Fréttablaðið - 03.09.2016, Side 95
Síðumúla 34 • 108 Reykjavík
Sími 696 5600 • rafsol@rafsol.is
ENDURNÝJUN
OG VIÐHALD
Löggiltur rafverktaki
Sími:
696 5600
rafsol@rafsol.is
Söngleikurinn Djöflaeyjan var fyrsta frumsýning leikársins í Þjóðleikhúsinu.Helgi magri var frumsýndur norður á Akureyri á föstudagskvöldið.
Þórs Ingólfssonar til að koma bæði
Bláa hnettinum eftir Andra Snæ
Magnason á svið og einnig einleikn-
um Jólaflækjunni eftir hann sjálfan.
Allar líkur eru á því að sýningarnar
verði báðar vel heppnaðar. Hann
hefur sýnt á síðustu árum að hann
er einn traustasti leikstjóri lands-
ins. Borgarleikhúsið hefur stofnað
leiklistarskóla fyrir grunnskólabörn
undir stjórn Vigdísar Másdóttur.
Einstaklega frambærileg hugmynd
sem stækkar sviðslistaflóru höfuð-
borgarinnar enn frekar.
MAk virðist ætla að einbeita sér
sérstaklega að yngstu áhorfendunum
og frumsýna fjórar barnasýningar
en sú stærsta er Núna og Júnía undir
stjórn Söru Martí Guðmundsdóttur
en hún og Sigrún Huld Skúladóttir
skrifa verkið. Píla pína stökk fram
á sjónarsviðið með þeirra hjálp og
vonandi verður þessi sýning enn
betri.
Klassísk jól
Ingvar E. Sigurðsson snýr aftur á
stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu og
tekst á við aðalhlutverkið í Óþelló,
í splunkunýrri þýðingu eftir Hall-
grím Helgason og leikstjórn Gísla
Arnar Garðarssonar. Óþelló er ansi
snúið verk í uppsetningu á Íslandi
og Vesturport hefur ákveðið að snúa
upp á hefðina. Nú leikur kona, Nína
Dögg Filippusdóttir, hinn skugga-
lega Jagó og Aldís Amah Hamilton,
nýútskrifuð frá Listaháskóla Íslands,
leikur Desdemónu.
Útfærsla Yönu Ross á Mávinum í
Borgarleikhúsinu vakti mikla lukku
á síðasta leikári en hún fær nú Sölku
Völku eftir Halldór Laxness í sínar
hendur og er treyst til að stjórna
höfuðsýningu leikársins þar í húsi.
Þær Yana og Salka Guðmundsdóttir
eru skrifaðar fyrir leikgerðinni en
Þuríður Blær Jóhannsdóttir, ein
frambærilegasta unga leikkona
landsins, mun leika þennan kven-
skörung. Ólafur Darri Ólafsson snýr
aftur í sýningunni og leikhópurinn
samanstendur af okkar allra bestu
leikurum.
Allir í leikhús (og bíó)
Svo sannarlega er ástæða til þess að
hvetja landsmenn til að leggja við
hlustir því að Útvarpsleikhúsið sinnir
íslenskri leikritun af alúð og uppsker
eftir því. Það er því sérstakt gleðiefni
að Sek eftir Hrafnhildi Hagalín var
nýlega tilnefnt til evrópsku ljósvaka-
miðlaverðlaunanna, Prix Europa.
Bíó Paradís má alls ekki gleyma
sem heldur áfram að sýna erlendar
leiksýningar á hvíta tjaldinu. Þetta er
algjörlega ómissandi viðbót við leik-
húsmenningu landans sem alltof fáir
nýta. Nú um helgina eru síðustu sýn-
ingar á Ríkharði þriðja með Ralph
Fiennes og Vanessu Redgrave í aðal-
hlutverkum sem Almeida-leikhúsið í
London setti upp á liðnu sumri.
Íslendingar eru þjóða duglegastir
að fara í leikhús en líkt og með verk-
efnaval stóru húsanna þá má minna
leikhúsgesti á að taka oftar áhættu.
Þeim mun fleiri sýningar sem lands-
menn fjölmenna á, þeim mun meira
svigrúm hafa stjórnendur húsanna
til að búa til metnaðarfullar og ögr-
andi sýningar. Áhorfendur verða að
taka virkan þátt í leikhúslífinu, ekki
aðeins með því að mæta á sýningar
heldur einnig með lifandi umræðu
um hlutverk og tilgang leikhússins.
Gleðilegt nýtt leikár!
Sigríður Jónsdóttir
M e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 47L A U g A R D A g U R 3 . s e p T e M B e R 2 0 1 6
0
3
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:1
4
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
7
4
-3
A
C
C
1
A
7
4
-3
9
9
0
1
A
7
4
-3
8
5
4
1
A
7
4
-3
7
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
0
4
s
_
2
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K