Víkurfréttir - 13.03.1986, Qupperneq 2
2 Fimmtudagur 13. mars 1986
VÍKUR-fréttir
ViKun
fUUit
■5
Útgefandi: Víkur-fréttir hf.
Afgreiðsla, rifstjórn og auglýsingar:
Vallargötu 14, II. hæð - Sími 4717 - Box 125 - 230 Keflavík
Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Fréttastjóri:
Emil Páll Jónsson, Emil Páll Jónsson
heimasimi 2677
Páll Ketilsson, Auglýsingastjóri:
heimasími 3707 Páll Ketilsson
Upplag: 4500 eintök, sem dreift er ókeypls
um öll Suðurnes hvern fimmtudag.
Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað
er óheimilt nema heimildar sé getið.
Setning, filmuvinna og prentun: GRÁGÁS HF.. Keflavik
Fasteignaþjónusta
Suðurnesja
Heiðarbraut 17, Keflavík: Miðgarður 6, Keflavík:
138 m2 nýlegt einbýlishús Gott raðhús á góðum stað.
með tvöföldum bílskúr. Vel Laust strax skipti möguieg.
staðsett. r a M
KEFLAVÍK:
Eldra einbýlishús við Klapparstig, laust fljótlega 1.200.000
Raðhús m/bílskúr við Greniteig. Skipti möguleg
á 4-5 herb. íbúð.
Raðhús við Faxabraut m/bílskúr. Skipti áódýrari
eign möguleg.
Einbýlishús við Óðinsvelli úr timbri. Skipti
möguleg.
Efri hæð við Hátún m/bílskúr. Ekkert áhvílandi 2.400.000
Góð neðri hæð við Vatnsnesveg m/bílskúr.
97 m2 neðri hæð við Skólaveg ............ 1.400.000
Parhús við Heiðarholt, 100 ferm. með bílskúr.
Skipti möguleg.
NJARÐVÍK:
Neðri hæð við Fífumóa, 3ja herb.. Sér inngangur.
Úrval 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúða við Fífumóa og
Hjallaveg.
Iðnaðarhúsnæði við Holtsgötu í Njarðvik, fokh. 1.500.000
Raðhús í smíðum við Háseylu í Njarðvík. Teikn-
ingar fyrirliggjandi.
SANDGERÐI:
Einbýlishús (Selfosshús) við Stafnesveg . 2.300.000
Einbýlishús (timburhús) í góðu ástandi við
Bjarmaland ............................. 2.300.000
Höfum kaupanda að góðri sérhæð. Verð ca. .. 2.000.000
GRINDAVÍK:
Gott einbýlishús við Mánagötu með bílskúr ... 3.000.000
Efri hæð við Víkurbraut................. 1.050.000
Nýlegt einbýlishús við Efstahraun með bílskúr 3.500.000
Fasteignaþjónusta Suðurnesja
Hafnargötu 31, II. hæð - Keflavik - Simar: 3441, 3722
„Við höldum fíkniefna-
dreifingunni í skefjum“
r
- segir Oskar Þórmundsson, lögreglufulltrúi
„Almenningur á kröfu á
að þessum málaflokki sé
sinnt af alefli, foreldrar eiga
kröfu á því að unglingar og
ungt fólk sé varað við
þessu. Þess vegna finnst
mér rétt að fólki sé gerð
grein fyrir því að stjórnvöld
hafa nú ákveðið að herða
tökin og verja til þess aukn-
um fjármunum“, sagði
Óskar Þórmundsson, ný-
skipaður lögreglufulltrúi
við ávana- og fíkniefna-
deild lögreglunnar í
deild lögreglunnar í Kefla-
vík, í viðtali við blaðið.
Jafnframt þessari tilskip-
un dómsmálaráðherra til
Óskars, hefur verið fjölgað
um einn mann í rannsókn-
arlögreglunni og á sá
maður að sinna þessum
málaflokki eins og Óskar,
öðru fremur. Þá sagði Ósk-
ar: „Það er ljóst að dóms-
málaráðherra vill láta
herða á þessu og taka málin
föstum tökum sbr. það sem
er að ske í sambandi við
veitingahúsin og skemmti-
staðina, að veitingamenn
eiga að taka meira eftir því
sem er að ske í kringum
þá“.
En hvernig er ástand mála
hér syðra?
