Fréttablaðið - 03.09.2016, Síða 32

Fréttablaðið - 03.09.2016, Síða 32
„Ég byrjaði að vinna verkin síð­ astliðið sumar. Hugmyndin kvikn­ aði þegar ég var að ganga berfætt í fjöru á fallegum sumardegi. Það fylgir því sérstök tilfinning að finna sand og mosa leika um ilj­ arnar og ég fór að gefa tám meiri gaum. Eins hef ég háð áralanga baráttu við kitlhræðslu en finnst því jafnframt fylgja frelsi að leyfa tám að leika lausum hala,“ segir myndlistarkonan og sviðsmynda­ höfundurinn Hallveig Kristín Ei­ ríksdóttir. Hún segir verkefnið hafa leitt af sér ófá samtöl við fólk um tær. „Það eru margir mjög óöruggir með tærnar á sér. Sumir vilja alls ekki sýna þær og öðrum finnst þær hreinlega ógeðslegar. Enn aðrir vilja ekki að tær komist í snertingu við nokkurn skapaðan hlut og vilja að þær séu sem mest innilokaðar í sokkum og skóm. Svo eru hinir sem segja þær krúttlegar, áhugaverðar og jafnvel fallegar. En hvar stendur þú í þeim efnum? „Mér finnst þær aðallega mjög fyndnar og í raun alveg fár­ ánlegur líkamspartur. Þær eru oft bæði skakkar og skældar sem gerir það að verkum að það er gaman að eiga við þær sem form.“ Verkin á sýningunni eru öll port­ rett af raunverulegum tám.“ Fólk hefur sent mér myndir af tánum á sér eða farið úr sokkunum og setið fyrir. Útkoman fer svolítið eftir tilfinningu viðkomandi gagn­ vart eigin tám en sömuleiðis útliti. Sumar eru því mjög persónugerðar en aðrar hlutlaus portrett af form­ inu.“ Hallveig notar olíu, akríl og ullar þræði til að ná fram réttri áferð en auk þess styðst hún við skrifaðan texta og upplifunar­ innsetningu á staðnum. Hún segist ekki hafa fengist mikið við port­ rett síðan í skóla, en það hafi verið gaman að endurnýja kynnin við það form. Hallveig lærði myndlist í Banda­ ríkjunum og sviðsmyndahönnun á Spáni. Hún er nú á Sviðshöfunda­ braut Listaháskóla Íslands ásamt því að starfa sem sviðsmaður í Þjóðleikhúsinu. Þá hefur hún verið virk með fjöllistahópnum CGFC ásamt því að leggja stund á sjálf­ stæð myndlistarverkefni en Tær er önnur einkasýning hennar. Opnunin í dag stendur frá fjög­ ur til sex en sýningin verður opin til 16. september. Spurð hvort Hall­ veig haldi að einhver komi til með að vilja hafa tær uppi á vegg seg­ ist hún vona það. „Ég hef gaman af fyndinni list og vona að fleiri hafi svipaðan smekk.“ Fyndnar og Fáránlegar Hallveig Kristín Eiríksdóttir opnar myndlistarsýninguna TÆR í Listastofunni í JL húsinu í dag. Þar sýnir hún 11 olíumálverk sem öll eru af tám. Hún hefur gaman af fyndinni list og bindur vonir við að fólk vilji hafa tær uppi á vegg. Vera Einarsdóttir vera@365.is Verkin á sýningunni eru öll portrett af raunverulegum tám. MYNDir/GVA ChillTær heitir þetta verk. Almar nokkur á þessar tær. Hallveig hefur komist að því að margir eru óöruggir með tærnar á sér. 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r4 F ó L k ∙ k y n n i n G A r b L A ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G A r b L A ð ∙ h e L G i n 0 3 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 7 4 -0 9 6 C 1 A 7 4 -0 8 3 0 1 A 7 4 -0 6 F 4 1 A 7 4 -0 5 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 0 4 s _ 2 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.