Fréttablaðið - 03.09.2016, Qupperneq 10
Komið,prófið ogsannfærist !
Fyrstu heyrnartækin
sem taka eðlilegri heyrn
fram í háværu umhverfi
Siemens Pure binax eru fyrstu heyrnartæki
veraldar sem gera þér kleift að heyra betur
en fólk með eðlilega heyrn. Þessi nýju tæki
nota háþróaða binaural tækni sem dregur
sjálfvirkt fram einmitt það sem þú vilt
heyra en síar jafnframt burt eða
dempar þau óþarfa hljóð sem
þú vilt ekki heyra. Þú getur
einnig stefnumiðað
hlustunarsviði
tækjanna
og þannig beint hlustun þinni að einmitt
þeirri manneskju sem þú ræðir við hverju
sinni. Þannig gera tækin þér auðveldara
að halda uppi samræðum í háværu fjöl-
menni.
Rannsóknir sýna ennfremur að binax
tækin greina tal betur í hávaða en fólk
með eðlilega heyrn getur. Binax tækin
tengjast einnig snjallsímanum þínum
svo þú getur stjórnað styrk, hlustunar-
kerfum og fleiru í gegnum símann.
Siemens heyrnartækin
Söluaðili á Íslandi: Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, Háaleitisbraut 1, s:5813855, www.hti.is
www.bestsound-technology.is
Efnahagsmál Matsfyrirtækið
Moody's hækkaði í fyrradag láns-
hæfiseinkunn íslenska ríkisins um
tvö þrep, í A3 úr Baa2. Horfur eru
stöðugar.
Í umsögn sinni segir Moody's að
hækkun um tvö þrep endurspegli
hraða og umfang bata þjóðar-
búskaparins eftir bankakreppuna
2008. Samfelldur hagvöxtur og
aðhald í ríkisfjármálum hafi leitt
til verulegrar lækkunar á skuldum
ríkissjóðs síðast liðið ár. Moody's
býst við að sú þróun haldi áfram.
Þetta nýja lánshæfismat leiðir
væntanlega til þess að opinber fyrir-
tæki eins og Landsvirkjun og Orku-
veitan munu eiga auðveldara með
að fjármagna sig, en einnig munu
einkafyrirtæki eiga auðveldara með
fjármögnun.
„Þetta þýðir einfaldari fjár-
mögnun fyrir þessa aðila og þetta
þýðir hugsanlega betri kjör,“ segir
Friðrik Már Baldursson, prófessor í
hagfræði við Háskólann í Reykjavík.
Hann bendir þó á að markaðurinn
hafi að einhverju leyti brugðist við
betri stöðu Íslands. Lægra skulda-
tryggingaálag sýni þetta.
Stærstu lánshæfismatsfyrirtækin,
auk Moody's, eru Standard & Poor's
og Fitch. Friðrik Már segir að þótt
Moody's hafi alltaf verið einna
jákvæðast gagnvart Íslandi sé lík-
legt að hinir aðilarnir fylgi á eftir.
Hann segir líka að þótt lánshæfis-
matsfyrirtækin hafi beðið hnekki í
bankakreppunni 2008, þá hafi álit
þeirra enn áhrif á markaðinn.
„Þau voru harðlega gagnrýnd og
það réttilega. Þeirra tekjur byggðust
að verulegu leyti á því að gefa flókn-
um fjármálagjörningum, eins og
skuldabréfavafningum, einkunnir
og þeir gáfu þeim einkunnir sem
reyndust síðan allt of góðar. Þau
gáfu líka íslensku bönkunum allt of
góðar einkunnir,“ segir Friðrik.