„Astandið er í rauninni
ekki slæmt hér í Keflavík,
miðað við staði eins og
Reykjavík, því hér áður fyrr
var Keflavík fíkniefnabæli,
eins og frægt varð. Samt er
nóg af hassi og spítti hér
alls staðar og tiltölulega
auðvelt er að komast yfir
þetta. En engu að síður held
ég að þær alverstu séu
farnir héðan og við höfum
náð að halda þeim sem eftir
eru í skefjum, og því verða
þeir að hafa þetta meira í
felum heldur en t.d. í
Reykjavík.
Hér er allt fljótt að frétt-
ast og almenningur verður
ekki mikið var við þetta, þó
það sé fyrir hendi. Kom
þetta best fram um áramót-
in, þegar fíkniefnadómar-
HAGKAUP
Njaróvík,sími 3655
VERKTAKAR HF. Reyðarfirði
kynnir DEMANTSSÍLD
frá kl. 14-19 á morgun, föstudag.
Mjög góður kynningarafsláttur.
VERKTAKAR HF.
inn kom hingað suður og
gerð var dómsátt í málum
18 aðila, en bróðurpartur-
inn af þeim hafði aldrei
komið á skrá en viður-
kenndi þó að hafa neytt
fíkniefna í þrjú til fjögur ár.
Var þetta fólk um tvítugt.
Hefur þetta fólk getað neytt
fíkniefna án þess að það
fréttist allan þennan tima.
Þetta fólk var að mestu úr
Sandgerði og virðast íbú-
arnir í byggðarlaginu ekki
hafa heldur orðið varir við
þetta. Sama var með þá sem
við handtókum fyrir stuttu
í Grindavík. Voru þeir
handteknir í verbúð og
voru þeir með efnið á sér.
Það er ljóst að við ætlum
að gera ennþá betur en
áður, og reyna að komast
yfir þetta. Þeir aðilar sem
eru hér í dreifingu virðast
hafa dregið af sér. Ef það
tekst að halda þessu niðri
mun það unga fólk sem
ekki hefur prófað þetta,
ekki fá tækifæri til slíks. Þá
munu dreifingaraðilarnir
ekki þora að láta til sín sjást
og munu því fara leynilegar
með þetta. Við gerum
okkur grein fyrir því að við
komumst aldrei alveg í veg
fyrir að þetta efni komi til
landsins, því miklir fjár-
munir eru með í spilinu og
ekki er hægt að girða landið
af‘.
Hvernig kemur efnið að-
allega til landsins?
„Mest með skipum, því
eftirlitið með fluginu er
miklu betra“.
Hvað er haldið að mikið
magn sé í gangi hérna?
„Það veit enginn hve
mikið efni kemur til lands-
ins, en samkvæmt skýrslu
Þórarins Tyrfingssonar,
yfirlæknis SAÁ, vill hann
meina að hingað til lands
komi 3-400 kg af hassi á ári.
Reiknar hann þetta út frá
því fólki sem komið hefur í
meðferð til hans og það
magn sem það fólk hefur
gefið upp og hefur neytt. Til
viðbótar er þvi það magn
sem það fólk notar sem
ekki hefur farið í meðferð,
sem er miklu fleira.
Ef við göngum út frá 3-
400 kg, þá eru þetta um 300
milljónir í peningum sem
fara í gegnum hendur þess-
ara fíkniefnasala. Þó er hér
aðeins rætt um hassið, og
spíttið ekki tekið með, en
það er miklu dýrara en
hassið í innkaupum, svo
sjálfsagt má bæta þarna við
einhverjum hundruðum
milljónum. Eru því miklir
peningar í spilinu“, sagði
Oskar að lokum. - epj.
Efst og neðst sjást heimatilbúnar pípur gerðar úr rörafittings.
Ljósa efnið er Líbanon-hass, það dökka (minni kögglarnir) er
Nepal-hass, og í miðjunni er hefðbundin hasspípa.
Bátur
skemmdist
við hífingu
Næst síðasta sunnudag
skemmdist 10 tonna bátur,
Hlýri GK 305, nokkuð er
hann féll niður á bryggjuna
er krani var að hífa hann.
Gerðist óhapp þetta á
bryggjunni í Garðinum.
Orsök óhappsins er að
hífingarvírinn slitnaði.
epj-