Fréttablaðið - 17.09.2016, Side 88

Fréttablaðið - 17.09.2016, Side 88
Við leitum til félagsmanna eftir upplýsingum og viðhorfum Mótum stefnuna saman! Efling, Hlíf, VSFK og Stétt Vest Tökum vel á móti Gallup! Félagsmenn Eflingar, Hlífar, VSFK og Stétt Vest og menningar, því þau eru búin að liggja fyrir lengi. Þessi þjóð er til- tölulega sammála, hvað sem fólk segir um listamannalaun, um nauð- syn þess að við höldum áfram að skapa tónlist, myndlist og svo fram- vegis. Þetta er mjög alvarlegt mál.“ Þúsund verka safn Þó svo Birta hafi miklar áhyggjur af stöðu myndlistarinnar og safnsins, þá minnir hún á að Listasafnið leit- ist við að vinna að áhugaverðum og mikilvægum verkefnum. „Sýningin T E X T I sem við vorum að opna á sér þann undanfara að áður en ég hóf störf í Listasafninu sem sýning- arstjóri fyrir tveimur árum hafði ég verið að vinna með Pétri og Rögnu í ein ellefu ár í sýningahaldi á verkum í þeirra eigu og annarra. Við höfum unnið saman að fjölda sýninga og svo hef ég stýrt tveimur sýningum áður á þeirra safneign í íslenskum listasöfnum. Þessi sýning er þriðja sýning í trílógíu, úr þeirra safneign, þar sem útgangspunkturinn er miðillinn. Hinar voru Annað auga, á Kjarvalsstöðum 2010 og Hraðari og hægari línur, í Hafnarhúsinu 2012. Þetta eru þessi þrír miðlar; ljósmynd, teikning og texti, sem eru mest áberandi í þeirra þúsund verka safni. Núna erum við að sýna bæði stór og viðamikil verk eftir mjög þekkta erlenda listamenn og má til dæmis nefna Hanne Darboven, einn af allra þekktustu listamönnum Þjóðverja, og  Lawrence Weiner sem er einn helsti listamaður okkar tíma, meiri- háttar áhrifavaldur. Verk þeirra hafa verið sýnd í stórum listasöfnum um allan heim. En þetta er aðeins brot af verkum þeirra fjölmörgu lista- manna sem eru á sýningunni og það er frábært að geta boðið gestum okkar upp á alþjóðlega samræðu listarinnar sem er að finna á þessari sýningu.“ Heimóttarskapur Pétur Arason lítur við þar sem við sitjum á kaffistofu Listasafnsins og Birta bendir á að það hafi alltaf verið mikilvægt fyrir Pétur og Rögnu að sýna verk eftir framúrskarandi íslenska listamenn með verkum sterkra erlendra listamanna, vekja þannig athygli á sterkri stöðu margra þeirra í alþjóðlegri listsamræðu. „Það er einn þeirra þátta sem vaka fyrir okkur með þessari sýningu.“ Pétur tekur undir þetta og segir að það hafi alltaf brunnið á honum að stilla saman íslenskum og erlendum listamönnum. „Þegar ég var með SAFN á Laugaveginum þá var það eiginlega meginhugsunin á bak við starfsemina. Listasöfn á Íslandi eru á kúpunni og við erum að verða eina landið í heiminum sem safnar varla erlendri myndlist opinberlega. Í öðrum fámennum löndum er alls staðar komin þessi hugsun að hafa þetta í lagi. Það er svo heimóttarlegt að safna nær eingöngu list heima- þjóðar safnsins að slíkt þekkist ekki nokkurs staðar í heiminum. Þetta hefur brunnið aðeins á mér varðandi sýningarhald og að sýna fram á það að við eigum jafningja. Ef við lítum t.d. á þessa sýningu erum við hér með tvær stefnur, minimalisma og hugmyndalist, og það er viðurkennt á Norðurlöndum að Ísland er með algjöra sérstöðu í þessum tveimur stefnum. Þarna erum við með lista- menn sem hin löndin hreinlega eign- uðust ekki sem er mjög sérkennilegt. Þessu þurfum við að sinna og þetta þurfum við að skoða í alþjóðlegu samhengi.“ Þurfum að átta okkur Birta tekur undir þetta. „Maður er aðallega ósáttur vegna þess að við vitum vel að Ísland er forríkt land. Við sjáum aðrar smáþjóðir styðja listasöfn sín mun betur þótt þær eigi ekki heimsþekkta listamenn. Hins vegar geta allir innan alþjóðlega list- heimsins strax nefnt fjóra íslenska listamenn eða fleiri. Þetta er ótrúleg skekkja og hreint út sagt plebbalegt af stjórnvöldum að átta sig ekki nógu vel á því hvað við erum í mikilli sér- stöðu.“ Pétur tekur undir það og segir: „Hingað streymir gríðarlegur fjöldi ferðamanna á hverju ári og stór hluti þess fólks hefur mikinn áhuga á menningu og listum. Þessir ferða- menn vilja hafa aðgang að sögu þjóð- ar, list hennar og menningu. Við þurf- um líka að hafa stöðugan aðgang að þessu sjálf. Fólk vill geta skoðað sögu íslenskrar myndlistar og það sem við eigum. Það vill frá fræðslu og þá sam- ræðu sem alþjóðlegi listheimurinn á í, á hverjum degi. Við þurfum að gera betur í þessum efnum. Miklu betur.“ Pétur Arason við eitt af verkunum á sýningunni T E X T I en hann og eiginkona hans, Ragna Róbertsdóttir, hafa um árabil safnað og sýnt myndlist bæði hér heima og erlendis og reka sýningarsal í Berlín um þessar mundir. FRéTTABlAðIð/GVA Þarna erum við með listamenn sem hin löndin hreinlega eignuðust ekki sem er mjög sérkenni- legt. Þessu Þurfum við að sinna og Þetta Þurfum við að skoða í alÞjóðlegu samhengi. 1 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r48 m e n n i n G ∙ F r É t t A b L A ð i ð 1 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 1 F B 1 0 4 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 9 D -6 5 E 4 1 A 9 D -6 4 A 8 1 A 9 D -6 3 6 C 1 A 9 D -6 2 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 0 4 s _ 1 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.