Þrátt fyrir það sé staðan enn
þannig að þegar Ísland fer í A-flokk
þýðir það að fjárfestum sem geta
fjárfest í íslenskum skuldabréfum
fjölgar. „Það er ennþá byggt inn í
kerfið að þeirra álit eru mikilvæg.“
Friðrik Már bendir á að þó að
nýtt lánshæfismat sé til marks um
þá umbreytingu sem hafi orðið í
íslensku efnahagslífi á síðustu árum
sé rétt að hvetja til varfærni. „Það
þarf að minna á að maður skyldi
samt fara varlega og ekki spenna
bogann of hátt,“ segir hann. – jhh
Hagvexti spáð
áfram og að
skuldir lækki
Moody's hefur hækkað lánshæfismat Íslands um tvö
þrep. Horfur sagðar stöðugar. Prófessor í hagfræði
segir álit lánshæfismatsfyrirtækjanna enn skipta
miklu máli þótt þau hafi beðið hnekki árið 2008.
Það þarf að minna á
að maður skyldi
samt fara varlega og ekki
spenna bogann of hátt.
Friðrik Már Baldurs-
son, prófessor í
hagfræði
Gríðarleg eyðilegging
Íbúar Alligator Point í Flórídafylki í Bandaríkjunum virða fyrir sér skemmdir sem urðu á vegi þegar fellibyl-
urinn Hermine gekk á land í gær. Einn lést í ofsaveðrinu, því fyrsta í fylkinu í rúman áratug. Nordicphotos/AFp
Ísland er komið í A-flokk
sem þýðir að fjárfestum sem
geta fjárfest í íslenskum
skuldabréfum fjölgar.
Prófkjör í dag
Hafðu áhrif á framtíðina!
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram í dag
laugardaginn 3. september, frá klukkan 10.00 til 18.00.
Kosið verður á 4 stöðum í borginni: Í Valhöll, Álfabakka
14a , Hraunbæ 102b og Hverafold 1-3. Nánari upplýsingar
um kjörstaði, kjördeildir og frambjóðendur er að finna hér:
www.xd.is/profkjor
Kosningarétt hafa flokksbundnir sjálfstæðismenn, en
18 ára og eldri geta gengið í flokkinn á kjörstað. Stuðn-
ingsmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru hvattir til
að taka þátt í prófkjörinu og hafa áhrif á framtíðina!
S J Á L F S T Æ Ð I S F L O K K U R I N N xd.is
Á réttri leið
1. Kjörhverfi
Vestur- og Miðbæjarhverfi, Nes- og
Melahverfi og Miðbæjar- og Norður-
mýrarhverfi. Öll byggðin vestan
Rauðarárstígs að Miklubraut.
Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Ath.: EKKI er kosið á Hótel Sögu.
2. Kjörhverfi
Hlíða- og Holtahverfi, Laugarnes- og
Túnahverfi og Langholtshverfi. Öll
byggð er afmarkast af 1. kjörhverfi
í vestur og suður. Öll byggð vestan
Kringlumýrarbrautar að Suðurlands-
braut og öll byggð norðan Suður-
landsbrautar.
Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1.
3. Kjörhverfi
Háaleitishverfi, Smáíbúða, Bústaða-
og Fossvogshverfi. Hverfið afmarkast
af Kringlumýrarbraut í vestur, Suður-
landsbraut í norður og Reykjanes-
braut í austur.
Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1.
4. Kjörhverfi
Árbæjar- og Seláshverfi, Ártúns- og
Norðlingaholt.
Kjörstaður: Félagsheimili Sjálfstæðis-
félagsins, Hraunbær 102b (við
hliðina á Skalla).
5. Kjörhverfi
Hóla- og Fellahverfi, Bakka- og
Stekkjahverfi, Skóga- og Seljahverfi.
Kjörstaður: Félagsheimili Sjálfstæðis-
félaganna Mjódd, Álfabakka 14a.
6. Kjörhverfi
Grafarvogur, Bryggjuhverfi, Grafar-
holt, Úlfarsárdalur og Kjalarnes.
Kjörstaður: Hverafold 1-3, 2. hæð.
VÖRÐUR, FULLTRÚARÁÐ SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA Í REYKJAVÍK
3 . s E p t E m b E r 2 0 1 6 l a U g a r D a g U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
0
3
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:1
4
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
7
4
-3
A
C
C
1
A
7
4
-3
9
9
0
1
A
7
4
-3
8
5
4
1
A
7
4
-3
7
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
0
4
s
_
2
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K