Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.1986, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 13.03.1986, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 13. mars 1986 VfKUR-fréttir Bifhjólapróf Verð með námskeið og æfingatímatil und- irbúnings bifhjólaprófs í Keflavík n.k. laug- ardag, ef næg þátttaka fæst og veður leyfir. Halldór Jónsson, ökukennari sími 91-83473 - Bílasími 002-2390 Keflavík - Atvinna Óskum eftirað ráða afgreiðslumann ívara- hlutaverslun okkareigi síðaren 1. apríl n.k. STAPAFELL - Keflavík Einstæðir foreldrar, Njarðvík Á fundi bæjarstjórnar Njarðvíkur hinn 4. mars sl., var samþykkt að veita einstæðum foreldrum 0-6 ára barna, sem ekki eiga kost á dagheimilisplássi en kaupa þjón- ustu hjá dagmæðrum, styrk að upphæð kr. 2.500 pr. mánuð fyrir hvert barn sem er í heildagsvistun. Umsóknir berist félagsmálafulltrúa og skal reikningur frá dagmóður fylgja með. Félagsmálafulltrúinn í Njarðvík Aðalfundur Sálarrannsóknarfélags Suöurnesja veröur haldinn mánudag- inn 17. mars kl. 20.30 í húsi félagsins, Túngötu 22, Keflavík. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar, fjölmennið! Stjórnin Frá afhendingu tækjanna. F.v.: Ingólfur Falsson, Sveinlaug Sveinsdóttir, Rósa Jónsdóttir, Sigríður Ingibjörnsdóttir, Hallgrímur Magnússon, Kristján Sigurðsson og Arnheiður Ingólfsdóttir. Líknarsjóður Finnbjargar Sigurðardóttur frá Felli, Sandgerði: Gaf Sjúkrahúsinu blóð- hitara og lyfjadælu Á fimmtudag í síðustu viku var Sjúkrahúsi Kefla- víkurlæknishéraðs afhent vegleg gjöf frá Líknarsjóði Finnbjargar Sigurðardótt- ur frá Felli í Sandgerði. Formaður sjóðsins og stofnandi, Sveinlaug Sveinsdóttir, afhenti gjöf-. ina en f.h. Sjúkrahússins tók stjórnarformaður þess, Ingólfur Falsson, við henni. Viðstaddir afhendingu þessa voru auk áður- nefndra Rósa Jónsdóttir, gjaldkeri sjóðsins, og Sigr- íður Ingibjörnsdóttir, for- maður Kvenfélagsins Hvat- ar í Miðneshreppi, en sjóð- urinn starfar sjálfstæður innan þess félags. Frá Sjúkrahúsinu voru Kristján Sigurðsson, yfirlæknir, Hallgrímur Magnússon, skurðlæknir og Arnheiður Ingólfsdóttir, hjúkrunar- forstjóri. Þá var blaðamað- ur Víkur-frétta einnig við- staddur. Kom það í hlut Hall- gríms Magnússonar að lýsa tækjunum en um var að ræða blóðhitara og lyfja- dælu. Sagði hann að við stærri aðgerðir, er gefa þyrfti sjúklingi meira en 1000 millilítra af blóði, væri talið nauðsynlegt að hita blóðið upp í líkamshita. Væri tæki þetta mjög nauðsynlegt til slíks. Hitt tækið er fyrirferðar- lítil en handhæg lyfjadæla. Sem notast þannig að sprauta með ákveðnum skammti af einhverju lyfi er sett í tækið og með stilling- um á því, sér tækið um að skammta lyfið eftir ákveðn- um reglum og á ákveðnum tímum handa viðkomandi sjúkling. Gæti viðkomandi skammtur dugað í allt að sólarhring. Er tækið það handhægt að það getur verið í vasa sjúklingsins eða fest utan á hann og getur hann því yfirgefið sjúkra- húsið, farið út, eða verið jafnvel til vistunar í heima- húsi. Og yrði með þessu móti mun hreyfanlegri, en ef hann drægi á eftir sér viðamikið tæki eins og áður hefur þekkst. En tæki þetta má t.d. nota bæði til að gefa í æð eða t.d. til deyfingar á verkjum. epj. Miklar hræringar við Hafnargötu Hjá aðilum í viðskiptalíf- inu hefur Hafnargatan ávallt verið talin eins kon- ar Laugavegur Suðurnesja- manna. Keppast því sumir aðilar við að fá húsnæði við þá götu, meðan aðrir fara frekar á ýmsar hliðargötur. Þá eru enn aðrir sem færa sig til milli húsa við KEFLVÍKINGAR MUNIÐ OKKUR VIÐ MUNUM YKKUR EINDAGI fyrsta gjalddaga fasteignagjalda 1986 er 15. mars n.k. Nú eru síðustu forvöð að gera skil. MUNIÐ að annar gjalddagi fasteignagjalda er 15. mars. Dráttarvextir reiknast mánuði frá gjalddaga. BÆJARSJÓÐUR - INNHEIMTA Hafnargötuna og nú bendir allt til þess að óvenjuleg skriða sé í þá átt. Samkvæmt upplýsingum blaðsins eru þessar helstar: Verslunin Kristý fer úr Víkurbæjarhúsinu í Róm, þ.e. þann hluta sem Tjarn- arkaffi hafði áður • Ánn- etta fer einnig úr Víkurbæj- arhúsinu og er raunar farin þangað sem Lipurtá var til húsa, en sú verslun hefur flutt sig til Reykjavíkur. • Hárgreiðslustofan Lilja Braga flytur yfir götuna og í hús Skóbúðarinnar, en þangað flytur einnig Sjón- varpsbúðin, og síðan mun Rósa Guðna opna þar snyrtistofu. • Þá hefur Femína flutt sig í pláss leik- tækjasalarins Casino og Sjóvá fer í pláss það sem Femína hafði áður. Að lokum eru uppi þreif- ingar um sölu Víkurbæjar- hússins og hefur m.a.. komið til tals að gera það að elliheimili. - epj. vlKUIÍ \{/UUfo Sterkur auglýslngamiölll.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.