Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.09.2016, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 03.09.2016, Qupperneq 8
Embassy – Housing The American Embassy, is seeking to lease a house in the Reykjavik area as of October 1st. 2016. Required size is 180 – 300 square meters, 2 bathrooms, garage and permission to keep pets. Lease period is for 3 years. Please send an e-mail to: sveinssonk@state.gov before september 12th with information about the location (street and house number) and phone number of the contact person showing the property. Sendiráð – Húsnæði Bandaríska Sendiráðið óskar að taka á leigu Hús á Reykjavíkursvæðinu frá 1.október 2016. Æskileg stærð 180 – 300 fermetrar, 2 baðherbergi, Bílskúr og leyfi til að hafa gæludýr. Leigutími 3 ár. Vinsamlegast sendið tölvupóst á: sveinssonk@state.gov fyrir 12. septenber með upplýsingum um staðsetningu eignarinnar (götuheiti og húsnúmer) og símanúmer þess sem sýna mundi eignina. bmvalla.is PIPA R\TBW A • SÍA • 163855 Nýttu þér ráðgjöf landslagsarkitekta okkar. Þeir aðstoða þig við efnisval og hjálpa þér að útfæra hugmyndir þínar um fallegan garð. Frí ráðgjöf landslagsarkitekta Bókaðu tíma í síma 412 5050 Kláraðu innkeyrsluna fyrir haustið Við aðstoðum þig að velja rétta efnið í innkeyrsluna. Bolungarvík  Mjólkurframleiðslu- fyrirtækið Arna hefur fest kaup á tveimur tonnum af íslenskum aðalbláberjum sem íbúar Bolungar- víkur tíndu í sumar til þess að hefja framleiðslu á nýju grísku jógúrti. „Sumir voru ansi drjúgir, menn voru að tína upp í nokkur hundruð kíló,“ segir Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu. Í lok júlí auglýstu forsvarsmenn Örnu að þeir vildu kaupa bláber af duglegu fólki sem hefði gaman af því að veltast um fjallshlíðarnar með berjabláma í lófunum en Arna hyggst framleiða haustjógúrt, grískt jógúrt með aðalbláberjum, sem verður pakkað í glerkrukkur.  „Þetta er árstíðarvara sem við stefnum á að hafa á haustin  og verður hún seld í  takmörkuðu magni á meðan bláberin endast,“ segir Hálfdán. „Þetta kemur vonandi á markað upp úr miðjum septem- ber og fer í allar búðir sem vilja taka þetta inn." Í sumar voru þrjú ár frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu í Bolungarvík. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var gríðarleg aukn- ing í eftirspurn eftir vörum frá Örnu í sumar þegar umræðan um Mjólk- ursamsöluna og samkeppnismál stóð sem hæst. Hálfdán segir enn mikið að gera hjá fyrirtækinu. „Það er mikil aukning hjá okkur núna. Það er stöðug aukning," segir hann. Hálf- dán sagðist í samtali við Markað- inn  í  ágúst  búast við fimm til sex hundruð milljóna króna veltu á árinu sem er rúmlega tvöföldun frá því í fyrra. saeunn@frettabladid.is Bolvíkingar tíndu tvö tonn af bláberjum Í haust mun Arna setja á markað grískt jógúrt úr aðalbláberjum sem heimamenn tíndu í sumar. Sumir voru ansi drjúgir, menn voru að tína upp í nokkur hundr- uð kíló. Hálfdán Óskars- son, framkvæmda- stjóri Örnu í Bolungarvík Bláberin verða notuð í sérstakt haustjógúrt Örnu FréttaBlaðið/NordicPhotos ENDALAUS 2.990 KR.* Endalaust sumar 1817 365.is GSM ÓTAKMARKAÐ TAL, SMS OG 30 GB GAGNAMAGN* *Greitt er aukalega fyrir farsímanotkun erlendis, til útlanda og í upplýsinganúmer. Nánari upplýsingar er að finna í GSM skilmálum á 365.is *30 GB gagnamagn er innifalið í hverjum mánuði en endalaust gagnamagn fyrir 2.000 krónur bætist við ef farið er umfram 30 GB Samgöngur  Hjólreiðamönnum getur reynst erfitt að komast milli staða með strætó en dæmi eru um að þeim sé vísað úr vagninum með hjól sín áður en þeir eru komnir á leiðarenda. Fram kemur í reglum Strætó að heimilt er að ferðast með reiðhjól í Strætó meðan og ef rými leyfir. Barnavagnar og hjólastólar hafa for- gang og geta hjólreiðamenn því átt á hættu að vera vísað úr vagninum. Þá fá hjólreiðamenn skiptimiða og geta tekið næstu ferð á eftir. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Strætó, segir fyrirtækið ekki geta breytt reglunum þar sem rými sé tak- markað. „Okkur finnst að fólk sem er á hjóli geti hjólað leið sína, en erfiðara er fyrir þá sem eru með barnavagn að ganga á leiðarenda,“ segir hann en nokkuð margar kvartanir berast Strætó vegna svona mála. „Þetta veldur oft pirringi milli vagnstjóra og þeirra sem eru á hjól- inu. Í gegnum tíðina hafa svona mál komið upp. Það sem við getum gert betur er að kynna þessar reglur vel svo fólk sé meðvitaðra um þetta,“ segir Jóhannes. – sg Hjólandi komast ekki ætíð á leiðarenda Þetta veldur oft pirringi milli vagnstjóra og þeirra sem eru á hjólinu. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó 3 . S e p t e m B e r 2 0 1 6 l a u g a r D a g u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 3 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 7 4 -3 F B C 1 A 7 4 -3 E 8 0 1 A 7 4 -3 D 4 4 1 A 7 4 -3 C 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 0 4 s _ 2 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.