Fréttablaðið - 17.09.2016, Side 82
Listaverkið Mynd eftir Óliver Helga Gíslason.
Hún Linda Ýr Guðrúnardóttir,
níu ára, elskar að hreyfa sig og
fer á hverjum degi í fimleika eftir
skólann. En byrjum á að for-
vitnast um hvað skólinn hennar
heitir.
Skólinn minn heitir Hlíðaskóli,
af því að hann er í Hlíðunum.
Hvernig gengur þér að vakna
á morgnana? Mér gengur bara
vel held ég því ég þarf að fara
snemma í skólann og ég er með
allt tilbúið.
Hvað gerir þú helst eftir skóla? Ég
fer alla daga á fimleikaæfingu í
Ármanni, og svo fer ég líka í dans
tvisvar í viku í World Class. Ég fer
oft í sund og svo leik ég mér með
vinkonum mínum.
Hvað er svona heillandi við fim-
leika? Það er svo margt skemmti-
legt, til dæmis trampolín, slá,
tvíslá, gólf og stökk, það er
eiginlega allt skemmtilegt við
fimleika.
Áttu marga vini í fimleikunum?
Já, Kári bekkjarbróðir minn og
ég förum stundum samferða
og við stelpurnar í
hópnum erum
allar góðar
vinkonur.
Stundum
getum við
leikið saman
eftir fim-
leikana.
Hvað annað
finnst þér
skemmtilegt að
gera? Nú dansa,
og fara til útlanda
og í tívolí. Svo finnst mér líka
ótrúlega skemmtilegt að fara í
trampolíngarð, þar sem er fullt af
trampolínum saman.
Áttu þér einhverja fyrirmynd
sem þig langar að líkjast? Já, ég á
fullt af fyrirmyndum, í fimleik-
unum finnst mér Simone Biles
flott. Svo finnst mér Stella dans-
kennarinn minn mjög flott.
Hvað langar þig að verða þegar
þú verður stór? Ég vil verða
hönnuður, því mér finnst svo
gaman að föndra og teikna föt
svo ætla ég líka að vera fimleika-
stjarna og kannski blaðamaður
eða rithöfundur, út af því að
mér finnst það mjög spennandi.
Svo ætla ég auðvita að vera góð
mamma.
Vill verða hönnuður
og fimleikastjarna
Linda Ýr Guðrúnardóttir er mikið fyrir að föndra og teikna föt, svo
finnst henni líka gaman að skrifa. Hún æfir fimleika í Ármanni.
Linda Ýr Guðrúnardóttir æfir fimleika í Ármanni og dans í World Class.
FréttabLadid/ViLheLm
Bragi Halldórsson
217
„Jæja, Konráð,“ sagði Kata. „Þú sem allt veist, hvað á að gera hér?“ „Við eigum
þau myndi stóra stafinn T.“ „T,“ sagði Kata önug. „Ekki segja mér að við eigum að
búa til T. Ég get ekki séð að það sé hægt.“ Róbert klóraði sér í hausnum. Hann gat
heldur ekki séð hvernig hægt væri að búa til stafinn T úr þessum skrítnu formum.
Getur þú raðað saman þessum formun svo úr verði stafurinn T?
Sími: 561 1433
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
• Austurströnd 14
• Dalbraut 1
• Hringbraut 35
• Fálkagötu 18
• Lönguhlíð
PREN
TU
N
.IS
NÝBAKAÐ
BRAUÐ
ALLA DAGA
.......................................
Hvaða mús getur kötturinn
ekki elt?
Hvað er það sem verður
stærra og stærra, því meira
sem maður tekur af því?
Enginn nema ég getur sagt
hver ég er. Veist þú hver ég
er?
Þau eru til tvö sem standa
hlið við hlið og sjá allt vel
og greinilega, en þó hefur
annað aldrei séð hitt, jafnvel
ekki um hábjartan daginn.
Hver eru þau?
Hvaða tími dagsins er
lengstur að líða?
Hvað er líkt með hesti og
jakka?
Svör:
Gátur
Tölvumúsina, gatið, tungan, augun,
biðtíminn, þeir eru báðir fóðraðir.
1 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r42 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
1
7
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:3
1
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
9
D
-A
1
2
4
1
A
9
D
-9
F
E
8
1
A
9
D
-9
E
A
C
1
A
9
D
-9
D
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
1
0
4
s
_
1
6
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K