og kjör og hvetur allar konur til aö sameinast um þessi lífshagsmunamál okkar allra. Stjórnvöld skera nú niöur framlög til félagslegrar þjónustu eins og byggingu dagvistarheimila, heilbrigöisþjónustu og uppbyggingar fræöslukei'fisins. Á sama tíma er unnið aö framkvæmdum eins og byggingu nýrrar flugstöövar á Keflavíkur- flugvelli, 'byggingu Seölabankahúss , bankaútibúa, verslunarhalla og stórhýsa yfir hvers konar milliliðastarfsemi. Kvennalistinn mótmælir þeirri fjárfestingastefnu, sem hér er rekin og varar eindregiö viö afleiðingum hennar á lífsskilyröi fólks í landinu.

x

Fréttabréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.