Fréttablaðið - 03.09.2016, Page 43
Ístak - Bugðufljóti 19 - 270 Mosfellsbær - Sími 530 2700 - www.istak.is
BIM/VDC sérfræðingur
Hefur þú brennandi áhuga á þróun og hönnun og ert með
reynslu innan BIM/VDC (Building Information Modeling/
Virtual Design & Construction)?
Nú er spennandi tímabil að hefjast hjá Ístaki, en ákveðið hefur
verið að efla notkun BIM/VDC í verkefnum við vegagerð og er
það markmið Ístaks að verða leiðandi meðal íslenskra verk-
taka í hagnýtingu BIM/VDC við framkvæmdir.
Við leitum því að metnaðarfullum og hæfum einstaklingi, sem
hefur áhuga á þróun og hagnýtingu upplýsingalíkana mann-
virkja í framkvæmdum, í starf á höfuðborgarsvæðinu.
Í boði er spennandi frumkvöðlastarf þar sem stundum þarf að
finna upp hjólið, og gott starfsumhverfi með áherslu á sveigjan-
leika og samvinnu. Starfið veitir aðgang að góðu þekkingarneti
með sterk tengsl við leiðandi fyrirtæki á evrópskum markaði.
Helstu verkefni:
• Uppbygging, viðhald, greining og kynning á BIM/VDC
• líkönum í tengslum við tilboðs- og verkefnavinnu.
• Frumkvæði við að bera kennsl á möguleika fyrir hagnýtingu
• BIM/VDC í verkefnum.
• Greining á líkönum, magntaka, árekstrargreining og gerð
• gagna fyrir landmælingar og vélastýringu.
• Gerð „as-built“ líkana og annarra gagna tengdum
• afhendingu verkefna.
• Að sannreyna byggjanleika mannvirkja í BIM/VDC líkönum.
• Samskipti við verkkaupa, arkitekta, undirverktaka og aðra
• samstarfsaðila.
• Kennsla og þjálfun annarra starfsmanna í notkun
• BIM/VDC hugbúnaðar.
Menntunar og hæfniskröfur:
• Brennandi áhugi á hagnýtingu BIM/VDC í framkvæmdum.
• Reynsla af einhverjum af eftirfarandi hugbúnaði:
• AutoCAD Civil 3D, Tekla, Revit, Navisworks og/eða Solibri.
• Viðeigandi menntun innan sviðsins, svo sem í verkfræði,
• tæknifræði eða byggingafræði.
• Geta og reynsla til að lesa og skilja teikningar, verklýsingar
• og samninga.
• Almenn þekking á framkvæmdum við mannvirkjagerð.
• Mjög góð góð ensku kunnátta nauðsynleg.
• Sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til að vinna í teymum.
Nánari upplýsingar fást hjá Ístaki í síma 5302700 og á
netfanginu mannaudur@istak.is. Sækja má um störfin
á www.istak.is – undir Starfsumsókn.
Ístak er leiðandi fyrirtæki á íslenskum verktakamarkaði. Fyrirtækið var stofnað árið 1970
og hefur séð um ýmsar framkvæmdir, svo sem virkjanir, stóriðjuver, jarðvinnuverk, hafnar-
framkvæmdir , vega- og brúargerð auk flugvalla. Enn fremur húsbyggingar fyrir opinberar
stofnanir, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Ístak er dótturfélag Per Aarsleff Holding a/s
sem er leiðandi verktaki með yfir 4.500 starfsmenn í ýmsum heimsálfum.
SPENNANDI
FRAMTÍÐARSTÖRF
UPPLÝSINGA-
TÆKNISVIÐ
REKSTRARSTJÓRI
UPPLÝSINGA-
TÆKNISVIÐS BYKO
STARFSSVIÐ
- Hafa yfirumsjón og bera ábyrgð á daglegum rekstri
upplýsingatæknisviðs
- Vera leiðandi í mótun stefnu upplýsingatæknimála
- Sjá um samninga og viðræður við helstu birg ja á sviði tölvumála
- Þarfagreining vegna viðhalds og framþróunar tölvukerfa BYKO
- Verkefnastýring , samskipti við og eftirlit með aðkeyptri vinnu
- Notendaþjónusta
- Vera leiðandi í samræmingu og samhæfingu tölvumála og
hagræðingar til framtíðar á því sviði
- Leiða BYKO inn í spennandi framtíð á sviði upplýsingatæknimála
MENNTUNAR OG HÆFNISKRÖFUR
- Háskólamenntun á sviði upplýsingartækni,
eða sambærileg menntun
- Þekking á Dynamics AX hugbúnaði er kostur
- Góð þekking á Microsoft office
- Haldgóð reynsla af sambærilegu starfi
- Færni í góðum uppbyggilegum samskiptum
- Þekking á smásöluverslun og þjónustu er kostur
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Upplýsingar um starfið veitir framkvæmdarstjóri fjármála og
upplýsingatækni Inga Guðmundsdóttir. Áhugsamir eru vinsamlegast
beðnir um að senda umsóknir (greinagóða ferilskrá og kynningarbréf)
á inga@byko.is og er umsóknarfrestur til 13. september 2016.
VERKEFNASTJÓRI
VIÐ INNLEIÐINGU
Á DYNAMICS AX
HUGBÚNAÐI
BYKO óskar eftir að ráða kraftmikinn og skemmtilegan verkefnastjóra
í 100% starf við innleiðingu á Dynamics AX hugbúnaði. Starfið felur í
sér að hafa yfirumsjón með innleiðingunni, sjá um öll samskipti við
innleiðingaraðila og hafa eftirlit með framgangi og kostnaði verkefnis.
MENNTUNAR OG HÆFNISKRÖFUR
- Háskólamenntun á sviði verkefnastjórnunar og upplýsingatækni
- Reynslu af innleiðingu á viðskiptahugbúnaði er kostur
- Reynsla af ferlagreiningu er kostur
- Þekking á Dynamics AX hugbúnaði er kostur
- Haldgóð reynsla af sambærilegu starfi
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Þekking á smásöluverslun og þjónustu er kostur
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Upplýsingar um starfið veitir framkvæmdarstjóri fjármála og
upplýsingatækni Inga Guðmundsdóttir. Áhugsamir eru vinsamlegast
beðnir um að senda umsóknir (greinagóða ferilskrá og kynningarbréf)
á inga@byko.is og er umsóknarfrestur til 13. september 2016.
fagmennska - dugnaður
lipurð - traust
BYKO ehf. var stofnað 1962 og starfar á
byggingavörumarkaði og smásölumarkaði.
Hjá BYKO starfar öflugur hópur
starfsmanna sem myndar öfluga liðsheild
með skýra stefnu fyrirtækisins að
leiðarljósi. Mikil fjölbreytni ríkir í starfsemi
BYKO og erum við ávallt að leita að góðu
fólki. Við bjóðum mjög góða vinnuaðstöðu
og mikla framtíðarmöguleika.
BYKO ÓSKAR EFTIR AÐ RÁÐA
Í TVÆR STÖÐUR Á
0
3
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:1
4
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
7
4
-5
8
6
C
1
A
7
4
-5
7
3
0
1
A
7
4
-5
5
F
4
1
A
7
4
-5
4
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
1
0
4
s
_
2
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K