Fréttablaðið - 17.09.2016, Page 6

Fréttablaðið - 17.09.2016, Page 6
Kjaramál Þingkosningar fara fram 29. október næstkomandi. Alls eru 63 sæti á Alþingi og nú þegar er orðið ljóst að margir munu taka þar sæti í fyrsta sinn eftir þingkosningar í lok október. Fréttablaðið ákvað því að rýna í kjör þingmanna til þess að finna út eftir hverju væri fyrir þá að slægjast. Þeir sem ná kjöri til Alþingis geta vænst launa á bilinu frá tæpum átta hundruð þúsund krónum til tæplega 1.500 þúsund króna. Þetta kemur fram í launatöflum á vef kjararáðs. Þingmaður sem ekki gegnir varafor- mennsku eða formennsku í nefnd hefur 762.940 krónur í þingfarar- kaup. Sé hann 2. varaformaður í ein- hverri fastanefnd Alþingis hækka launin upp í 801 þúsund krónur og 839 þúsund ef hann er annar vara- formaður í einhverri nefnd. Formenn þingnefnda og varaforsetar Alþingis fá greiddar 877 þúsund krónur og formenn þingflokka fá sömu upp- hæð. Formenn stjórnmálaflokkanna fá svo liðlega 1,1 milljón króna. For- seti Alþingis hefur svo 1,37 milljónir í laun á mánuði og forsætisráðherra er með 1,49 milljónir. Umræðan um laun þingmanna er jafnan viðkvæm og af þeirri ástæðu hefur sú leið verið farin að kjararáð úrskurði um launin í stað þess að þau séu ákveðin með lögum af Alþingi. Einstaka þingmenn hafa aftur á móti tjáð sig opinskátt um kjör sín. Þeirra á meðal er Karl Garðarsson, þing- maður Framsóknarflokksins. „Ég er þeirrar skoðunar að laun þingmanna séu of lág. Ég get tekið sem dæmi bara mín laun. Ég er á strípuðum launum sem þingmaður Reykja- víkur, ekki með neinar útgreiðslur, og ég fæ útborgað 500 þúsund og eitthvað á mánuði eftir skatt,“ sagði Karl í Sprengisandi á Bylgjunni. Auk þingfararkaupsins fá allir alþing- ismenn greiddar tæpar 84 þúsund krónur á mánuði í fastan ferðakostn- að, sem ætlað er að standa undir ferðakostnaði innan kjördæmis. Þetta gerir það að verkum að enginn þingmaður er með undir 846 þúsund krónum í heildarlaun á mánuði. Þingmenn kjördæma utan höfuð- borgarsvæðisins fá að auki mánaðar- lega greiddar 134 þúsund krónur í húsnæðis- og dvalarkostnað. Þingmaður, sem býr utan höfuð- borgarsvæðis og fer milli heimilis og Alþingis daglega, á rétt á að fá endur- greiddar allar slíkar ferðir. Hann fær að auki greiddan þriðjung húsnæðis- og dvalarkostnaðar, eða tæplega 45 þúsund. jonhakon@frettabladid.is alþingismenn – þingfararkaup annar varaformaður þingnefndar 762.940 kr. 801.087 kr. 839.234 kr. 877.381 kr. 877.381 kr. 877.381 kr. 1.144.410 kr. 1.347.330 kr. 1.347.330 kr. 1.347.330 kr. Fyrsti varaformaður þingnefndar Varaforsetar alþingis Formenn þingnefnda Formenn þingflokka Formenn stjórnmálaflokka Forseti alþingis ráðherrar Forsætisráðherra ✿ Þingmenn og ráðherrar Enginn þingmaður undir 763 þúsundum Alls eru 63 störf laus þegar þing lýkur störfum. Ljóst er að minnst sextán ein- staklingar munu taka þar sæti í fyrsta skipti. Enginn þeirra mun hafa undir 763 þúsund krónum í tekjur á mánuði. Tekjurnar gætu farið upp í 1,5 milljónir. Hörð mótmæli Lögreglumaður í París, höfuðborg Frakklands, veður í gegnum eld til að reyna að ná stjórn á ástandi sem myndaðist þegar fjöldi manns kom saman til að mótmæla umdeildri atvinnulöggjöf. Mótmælin voru þau fjórtándu gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar á árinu og mótmæltu alls 78 þúsund manns um land allt. Frum- varpið kveður meðal annars á um að fyrirtæki fái að semja beint við starfsmenn um kjör. Nordicphotos/AFp Sikiley kemur á óvart með áhugaverða blöndu af öllu því helsta sem ferða-menn óska sér. Samfelld 3000 ára menningarsaga, einstök náttúrufegurð, ótrúlegar fornminjar, fallegar byggingar og söfn, ásamt áhugaverðri matarmenningu og blómlegu mannlífi – allt þetta og miklu meira finnur þú á Sikiley. Heimsferðir bjóða beint leiguflug til Sikileyjar á yndislegum tíma en hitastigið þá er notalegt og hentar bæði til sólbaða og fyrir þá sem vilja verja tímanum í að skoða þessa stórbrotnu eyju. Frá kr. 199.900 m/hálft fæði innifalið Netverð á mann frá kr. 199.900 m.v. 2 í herb. 10. október í 10 nætur Frá kr. 94.900 m/morgunmat innif. Netverð á mann frá kr. 94.900 m.v. 2 í herb. 10. október í 10 nætur Frá kr. 89.900 m/ekkert fæði innif. Netverð á mann frá kr. 89.900 m.v. 2 í herb. 10. október í 10 nætur Hotel Fiesta Garden & Naxos Beach Hotel Tysandros Stökktu FY RI R2 1 STÖKKTU Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 77 3 29 10. október í 10 nætur Frá kr. 89.900 ÁÐUR KR. 89.900 NÚ KR. 44.950FL UG SÆ TI FY RI R2 1 á flugsæti m/gistingu SIKILEY Upplifðu 1 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 1 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 1 F B 1 0 4 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 9 D -8 8 7 4 1 A 9 D -8 7 3 8 1 A 9 D -8 5 F C 1 A 9 D -8 4 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 1 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.